Innlent

Enn hættuástand á Patreksfirði

Frá Patreksfirði í gær.
Frá Patreksfirði í gær. Helga Gísladóttir
Hættuástand er enn á Patreksfirði og rýming enn í gildi, en þar var tuttugu og eitt hús rýmt í gærkvöldi vegna hættu á krapaflóðum úr hlíðunum fyrir ofan. Ekki hefur þó frést af slíku í nótt, en aðstæður verða kannaðar nánar í birtingu. Annars ríkir óvissustig á öllum sunnanverðum Vestfjörðum, en tíu metra breið aur- og krapaskriða féll úr hlíðinni fyrir ofan Bíldudal og hafnaði hluti hennar á íbúðarhúsi. Skriðan féll alveg niður í sjó.

Bæjarfélagið keypti umrætt hús fyrir nokkru, þar sem það var ekki varið af varnargarði fyrir ofan bæinn. Leysingavatn rannn sumstaðar yfir vegi, eins og í gufudalssveit fyrir vestan og í Hrafnagili í Eyjafirði, en ekki er vitað til að ár hafi flætt yfir bakka sína og valdlið tjóni. Þak fauk af fjárhúsi í Bolungarvík, en kindurnar sem þar voru, sakaði ekki.

Tveir bátar losnuðu frá bryggjum á Ísafirði, en björgunarsveitarmönnum tókst að koma böndum á þá og draga að bryggju aftur. Fjöldi björgunarsveitarmanna var að störfum frmam á nótt, einkum á norð- vestanverðu landinu og sintu þeir fjölda útkalla, en hvergi virðist hafa orðið stór tjón og engin hlaut skaða af, eftir því sem fréttastofunni er kunnugt um. Þótt heldulr sé farið að draga úr mesta veðurofsanum víðast hvar, er víða stórmur eða jafnvel rok, en vindinn á að lægja eftir því sem líður á daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×