Bjarni Benediktsson nýtur mests trausts Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. mars 2016 07:00 „Bjarni er náttúrlega formaður stærri flokksins í stjórnarsamstarfinu, þannig að það þarf kannski ekkert að koma á óvart að hann skori hærra enaðrir,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, um nýja könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Nýja könnunin sýnir að flestir þeirra sem afstöðu taka segjast bera mest traust til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Tæplega helmingi fleiri bera traust til hans en til Ólafar Nordal innanríkisráðherra. Þriðji í röðinni er svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.Grétar Þór EyþórssonÞað sem vekur þó kannski helst eftirtekt er hversu fáir svarendur, eða einungis þriðjungur, eru reiðubúnir til þess að nefna þann ráðherra sem viðkomandi ber mest traust til. Hins vegar segjast 48 prósent vera óákveðnir í afstöðu sinni og nítján prósent neita að svara. 13?prósent treysta Bjarna best, sjö prósent treysta Ólöfu Nordal best og sex prósent treysta Sigmundi Davíð best. Þegar skoðuð eru svör þeirra sem afstöðu taka segjast 40 prósent treysta Bjarna Benediktssyni best, 21 prósent segist treysta Ólöfu Nordal best og 17 prósent segjast treysta Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni best. Grétar Þór segir að munurinn á Bjarna og Sigmundi Davíð í svona traustskönnun þurfi ekki að koma á óvart. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er náttúrlega bara umdeildari maður og þó við horfum ekki lengra en viku eða hálfan mánuð aftur í tímann, þá er hann búinn að vera í frekar umdeildum málum,“ segir Grétar Þór og nefnir þar borgarmál og málefni sem snerta staðsetningu Landspítalans. „Það kann að hafa áhrif á viðhorf fólks til hans og það kannski skýrir þann mikla mun sem er á milli þeirra.“ Grétar Þór bendir líka á að flokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, séu á gerólíkum stað í fylgiskönnunum.Hringt var í 1.082 þar til náðist í 794 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 8. og 9. mars. Svarhlutfallið var 73,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða ráðherra berðu mest traust til? Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður svo fjallað um hvaða ráðherra nýtur minnsts trausts. Fleiri svarendur tóku afstöðu til þeirrar spurningar. Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
„Bjarni er náttúrlega formaður stærri flokksins í stjórnarsamstarfinu, þannig að það þarf kannski ekkert að koma á óvart að hann skori hærra enaðrir,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, um nýja könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Nýja könnunin sýnir að flestir þeirra sem afstöðu taka segjast bera mest traust til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Tæplega helmingi fleiri bera traust til hans en til Ólafar Nordal innanríkisráðherra. Þriðji í röðinni er svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.Grétar Þór EyþórssonÞað sem vekur þó kannski helst eftirtekt er hversu fáir svarendur, eða einungis þriðjungur, eru reiðubúnir til þess að nefna þann ráðherra sem viðkomandi ber mest traust til. Hins vegar segjast 48 prósent vera óákveðnir í afstöðu sinni og nítján prósent neita að svara. 13?prósent treysta Bjarna best, sjö prósent treysta Ólöfu Nordal best og sex prósent treysta Sigmundi Davíð best. Þegar skoðuð eru svör þeirra sem afstöðu taka segjast 40 prósent treysta Bjarna Benediktssyni best, 21 prósent segist treysta Ólöfu Nordal best og 17 prósent segjast treysta Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni best. Grétar Þór segir að munurinn á Bjarna og Sigmundi Davíð í svona traustskönnun þurfi ekki að koma á óvart. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er náttúrlega bara umdeildari maður og þó við horfum ekki lengra en viku eða hálfan mánuð aftur í tímann, þá er hann búinn að vera í frekar umdeildum málum,“ segir Grétar Þór og nefnir þar borgarmál og málefni sem snerta staðsetningu Landspítalans. „Það kann að hafa áhrif á viðhorf fólks til hans og það kannski skýrir þann mikla mun sem er á milli þeirra.“ Grétar Þór bendir líka á að flokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, séu á gerólíkum stað í fylgiskönnunum.Hringt var í 1.082 þar til náðist í 794 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 8. og 9. mars. Svarhlutfallið var 73,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða ráðherra berðu mest traust til? Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður svo fjallað um hvaða ráðherra nýtur minnsts trausts. Fleiri svarendur tóku afstöðu til þeirrar spurningar.
Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira