Erlent

Hnetuofnæmi læknað með ónæmismeðferð

Sæunn Gísladóttir skrifar
80% þátttakenda gátu borðað hnetur eftir meðferðina.
80% þátttakenda gátu borðað hnetur eftir meðferðina. Vísir/Getty
Tekist hefur að lækna börn af hnetu­ofnæmi með ónæmismeðferð í Bandaríkjunum.

The Guardian greinir frá því að áttatíu prósent þeirra fjörutíu barna sem tóku þátt í rannsókninni hafi getað borðað hnetur eftir meðferðina. Börnin voru á aldrinum níu mánaða til þriggja ára.

Haft er eftir Marshall Plaut, hjá bresku ofnæmis- og smitsjúkdómastofnuninni, að rannsóknin sýni fram á virkni ónæmismeðferða til að lækna ung börn sem nýlega hafa verið greind með hnetuofnæmi.

Börnin sættu að meðaltali meðferð í tuttugu og níu mánuði. Vísindamenn við Norður-Karolínuháskóla munu áfram fylgjast með þeim til að meta langtímaáhrif meðferðarinnar.

Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×