Handbolti

Sjáðu fögnuð Hauka þegar þeir fréttu að þeir væru deildarmeistarar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Haukar urðu í kvöld deildarmeistarar í handbolta 2016 eftir að pakka Gróttu saman á Ásvöllum, 36-28. Þeir þurftu aftur á móti hjálp frá föllnu liði Víkinga til að tryggja sér titilinn.

Valsmenn gátu haldið í vonina um að verða deildarmeistarar með því að vinna Víkinga í kvöld en fallnir nýliðarnir stálu stigi á lokasprettinum með 22-22 jafntefli.

„Víkingur er einu undir en ef þeir skora eru Haukar deildarmeistarar. Við biðjum öll fyrir því,“ sagði vallarþulurinn á Ásvöllum er leikmenn og stuðningsmenn biðu eftir lokatölum frá Hlíðarenda.

Mikill fögnuðu braust svo út þegar ljóst var að Víkingar náðu jafntefli en Haukarnir verða því með heimavallarrétt út úrslitakeppnina.

Myndband af biðinni og fögnuðinum má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×