Bankaráðið grípi til „viðeigandi ráðstafana“ til að endurheimta traust Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. mars 2016 18:45 Bankasýsla ríkisins telur rökstuðning Landsbankans fyrir sölunni á Borgun ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetið þrýsting frá Samkeppniseftirlitinu að selja hlutinn og að verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Bankasýslan vill að bankaráð Landsbankans grípi til viðeigandi ráðstafana til að endurheimta traust á bankanum. Lárus Blöndal formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins og Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar voru gestir á fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun til að fjalla um sölu á bréfum Lansbankans í Borgun hf. Á föstudag sendi stofnunin bankaráði Landsbankans bréf þar sem hún rekur afstöðu sína til svarbréfs bankans frá 11. febrúar. Það er niðurstaða Bankasýslunnar að Landsbankinn hafi ekki gefið góðar skýringar á því hvers vegna önnur leið var farin við sölu á bréfum í Borgun hf. en þegar bréf bankans í Valitor voru seld. „Þarna er um að ræða sölur á sambærilegum fyrirtækjum algjörlega samhliða í tíma. Okkur finnst við ekki hafa fengið nægilega góðar skýringar á því hvers vegna ekki var settur sambærilegur fyrirvari inn í samninginn um Borgun líkt og gert var í tilviki Valitors,“ segir Lárus Blöndal. Það er niðurstaða Bankasýslunnar að Landsbankinn hafi ofmetið söluþrýsting frá Samkeppniseftirlitinu og dregið rangar ályktanir af samskiptum við eftirlitið í aðdraganda sölu á 31,2 prósent hlut sínum í Borgun hf. Í bréfi Bankasýslunnar segir að fagleg ásýnd Landsbankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki og að bankaráð Landsbankans verði að grípa til viðeigandi ráðstafana til að endurheimta það traust og þann trúverðugleika sem þessi sölumeðferð á hlutum í Borgun hafi kostað bankann.Hvaða ráðstafanir væru til þess fallnar að ná slíku markmiði? „Núna leggjum við þetta í hendurnar á þeim sem stýra bankanum og væntum þess að fá svör frá þeim fyrir þessi tímamörk, fyrir næstu mánaðamót. Við bíðum með að tjá okkar skoðanir þangað til við höfum fengið að sjá hvað bankaráðið leggur til,“ segir Lárus. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans.Lárus segir að það væri ekki við hæfi að Bankasýsla ríkisins kæmi með uppskrift að lausnum um hvernig ætti að endurheimta traust. Eftir stendur að Bankasýslan telur að Landsbankinn hafi gert mörg mistök í málinu og dregin saman eru þau eftirfarandi: Landsbankinn þurfti að rökstyðja frávik frá meginreglunni um opið söluferli.Rökstuðningur bankans fyrir frávikinu er ófullnægjandi.Stjórnendur Landsbankans drógu rangar ályktanir af samskiptum sínum við Samkeppniseftirlitið.Verklag við samningsgerð við sölu bréfanna í Borgun hf. var ábótavant.Engin haldbær rök hafa komið fram fyrir að setja eingöngu fyrirvara um valrétt við sölu á Valitor en ekki Borgun. Svör bankans við gagnrýni hafa ekki verið sannfærandi.Bankinn þarf að leita réttar síns hafi hann fengið rangar upplýsingar.Fagleg ásýnd og traust til bankans og stjórnenda hans hefur beðið hnekki.Bankaráð Landsbankans þarf að grípa til viðeigandi ráðstafana til að endurheimta traust. Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis.„Nú er boltinn hjá bankaráðinu. Það kemur fram í bréfi Bankasýslunnar að röksemdir Landsbankans fyrir sölunni séu ófullnægjandi. Það eru stór orð. Ég ætla ekki að leggja til við bankaráðið hvað það á að gera en eðli málsins samkvæmt verða menn að bregðast við til að endurheimta traust,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar. Tengdar fréttir Bankasýslan snuprar stjórnendur Landsbankans Bankasýslan telur að fagleg ásýnd Landsbankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki. 14. mars 2016 10:04 Telja óeðlilegt að stjórnendur hafi verið í hópi einu fjárfestanna í Borgun Bankasýsla ríkisins telur að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. 14. mars 2016 10:33 Boltinn er hjá bankaráðinu Bankasýsla Ríkisins segir að Landsbankinn hafi ekki geta rökstutt sölu á hlut sínum í Borgun með fullnægjandi hætti og margt við samningaferlið sé ámælisvert. Bankasýslan segir að ásýnd bankans hafi beðið hnekki og fer fram á að bankaráð Landsbankans bregðist við þessu ekki síður en fyrir næstu mánaðarmót. Varaformaður fjárlaganefndar segir þetta undirstrika mikilvægi þess að sölur á slíkum eignum fari fram í opnu ferli. 14. mars 2016 14:10 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Sjá meira
