Dómur þyngdur yfir konu sem bar rangar sakir upp á 8 manneskjur Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2016 16:06 Hæstiréttur Íslands. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur þyngt dóm yfir konunni sem var fundin sek um rangar sakargiftir. Konan hlaut tólf mánaða skilorðsbundna fangelsisvist í Héraðsdómi Reykjavíkur en Hæstiréttur ákvað að þyngja dóminn í 18 mánaða skilorðsbundna fangelsisvist. Konan var sakfelld fyrir brot gegn almennum hegningarlögum með því að hafa með rangri kæru og röngum framburði hjá lögreglu leitast við að átta manns yrðu sakaðir um kynferðisbrot, líkamsárás, hótanir og ólögmæta nauðung. Hafði konan greint frá því að hópurinn hefði í sameiningu veist að henni með ofbeldi og hótað henni og fjölskyldu hennar. Í dómi Hæstaréttar kom fram að við ákvörðun refsingar við broti hennar skyldi hafa hliðsjón af því hversu þung refsing væri lögð við því broti sem hún hefði sakað aðra um. Auk skilorðsbundinnar fangelsisvistar var konan dæmd til að greiða hverjum og einum sem hún ásakaði 500 þúsund krónum í miskabætur. Konan var ákærð fyrir rangar sakargiftir fyrir að hafa með rangri kæru og röngum framburði þann 16. febrúar árið 2012 og 8. mars síðast sama ár við skýrslutöku á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og Lögregluskóla ríkisins að Krókhálsi 5 og með skriflegum athugasemdum leitast við að 8 manneskjur yrðu sakaðar um kynferðisbrot, líkamsárás hótanir og ólögmæta nauðung.Sagði þau hafa veist að sér í sameiningu Konan sagði þau hafa í sameiningu veist að henni með ofbeldi og hótað henni og fjölskyldu hennar. Sagðist hún hafa verið sett í kalda sturtu, tekin hálstaki og kastað í gólf. Hún sagði fingri hafa verið stungið upp í endaþarm hennar og leggöng og kippt í getnaðarvarnalykkju svo hún hafi nær því misst meðvitund. Einnig sagði hún sprautunál hafa verið stungið í andlit hennar og leggöng og að henni hefði verið greint frá því að nú væri hún smituð lifrarbólgu C. Hún sagði að sterkum verkjalyfjum og rohypnol hefði verið neytt í hana, hún afklædd, tekin hálstaki og skellt upp við vegg og gengið yfir hana þar sem hún lá á gólfinu. Hún sagði að sér hefði verið hótað að sama yrði gert við sex ára gamlan son hennar eftir að fingri hafði verið stungið upp í endaþarm hennar og einnig að teknar hefðu verið hreyfimyndir af henni á meðan hún var nakin. Lögreglan hóf rannsókn vegna málsins og einn einstaklinganna sem konan bar sökum yfirheyrður sem sakborningur. Samkvæmt ákæru kom konan því til leiðar að einn þeirra sem hún bar sökum missti vinnu sína vegna málsins.Átti að hafa gerst eftir þorrablót Samkvæmt atvikalýsingu konunnar var brotið gegn henni í húsi þar sem hún hafði verið gestkomandi. Lýsti hún því að hún og eiginmaður hennar hafi farið á þorrablót sem haldið var 21. janúar 2012. Þau hafi gist hjá vinafólki sínu og á þorrablótinu hafi þau hitt fjölda fólks. Eftir þorrablótið fóru þau í eftirpartí hjá vinafólki sínu sem þau áttu gistingu hjá. Konan sagði að sér hefði liðið illa eftir að hafa drukkið áfengi í samkvæminu og farið að sofa. Skyndilega hafi hurð að herbergi hennar verið hrundið upp af húsráðanda. Hún sagði mann sinn hafa sofið á meðan fólk í samkvæminu ásakaði hana um að vera pilluætu og óhæfa móður og gefið í skyn að það væri henni að kenna að lyf hefðu horfið af elliheimili þar sm hún hefði verið að vinna. Fylgdu í kjölfarið misþyrmingar sem hún sakaði fólkið um.Engir áverkar eftir