Viðtal við Elvu Christinu: „Þetta er að brjóta mig niður“ Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 10. nóvember 2016 20:16 Elva Christina, segir það vera skelfilega tilfinningu að norsk barnaverndaryfirvöld geti krafist þess að fá barnið hennar sent til Noregs í fóstur. Elva sem áður var í neyslu segist hafa snúið við blaðinu og vonar að hún fái að hafa drenginn. Á grundvelli dóms Hæstaréttar frá því í gær geta norsk barnaverndaryfirvöld krafist þess að Eyjólfur Kristinn Elvuson fimm ára gamall sonur Elvu Christinu verði sendur til Noregs í fóstur eftir rúmar þrjár vikur. Elva var svipt forræði yfir syni sínum í Noregi fyrr á þessu ári en fjölskyldan hafði búið þar í um tvö ár. Í dómi Hæstaréttar kemur skýrt fram að Elva hafi lengi verið í harðri neyslu. Í ágúst 2015 hafi hún verið lögð inn á stofnun til afeitrunar en í aðdraganda þess hafi hún sprautað sig daglega með amfetamíni auk þess að neyta annarra vímuefna. Frá þeim tíma og fram í apríl 2016 hafi hún afhent fjögur þvagsýni en í þeim öllum hafi mælst kannabisefni. Þá kemur fram að barnaverndaryfirvöldum í Noregi hafi borist upplýsingar um ölvun móður Elvu og óreglulega skólasókn barnsins á leikskóla. Til stóð að senda hann til vandalausra í Noregi í fóstur en þá flúðu Elva og móðir hennar með drenginn til Íslands. „Svo við pökkuðum niður í töskur, eina hver, og förum til Íslands og skiljum allt sem við eigum eftir í Noregi, hús og bíl og íbúð og allt þetta. Við ætluðum bara að bjarga honum,“ segir Elva.Leiddist út í slæman félagsskap í Noregi Elva hafði búið í Noregi í eitt ár þegar hún leiddist út í slæman félagsskap. „Það endaði með óreglu. Svo er það þannig að barnaverndarnefnd kom og skipti sér af því ég hafði verið byrjuð með strák sem var aðeins eldri og hann hafði átt við vandamál að stríða sjálfur. Það sem ég vissi ekki þegar hann flutti inn til mín var að hann var ekki edrú. Hann hafði verið að taka einhverjar pillur og svoleiðis og hann fer þarna heim til mín í einhverju kasti, ég veit ekki af hverju, og brýst inn til mín. Hann var ekki formlega fluttur inn til mín, hann var bara alltaf þarna, og hann rústar öllu,“ segir Elva. Hún hafi ekki verið í neyslu á þessum tíma en eftir atvikið hafi hún villst af beinu brautinni á ný. „Ég var alltaf úti á meðan ég var í neyslu. Hann Eyjólfur hefur aldrei séð mig undir áhrifum. Þegar hann er hjá mömmu þá hef ég ekki leyfi til að fara þar inn ef ég er undir einhverjum áhrifum en hann hafði það alltaf rosalega fínt þarna, hann var í leikskóla og mamma var að sjá rosalega vel um hann. Síðan sé ég að þetta er ekki rétt og ég fer í meðferð í ágúst í fyrra.“Lifir fyrir son sinn Síðan þá hafi hún verið edrú en hún segist sjá mjög eftir fyrri tíð. Fyrst eftir að fjölskyldan kom til Íslands í byrjun sumars bjuggu þau Elva og Eyjólfur með móður Elvu en nýlega fengu þau mæðgin íbúð og búa nú tvö saman. Barnaverndaryfirvöld á Íslandi heimasækja mæðginin nokkrum sinnum í viku eins og staðan er í dag. „Ég veit hvað ég vil og ég veit að ég hef komist svona langt í dag og ég er ekkert að fara að snúa til baka. Þetta er að brjóta mig niður en ég hef ekkert annað að fara til. Það er hann sem ég lifi fyrir. Mér finnst þetta svo sárt því ég er akkúrat á þeim stað sem mig langaði til að vera alltaf. Það er verið að fara að taka það af mér að ég geti farið í fótbolta með honum eftir leikskóla, það er verið að taka það af mér að ég geti farið með hann í leikskólann, séð hann leika sér með öðrum börnum, að ég geti farið með hann að sofa á kvöldin. Þetta er allt verið að taka af mér og meira til,“ segir Elva.Hvernig er þessi tilfinning? „Ég hef aldrei fundið svona vondan sársauka áður.