Bankasýsla ríkisins telur rökstuðning Landsbankans fyrir sölunni á Borgun ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetið þrýsting frá Samkeppniseftirlitinu að selja hlutinn og að verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Bankasýslan vill að bankaráð Landsbankans grípi til viðeigandi ráðstafana til að endurheimta traust á bankanum. Lárus Blöndal formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins og Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar voru gestir á fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun til að fjalla um sölu á bréfum Lansbankans í Borgun hf. Á föstudag sendi stofnunin bankaráði Landsbankans bréf þar sem hún rekur afstöðu sína til svarbréfs bankans frá 11. febrúar. Það er niðurstaða Bankasýslunnar að Landsbankinn hafi ekki gefið góðar skýringar á því hvers vegna önnur leið var farin við sölu á bréfum í Borgun hf. en þegar bréf bankans í Valitor voru seld. „Þarna er um að ræða sölur á sambærilegum fyrirtækjum algjörlega samhliða í tíma. Okkur finnst við ekki hafa fengið nægilega góðar skýringar á því hvers vegna ekki var settur sambærilegur fyrirvari inn í samninginn um Borgun líkt og gert var í tilviki Valitors,“ segir Lárus Blöndal. Það er niðurstaða Bankasýslunnar að Landsbankinn hafi ofmetið söluþrýsting frá Samkeppniseftirlitinu og dregið rangar ályktanir af samskiptum við eftirlitið í aðdraganda sölu á 31,2 prósent hlut sínum í Borgun hf. Í bréfi Bankasýslunnar segir að fagleg ásýnd Landsbankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki og að bankaráð Landsbankans verði að grípa til viðeigandi ráðstafana til að endurheimta það traust og þann trúverðugleika sem þessi sölumeðferð á hlutum í Borgun hafi kostað bankann.Hvaða ráðstafanir væru til þess fallnar að ná slíku markmiði? „Núna leggjum við þetta í hendurnar á þeim sem stýra bankanum og væntum þess að fá svör frá þeim fyrir þessi tímamörk, fyrir næstu mánaðamót. Við bíðum með að tjá okkar skoðanir þangað til við höfum fengið að sjá hvað bankaráðið leggur til,“ segir Lárus. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans.Lárus segir að það væri ekki við hæfi að Bankasýsla ríkisins kæmi með uppskrift að lausnum um hvernig ætti að endurheimta traust. Eftir stendur að Bankasýslan telur að Landsbankinn hafi gert mörg mistök í málinu og dregin saman eru þau eftirfarandi: Landsbankinn þurfti að rökstyðja frávik frá meginreglunni um opið söluferli.Rökstuðningur bankans fyrir frávikinu er ófullnægjandi.Stjórnendur Landsbankans drógu rangar ályktanir af samskiptum sínum við Samkeppniseftirlitið.Verklag við samningsgerð við sölu bréfanna í Borgun hf. var ábótavant.Engin haldbær rök hafa komið fram fyrir að setja eingöngu fyrirvara um valrétt við sölu á Valitor en ekki Borgun. Svör bankans við gagnrýni hafa ekki verið sannfærandi.Bankinn þarf að leita réttar síns hafi hann fengið rangar upplýsingar.Fagleg ásýnd og traust til bankans og stjórnenda hans hefur beðið hnekki.Bankaráð Landsbankans þarf að grípa til viðeigandi ráðstafana til að endurheimta traust. Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis.„Nú er boltinn hjá bankaráðinu. Það kemur fram í bréfi Bankasýslunnar að röksemdir Landsbankans fyrir sölunni séu ófullnægjandi. Það eru stór orð. Ég ætla ekki að leggja til við bankaráðið hvað það á að gera en eðli málsins samkvæmt verða menn að bregðast við til að endurheimta traust,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar.
Tengdar fréttir Bankasýslan snuprar stjórnendur Landsbankans Bankasýslan telur að fagleg ásýnd Landsbankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki. 14. mars 2016 10:04 Telja óeðlilegt að stjórnendur hafi verið í hópi einu fjárfestanna í Borgun Bankasýsla ríkisins telur að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. 14. mars 2016 10:33 Boltinn er hjá bankaráðinu Bankasýsla Ríkisins segir að Landsbankinn hafi ekki geta rökstutt sölu á hlut sínum í Borgun með fullnægjandi hætti og margt við samningaferlið sé ámælisvert. Bankasýslan segir að ásýnd bankans hafi beðið hnekki og fer fram á að bankaráð Landsbankans bregðist við þessu ekki síður en fyrir næstu mánaðarmót. Varaformaður fjárlaganefndar segir þetta undirstrika mikilvægi þess að sölur á slíkum eignum fari fram í opnu ferli. 14. mars 2016 14:10 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Sjá meira
Bankasýslan snuprar stjórnendur Landsbankans Bankasýslan telur að fagleg ásýnd Landsbankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki. 14. mars 2016 10:04
Telja óeðlilegt að stjórnendur hafi verið í hópi einu fjárfestanna í Borgun Bankasýsla ríkisins telur að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. 14. mars 2016 10:33
Boltinn er hjá bankaráðinu Bankasýsla Ríkisins segir að Landsbankinn hafi ekki geta rökstutt sölu á hlut sínum í Borgun með fullnægjandi hætti og margt við samningaferlið sé ámælisvert. Bankasýslan segir að ásýnd bankans hafi beðið hnekki og fer fram á að bankaráð Landsbankans bregðist við þessu ekki síður en fyrir næstu mánaðarmót. Varaformaður fjárlaganefndar segir þetta undirstrika mikilvægi þess að sölur á slíkum eignum fari fram í opnu ferli. 14. mars 2016 14:10