hrottaleg hálstök Fólkið sem kona bar sökum kærði hana fyrir rangar sakargiftir og var málið dómtekið 19. júní. síðastliðinn. Var það mat dómsins að konan væri ekki trúverðug í framburði sínum. Lýsti hún til að mynda hrottalegum hálstökum sem skildu ekki eftir sig áverka.Marblettir ekki eftir árás Þá leit dómurinn til þess að konan var skoðuð á neyðarmóttöku átján dögum eftir ætluð brot og aftur 25 dögum eftir ætluð brot. Fyrir seinni skoðunina komu fram marblettir á aftanverðum lærum sem að sögn konunnar voru afleiðing brotanna. Læknir á neyðarmóttöku lýsti því að mjög ólíklegt væri að marblettir sem komið hafi fram við síðari skoðun væru frá aðfaranótt 22. janúar árið 2012. Að mati dómsins stenst á engan hátt að marblettirnir á aftanverðum lærunum séu vegna atburða 22. janúar 2012. Stóðst ekki í ljós fyrra ástands Þá var litið til þess að kona lýsti því að hún hafi drukkið sterkt áfengi í samkvæminu eftir þorrablótið, auk þess sem hún sagði að troðið hefði verið ofan í hana töflu sem átti að vera rohypnol. Sagðist konan hafa nánast dottið út eftir þetta en dómurinn sagði hana engu að síður hafa geta lýst einstökum atriðum atburðarásarinnar eftir þetta, með einkar nákvæmum hætti, þar sem einstökum atriðum var lýst. Sagði dómurinn það ekki standast í ljósi fyrra ástands og lyfjainntökunnar. Þá var einnig litið til þess að konan var á allan hátt mjög hikandi í frásögn sinni fyrir dóminum og atburðarás meira og minna sundurslitin. Tengdar fréttir Dæmd fyrir að að bera rangar sakir upp á 8 manneskjur Héraðsdómur Reykjavíkur mat framburð konunnar ótrúverðugan. 25. júní 2015 19:49 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætranna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur þyngt dóm yfir konunni sem var fundin sek um rangar sakargiftir. Konan hlaut tólf mánaða skilorðsbundna fangelsisvist í Héraðsdómi Reykjavíkur en Hæstiréttur ákvað að þyngja dóminn í 18 mánaða skilorðsbundna fangelsisvist. Konan var sakfelld fyrir brot gegn almennum hegningarlögum með því að hafa með rangri kæru og röngum framburði hjá lögreglu leitast við að átta manns yrðu sakaðir um kynferðisbrot, líkamsárás, hótanir og ólögmæta nauðung. Hafði konan greint frá því að hópurinn hefði í sameiningu veist að henni með ofbeldi og hótað henni og fjölskyldu hennar. Í dómi Hæstaréttar kom fram að við ákvörðun refsingar við broti hennar skyldi hafa hliðsjón af því hversu þung refsing væri lögð við því broti sem hún hefði sakað aðra um. Auk skilorðsbundinnar fangelsisvistar var konan dæmd til að greiða hverjum og einum sem hún ásakaði 500 þúsund krónum í miskabætur. Konan var ákærð fyrir rangar sakargiftir fyrir að hafa með rangri kæru og röngum framburði þann 16. febrúar árið 2012 og 8. mars síðast sama ár við skýrslutöku á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og Lögregluskóla ríkisins að Krókhálsi 5 og með skriflegum athugasemdum leitast við að 8 manneskjur yrðu sakaðar um kynferðisbrot, líkamsárás hótanir og ólögmæta nauðung.Sagði þau hafa veist að sér í sameiningu Konan sagði þau hafa í sameiningu veist að henni með ofbeldi og hótað henni og fjölskyldu hennar. Sagðist hún hafa verið sett í kalda sturtu, tekin hálstaki og kastað í gólf. Hún sagði fingri hafa verið stungið upp í endaþarm hennar og leggöng og kippt í getnaðarvarnalykkju svo hún hafi nær því misst meðvitund. Einnig sagði hún sprautunál hafa verið stungið í andlit hennar og leggöng og að henni hefði