“„Við erum bara að bíða“ Náist ekki samkomulag í málinu á milli íslenskra og norskra yfirvalda þurfa íslensk yfirvöld að afhenda norskum barnaverndaryfirvöldum Eyjólf þann 4. desember næstkomandi. Í Fréttablaðinu í dag var greint frá því að ágætar líkur væru taldar á því að barnaverndaryfirvöld í Noregi fallist á tillögu Barnaverndarstofu um að drengurinn verði fóstraður hér á landi. „Það er verið að tala um að það sé samningur á milli Noregs og Íslands að hann fái bara að fara í fóstur hérna. En það var hringt í mig í morgun og mér sagt að það væri verið að segja í útvarpinu að það væri verið komið grænt ljós á það svo ég var alveg rosalega ánægð svo ég hringdi í lögfræðinginn minn en hann sagði að það hefði ekkert breyst. Við erum bara að bíða.“ Elva lýsir Eyjólfi sem fullkomnu barni sem líði vel með fjölskyldu sinni. „Hvað sem hann gerir þá er hann brosandi. Hann er með gríðarlegan húmor og er rosalega fyndinn. Hann rígheldur í hvern einasta sem honum þykir vænt um.“Vonar að sonur sinn verði ekki sendur til Noregs Faðir Eyjólfs er búsettur í Danmörku og hefur ekki haft bein afskipti af málinu til þessa. „Hann hefur ekki verið í miklum samskiptum, kannski tvisvar sinnum á ári. Hann hefur alveg reynt að hringja í hann á Skype og svona á meðan við vorum að bíða eftir Hæstarétti en það var bara í viku.“ Hún hafi alltaf verið með fullt forræði yfir Eyjólfi þar til í byrjun sumars. Elva segir að ef íslensk stjórnvöld nái ekki samkomulagi við norsku barnaverndina fái enginn nema hún að hitta drenginn næstu þrettán árin. Hún fengi tvær heimsóknir á ári og í tvo klukkutíma í senn undir ströngu eftirliti norsku barnaverndarinnar. „Mér finnst þetta svo rangt og ég vona svo innilega að hann verði ekki sendur til Noregs vegna þess að hann þekkir engan þar og hann hefur alla sem honum þykir vænt um hér.“Viðtalið við Elvu Christinu má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Elva Christina, segir það vera skelfilega tilfinningu að norsk barnaverndaryfirvöld geti krafist þess að fá barnið hennar sent til Noregs í fóstur. Elva sem áður var í neyslu segist hafa snúið við blaðinu og vonar að hún fái að hafa drenginn. Á grundvelli dóms Hæstaréttar frá því í gær geta norsk barnaverndaryfirvöld krafist þess að Eyjólfur Kristinn Elvuson fimm ára gamall sonur Elvu Christinu verði sendur til Noregs í fóstur eftir rúmar þrjár vikur. Elva var svipt forræði yfir syni sínum í Noregi fyrr á þessu ári en fjölskyldan hafði búið þar í um tvö ár. Í dómi Hæstaréttar kemur skýrt fram að Elva hafi lengi verið í harðri neyslu. Í ágúst 2015 hafi hún verið lögð inn á stofnun til afeitrunar en í aðdraganda þess hafi hún sprautað sig daglega með amfetamíni auk þess að neyta annarra vímuefna. Frá þeim tíma og fram í apríl 2016 hafi hún afhent fjögur þvagsýni en í þeim öllum hafi mælst kannabisefni. Þá kemur fram að barnaverndaryfirvöldum í Noregi hafi borist upplýsingar um ölvun móður Elvu og óreglulega skólasókn barnsins á leikskóla. Til stóð að senda hann til vandalausra í Noregi í fóstur en þá flúðu Elva og móðir hennar með drenginn til Íslands. „Svo við pökkuðum niður í töskur, eina hver, og förum til Íslands og skiljum allt sem við eigum eftir í Noregi, hús og bíl og íbúð og allt þetta. Við ætluðum bara að bjarga honum,“ segir Elva.Leiddist út í slæman félagsskap í Noregi Elva hafði búið í Noregi í eitt ár þegar hún leiddist út í slæman félagsskap. „Það endaði með óreglu. Svo er það þannig að barnaverndarnefnd kom og skipti sér af því ég hafði verið byrjuð með strák sem var aðeins eldri og hann hafði átt við vandamál að stríða sjálfur. Það sem ég vissi ekki þegar hann flutti inn til mín var að hann var ekki edrú. Hann hafði