Ólíkar fylkingar mættust á Austurvelli í dag Birta Svavarsdóttir skrifar 15. ágúst 2016 21:05 Ólíkar fylkingar mættust á Austurvelli í dag, en fulltrúar Íslensku þjóðfylkingarinnar voru þar saman komin til að mótmæla nýjum útlendingalögum. Hópur fólks hélt annan mótmælafund til höfuðs Íslensku þjóðfylkingunni til að styðja við málefni hælisleitenda og flóttamanna. Talið er að um 100 manns hafi verið á Austurvelli í dag þegar mest var. Þrátt fyrir að mótmælin hafi farið friðsamlega fram var hiti í fólki og nokkuð um rifrildi milli hópanna tveggja.Stuðningsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar eru ekki sáttir við ný útlendingalög.Vísir/Stefán„Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Gunnlaugur Ingvarsson, sem mættur var á Austurvöll í dag til að mótmæla nýjum útlendingalögum. „Hér eftir áramótin mun hellast yfir okkur fjöldinn allur af flóttafólki sem við verðum skylduð til að veita alþjóðlega vernd ... Þetta þing sem hér situr segist ekki hafa tíma til að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja en þeir höfðu tíma til að lauma þessum útlendingalögum hér í gegn um þingið, algjörlega í óþökk þjóðarinnar, þori ég að fullyrða.“ Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, var einnig á staðnum. „Ég er að sýna stuðning við mannréttindabaráttu fólks, við mannréttindi flóttafólks, við að vilja taka vel á móti fólki og bara við mannréttindi í heild sinni. Ég tel þetta vera mannréttindamál.“ sagði Salmann í samtali við Stöð 2.Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi.Fréttablaðið/Anton BrinkHann segist ekki vera sammála Íslensku þjóðfylkingunni um að nýju útlendingalögin séu ekki að gera góða hluti. Hann telur þau vera sanngjörn, en að það sé sjálfsagt að ræða lögin og hvernig megi betrumbæta þau. „En fyrst og fremst á okkar sjónarmið að vera fyrir mannúðarmálum og hvernig á að taka á móti þessu fólki sem þarf á hjálp okkar að halda.“ „Ég er að gera mitt besta til að nýta mér tjáningarrétt minn og mótmæla mótmælum,“ segir Sindri Viborg. „Við náðum góðu hópknúsi í kring um hópinn, þetta var ánægjulegt.“Frá mótmælunum í dag.Vísir/StefánAðspurður um Íslensku þjóðfylkinguna sem stjórnmálahreyfingu segir Sindri, "Mér finnst sú fylking vera ansi öfgakennt hægra megin, alveg yfir í xenófóbískar aðgerðir. Það er mjög skuggaleg þróun að slíkt afl skuli vera komið í gang" Frétt Stöðvar 2 má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Mótmæli og samstaða á Austurvelli klukkan 15: Ekki boðlegt að mótmæla gegn fólki Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum klukkan 15 í dag. Á sama tíma hyggst Íslenska Þjóðfylkingin mótmæla nýjum útlendingalögum. 15. ágúst 2016 11:14 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Ólíkar fylkingar mættust á Austurvelli í dag, en fulltrúar Íslensku þjóðfylkingarinnar voru þar saman komin til að mótmæla nýjum útlendingalögum. Hópur fólks hélt annan mótmælafund til höfuðs Íslensku þjóðfylkingunni til að styðja við málefni hælisleitenda og flóttamanna. Talið er að um 100 manns hafi verið á Austurvelli í dag þegar mest var. Þrátt fyrir að mótmælin hafi farið friðsamlega fram var hiti í fólki og nokkuð um rifrildi milli hópanna tveggja.Stuðningsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar eru ekki sáttir við ný útlendingalög.Vísir/Stefán„Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Gunnlaugur Ingvarsson, sem mættur var á Austurvöll í dag til að mótmæla nýjum útlendingalögum. „Hér eftir áramótin mun hellast yfir okkur fjöldinn allur af flóttafólki sem við verðum skylduð til að veita alþjóðlega vernd ... Þetta þing sem hér situr segist ekki hafa tíma til að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja en þeir höfðu tíma til að lauma þessum útlendingalögum hér í gegn um þingið, algjörlega í óþökk þjóðarinnar, þori ég að fullyrða.“ Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, var einnig á staðnum. „Ég er að sýna stuðning við mannréttindabaráttu fólks, við mannréttindi flóttafólks, við að vilja taka vel á móti fólki og bara við mannréttindi í heild sinni. Ég tel þetta vera mannréttindamál.“ sagði Salmann í samtali við Stöð 2.Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi.Fréttablaðið/Anton BrinkHann segist ekki vera sammála Íslensku þjóðfylkingunni um að nýju útlendingalögin séu ekki að gera góða hluti. Hann telur þau vera sanngjörn, en að það sé sjálfsagt að ræða lögin og hvernig megi betrumbæta þau. „En fyrst og fremst á okkar sjónarmið að vera fyrir mannúðarmálum og hvernig á að taka á móti þessu fólki sem þarf á hjálp okkar að halda.“ „Ég er að gera mitt besta til að nýta mér tjáningarrétt minn og mótmæla mótmælum,“ segir Sindri Viborg. „Við náðum góðu hópknúsi í kring um hópinn, þetta var ánægjulegt.“Frá mótmælunum í dag.Vísir/StefánAðspurður um Íslensku þjóðfylkinguna sem stjórnmálahreyfingu segir Sindri, "Mér finnst sú fylking vera ansi öfgakennt hægra megin, alveg yfir í xenófóbískar aðgerðir. Það er mjög skuggaleg þróun að slíkt afl skuli vera komið í gang" Frétt Stöðvar 2 má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Mótmæli og samstaða á Austurvelli klukkan 15: Ekki boðlegt að mótmæla gegn fólki Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum klukkan 15 í dag. Á sama tíma hyggst Íslenska Þjóðfylkingin mótmæla nýjum útlendingalögum. 15. ágúst 2016 11:14 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Mótmæli og samstaða á Austurvelli klukkan 15: Ekki boðlegt að mótmæla gegn fólki Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum klukkan 15 í dag. Á sama tíma hyggst Íslenska Þjóðfylkingin mótmæla nýjum útlendingalögum. 15. ágúst 2016 11:14