Erlent

Tugir létust í rútuslysi í Nepal

Atli Ísleifsson skrifar
Þeir sem særðust voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús í höfuðborginni Kathmandu.
Þeir sem særðust voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús í höfuðborginni Kathmandu. Vísir/getty
Að minnsta kosti 33 létust og 28 særðust í rútuslysi í Nepal í dag. Talsmaður innanríkisráðuneytis landsins hefur greint frá þessu.

Slysið var á Aranikoveginum, nærri bænum Deurali, um 80 kílómetrum austur af höfuðborginni Katmandu. Að sögn talsmannsins fór rútan út af veginum og hrapaði um 150 metra niður fjallshlíð.

Í frétt SVT kemur fram að þeir sem særðust hafi verið fluttir með þyrlu á sjúkrahús í Kathmandu, en Aranikovegurinn er alræmdur fyrir tíð banaslys.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×