verið að taka einhverjar pillur og svoleiðis og hann fer þarna heim til mín í einhverju kasti, ég veit ekki af hverju, og brýst inn til mín. Hann var ekki formlega fluttur inn til mín, hann var bara alltaf þarna, og hann rústar öllu,“ segir Elva. Hún hafi ekki verið í neyslu á þessum tíma en eftir atvikið hafi hún villst af beinu brautinni á ný. „Ég var alltaf úti á meðan ég var í neyslu. Hann Eyjólfur hefur aldrei séð mig undir áhrifum. Þegar hann er hjá mömmu þá hef ég ekki leyfi til að fara þar inn ef ég er undir einhverjum áhrifum en hann hafði það alltaf rosalega fínt þarna, hann var í leikskóla og mamma var að sjá rosalega vel um hann. Síðan sé ég að þetta er ekki rétt og ég fer í meðferð í ágúst í fyrra.“Lifir fyrir son sinn Síðan þá hafi hún verið edrú en hún segist sjá mjög eftir fyrri tíð. Fyrst eftir að fjölskyldan kom til Íslands í byrjun sumars bjuggu þau Elva og Eyjólfur með móður Elvu en nýlega fengu þau mæðgin íbúð og búa nú tvö saman. Barnaverndaryfirvöld á Íslandi heimasækja mæðginin nokkrum sinnum í viku eins og staðan er í dag. „Ég veit hvað ég vil og ég veit að ég hef komist svona langt í dag og ég er ekkert að fara að snúa til baka. Þetta er að brjóta mig niður en ég hef ekkert annað að fara til. Það er hann sem ég lifi fyrir. Mér finnst þetta svo sárt því ég er akkúrat á þeim stað sem mig langaði til að vera alltaf. Það er verið að fara að taka það af mér að ég geti farið í fótbolta með honum eftir leikskóla, það er verið að taka það af mér að ég geti farið með hann í leikskólann, séð hann leika sér með öðrum börnum, að ég geti farið með hann að sofa á kvöldin. Þetta er allt verið að taka af mér og meira til,“ segir Elva.Hvernig er þessi tilfinning? „Ég hef aldrei fundið svona vondan sársauka áður.“„Við erum bara að bíða“ Náist ekki samkomulag í málinu á milli íslenskra og norskra yfirvalda þurfa íslensk yfirvöld að afhenda norskum barnaverndaryfirvöldum Eyjólf þann 4. desember næstkomandi. Í Fréttablaðinu í dag var greint frá því að ágætar líkur væru taldar á því að barnaverndaryfirvöld í Noregi fallist á tillögu Barnaverndarstofu um að drengurinn verði fóstraður hér á landi. „Það er verið að tala um að það sé samningur á milli Noregs og Íslands að hann fái bara að fara í fóstur hérna. En það var hringt í mig í morgun og mér sagt að það væri verið að segja í útvarpinu að það væri verið komið grænt ljós á það svo ég var alveg rosalega ánægð svo ég hringdi í lögfræðinginn minn en hann sagði að það hefði ekkert breyst. Við erum bara að bíða.“ Elva lýsir Eyjólfi sem fullkomnu barni sem líði vel með fjölskyldu sinni. „Hvað sem hann gerir þá er hann brosandi. Hann er með gríðarlegan húmor og er rosalega fyndinn. Hann rígheldur í hvern einasta sem honum þykir vænt um.“Vonar að sonur sinn verði ekki sendur til Noregs Faðir Eyjólfs er búsettur í Danmörku og hefur ekki haft bein afskipti af málinu til þessa. „Hann hefur ekki verið í miklum samskiptum, kannski tvisvar sinnum á ári. Hann hefur alveg reynt að hringja í hann á Skype og svona á meðan við vorum að bíða eftir Hæstarétti en það var bara í viku.“ Hún hafi alltaf verið með fullt forræði yfir Eyjólfi þar til í byrjun sumars. Elva segir að ef íslensk stjórnvöld nái ekki samkomulagi við norsku barnaverndina fái enginn nema hún að hitta drenginn næstu þrettán árin. Hún fengi tvær heimsóknir á ári og í tvo klukkutíma í senn undir ströngu eftirliti norsku barnaverndarinnar. „Mér finnst þetta svo rangt og ég vona svo innilega að hann verði ekki sendur til Noregs vegna þess að hann þekkir engan þar og hann hefur alla sem honum þykir vænt um hér.“Viðtalið við Elvu Christinu má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira