Antonio Conte byrjar stjóraferil sinn hjá Chelsea vel en liðið bar sigurorð af West Ham United, 2-1, í lokaleik 1. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.
Diego Costa skoraði sigurmark Chelsea með góðu skoti fyrir utan teig þegar mínúta var eftir af leiknum.
Staðan var markalaus í hálfleik en Eden Hazard kom Chelsea yfir á 47. mínútu þegar hann skoraði af öryggi úr vítaspyrnu sem César Azpilicueta náði í.
Lærisveinar Slavens Bilic gáfust ekki upp og miðvörðurinn James Collins jafnaði metin á 77. mínútu.
En Costa sá til þess að tæki stigin þrjú þegar hann skoraði sigurmarkið á 89. mínútu.