verið greint frá því að nú væri hún smituð lifrarbólgu C. Hún sagði að sterkum verkjalyfjum og rohypnol hefði verið neytt í hana, hún afklædd, tekin hálstaki og skellt upp við vegg og gengið yfir hana þar sem hún lá á gólfinu. Hún sagði að sér hefði verið hótað að sama yrði gert við sex ára gamlan son hennar eftir að fingri hafði verið stungið upp í endaþarm hennar og einnig að teknar hefðu verið hreyfimyndir af henni á meðan hún var nakin. Lögreglan hóf rannsókn vegna málsins og einn einstaklinganna sem konan bar sökum yfirheyrður sem sakborningur. Samkvæmt ákæru kom konan því til leiðar að einn þeirra sem hún bar sökum missti vinnu sína vegna málsins.Átti að hafa gerst eftir þorrablót Samkvæmt atvikalýsingu konunnar var brotið gegn henni í húsi þar sem hún hafði verið gestkomandi. Lýsti hún því að hún og eiginmaður hennar hafi farið á þorrablót sem haldið var 21. janúar 2012. Þau hafi gist hjá vinafólki sínu og á þorrablótinu hafi þau hitt fjölda fólks. Eftir þorrablótið fóru þau í eftirpartí hjá vinafólki sínu sem þau áttu gistingu hjá. Konan sagði að sér hefði liðið illa eftir að hafa drukkið áfengi í samkvæminu og farið að sofa. Skyndilega hafi hurð að herbergi hennar verið hrundið upp af húsráðanda. Hún sagði mann sinn hafa sofið á meðan fólk í samkvæminu ásakaði hana um að vera pilluætu og óhæfa móður og gefið í skyn að það væri henni að kenna að lyf hefðu horfið af elliheimili þar sm hún hefði verið að vinna. Fylgdu í kjölfarið misþyrmingar sem hún sakaði fólkið um.Engir áverkar eftir hrottaleg hálstök Fólkið sem kona bar sökum kærði hana fyrir rangar sakargiftir og var málið dómtekið 19. júní. síðastliðinn. Var það mat dómsins að konan væri ekki trúverðug í framburði sínum. Lýsti hún til að mynda hrottalegum hálstökum sem skildu ekki eftir sig áverka.Marblettir ekki eftir árás Þá leit dómurinn til þess að konan var skoðuð á neyðarmóttöku átján dögum eftir ætluð brot og aftur 25 dögum eftir ætluð brot. Fyrir seinni skoðunina komu fram marblettir á aftanverðum lærum sem að sögn konunnar voru afleiðing brotanna. Læknir á neyðarmóttöku lýsti því að mjög ólíklegt væri að marblettir sem komið hafi fram við síðari skoðun væru frá aðfaranótt 22. janúar árið 2012. Að mati dómsins stenst á engan hátt að marblettirnir á aftanverðum lærunum séu vegna atburða 22. janúar 2012. Stóðst ekki í ljós fyrra ástands Þá var litið til þess að kona lýsti því að hún hafi drukkið sterkt áfengi í samkvæminu eftir þorrablótið, auk þess sem hún sagði að troðið hefði verið ofan í hana töflu sem átti að vera rohypnol. Sagðist konan hafa nánast dottið út eftir þetta en dómurinn sagði hana engu að síður hafa geta lýst einstökum atriðum atburðarásarinnar eftir þetta, með einkar nákvæmum hætti, þar sem einstökum atriðum var lýst. Sagði dómurinn það ekki standast í ljósi fyrra ástands og lyfjainntökunnar. Þá var einnig litið til þess að konan var á allan hátt mjög hikandi í frásögn sinni fyrir dóminum og atburðarás meira og minna sundurslitin.
Tengdar fréttir Dæmd fyrir að að bera rangar sakir upp á 8 manneskjur Héraðsdómur Reykjavíkur mat framburð konunnar ótrúverðugan. 25. júní 2015 19:49 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætranna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Dæmd fyrir að að bera rangar sakir upp á 8 manneskjur Héraðsdómur Reykjavíkur mat framburð konunnar ótrúverðugan. 25. júní 2015 19:49
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“