Erlent

Meintur brennuvargur handtekinn í Malmö

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla telur líklegt að fleiri brennuvargar gangi enn lausir.
Lögregla telur líklegt að fleiri brennuvargar gangi enn lausir. Vísir/getty
Lögregla í Malmö hefur handtekið 21 árs gamlan mann vegna gruns um að tengjast íkveikjum í borginni síðustu daga og vikur.

Kveikt hefur verið í um hundrað bílum í Malmö í suðurhluta Svíþjóðar síðustu vikurnar.

Í frétt SVT kemur fram að maðurinn hafi hlotið tveggja mánaða dóm í júlí vegna brots á lögum um eldfim efni og sprengiefni eftir að hafa geymt hálft kíló af sprengiefni í kjallara í hverfinu Rosengård. 2015 hlaut hann eins árs og sjö mánaða dóm fyrir rán, þjófnað og hótanir.

Maðurinn var handtekinn eftir að hafa verið stöðvaður af lögreglu í Rosengård en eftirlit hefur verið hert verulega í borginni í kjölfar íkveikjanna. Að sögn lögreglu var mikil bensínlykt af bíl mannsins þar sem einnig fundust bensínbrúsar og sérstakur hamar ætlaður til að brjóta gler.

Lögregla telur líklegt að fleiri brennuvargar gangi enn lausir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×