Handbolti

FH komst upp fyrir Fram með sigri í Safamýri | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gísli Kristjánsson hefur farið mikinn að undanförnu en hann skoraði tvö mörk í kvöld.
Gísli Kristjánsson hefur farið mikinn að undanförnu en hann skoraði tvö mörk í kvöld. vísir/ernir
FH vann góðan sigur á Fram, 29-23, í 24. umferð Olís-deildar karla í handbolta og komst með sigrinum upp fyrir Fram á töflunni.

FH-ingar hafa verið á góðum skriði að undanförnu og unnið fjóra af síðustu sex leikjum sínum, en það gerði jafntefli við Hauka í síðustu umferð.

Gestirnir úr Hafnarfirði voru sjö mörkum yfir í hálfleik í kvöld, 17-10, og lögðu þar grunninn að sigrinum.

Ágúst Birgisson og Halldór Ingi Jónasson skoruðu báðir fimm mörk fyrir FH en Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur Framara með sex mörk.

FH hoppaði upp um tvö sæti með sigrinum í kvöld úr því sjöunda í fimmta þar sem Grótta tapaði fyrir Haukum. FH er með 23 stig en Fram er í sjöunda sætinu með 21 stig.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Safamýri í kvöld og tók myndirnar sem fylgja fréttinni.

vísir/ernir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×