Apple selur lítið notaða iPhone síma með afslætti Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 10. nóvember 2016 10:05 Allar endurgerðirnar eru ólæstar og án sím korta Vísir/Getty Apple hefur hafið sölu á iphone símum á vefsíðu sinni sem skilað hefur verið inn af neytendum. Neytendur hafa því nú tækifæri á því að kaupa sér ódýrari iPhone sem er þó í ábyrgð í eitt ár. Fyrirtækið er eins og er aðeins að selja iPhone 6s og 6s plus. Allar endurgerðirnar eru ólæstar og án sím korta. Símarnir innhalda nýjar rafhlöður og nýtt ytra borð. Þetta eru því góðar fréttir fyrir iphone aðdáendur þar sem betra getur verið að kaupa endurgerða síma frá fyrirtækinu sjálfu heldur en frá þriðja aðila þar sem þeir símar gætu verið í verra ásigkomulagi og með leynda galla. Apple hefur hingað til reynt að komast hjá því að selja endurgerða iPhone síma vegna þess að símarnir eru ein vinsælasta varan þeirra. Þannig myndi framboð á endurgerðum símum letja til kaupa á nýjum símum. Ekki er vitað hvað orsakaði þessa nýju sýn Apple en sala iPhone 6s var ekki jafn mikil og sala á iPhone 6. Þetta gæti því orðið til þess að þeir nái að klára lagerinn sinn og á sama tíma öðlast þeir betri samkeppnisstöðu á markaði gagnvart Android símum. Þetta kemur fram á appleinsider. Tækni Tengdar fréttir Síðasta andvarp Mac Í nýjustu MacBook Pro kemur ekki hljóð þegar vélin er ræst. 31. október 2016 15:10 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Apple hefur hafið sölu á iphone símum á vefsíðu sinni sem skilað hefur verið inn af neytendum. Neytendur hafa því nú tækifæri á því að kaupa sér ódýrari iPhone sem er þó í ábyrgð í eitt ár. Fyrirtækið er eins og er aðeins að selja iPhone 6s og 6s plus. Allar endurgerðirnar eru ólæstar og án sím korta. Símarnir innhalda nýjar rafhlöður og nýtt ytra borð. Þetta eru því góðar fréttir fyrir iphone aðdáendur þar sem betra getur verið að kaupa endurgerða síma frá fyrirtækinu sjálfu heldur en frá þriðja aðila þar sem þeir símar gætu verið í verra ásigkomulagi og með leynda galla. Apple hefur hingað til reynt að komast hjá því að selja endurgerða iPhone síma vegna þess að símarnir eru ein vinsælasta varan þeirra. Þannig myndi framboð á endurgerðum símum letja til kaupa á nýjum símum. Ekki er vitað hvað orsakaði þessa nýju sýn Apple en sala iPhone 6s var ekki jafn mikil og sala á iPhone 6. Þetta gæti því orðið til þess að þeir nái að klára lagerinn sinn og á sama tíma öðlast þeir betri samkeppnisstöðu á markaði gagnvart Android símum. Þetta kemur fram á appleinsider.
Tækni Tengdar fréttir Síðasta andvarp Mac Í nýjustu MacBook Pro kemur ekki hljóð þegar vélin er ræst. 31. október 2016 15:10 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Síðasta andvarp Mac Í nýjustu MacBook Pro kemur ekki hljóð þegar vélin er ræst. 31. október 2016 15:10