Einelti algengt meðal sjómanna Svavar Hávarðsson skrifar 14. mars 2016 07:00 Depurð, kvíði og svefnleysi var staðfest í svörum sjómannanna. fréttablaðið/hari Einelti um borð í íslenskum fiskiskipum virðist miklu algengara en gengur og gerist hjá öðrum starfsstéttum. Ríflega þriðjungur sjómanna, eða 38,9%, sem tóku þátt í nýlegri rannsókn sögðust hafa orðið fyrir eða upplifað einelti eða áreitni um borð á síðastliðnum sex mánuðum áður en rannsóknin var gerð. Þetta er meðal niðurstaðna Salóme Rutar Harðardóttur, íþrótta- og heilsufræðings, í meistaraverkefni hennar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem fjallar um lífsánægju og starfsumhverfi sjómanna. Salóme, sem starfar sem íþróttakennari og forvarnarfulltrúi Verkmenntaskóla Austurlands, segir niðurstöðurnar gefa vísbendingar sem verði að taka alvarlega, en 132 sjómenn víða af landinu á aldrinum 21-70 ára tóku þátt í rannsókninni – þar af tvær konur. Þá kom einnig í ljós að lífsánægja og heilsa þeirra sjómanna sem höfðu upplifað eða orðið fyrir eineltinu var marktækt minni en þeirra sem höfðu það ekki.Salóme Rut HarðardóttirSalóme setur þessar tölur í samhengi við aðrar rannsóknir um efnið – innlendar sem erlendar. Er þetta hlutfall með því hæsta sem hún hefur séð. Sé hlutfallið yfirfært á alla sjómenn á Íslandi, eða þá 4.100 sem störfuðu á sjó á árunum 2013 til 2014, má áætla að tæplega 1.600 þeirra hafi orðið fyrir eða upplifað einelti eða áreitni á vinnustað sínum. Til samanburðar segir Salóme að nákvæmlega sömu spurningar voru lagðar fyrir starfsmenn stórs verslunarfyrirtækis hér á landi, þar sem rúmlega 200 manns svöruðu, og þar voru tölurnar sláandi mikið lægri – eða 4,4% samanborið við 38,9% hjá sjómönnunum. Salóme segir að niðurstöðurnar er varða einelti um borð í skipunum hafi komið henni á óvart, og eftir á að hyggja hefði hún viljað að rannsóknin tæki á þessum þætti með nákvæmari hætti. Hins vegar var nákvæmlega útlistað í rannsókninni til hvers væri verið að vísa til þegar spurt var um einelti. Þess vegna gefi niðurstöðurnar mikilvægar upplýsingar um þætti í starfsumhverfi sjómanna sem hafa neikvæð áhrif á andlega heilsu þeirra og líðan. Salóme bendir á að það sé vitað mál að afleiðingar eineltis geti verið mjög alvarlegar. Það ætti að vera forgangsmál sjávarútvegsfyrirtækja, eins og annarra fyrirtækja, að taka rétt á einelti og sporna gegn því. „Einelti getur haft áhrif á öryggi á vinnustöðum og valdið samskiptaörðugleikum milli starfsmanna þegar hættuástand skapast, sem óvíða eru verri fréttir en um borð í skipi,“ segir Salóme.Finna fyrir stöðugu andlegu álagi - Einelti á vinnustað hefur verið skilgreint sem áreitni, móðgun, útilokun, særandi sérmeðferð eða neikvæð áhrif á vinnu annarra starfsmanna. - Einelti er ákveðið ferli sem stigmagnast og veldur mjög mikilli andlegri vanlíðan þolandans þar sem honum finnst hann ekki geta varið sig fyrir stanslausu neikvæðu athæfi gerandans. Þetta neikvæða athæfi á sér þá stað oft og reglulega og yfir langt tímabil. Ekki er um einelti að ræða ef jafnokar eigast við eða ef um einstakan atburð er að ræða. - Rannsóknir sýna að margir sjómenn finna fyrir stöðugu andlegu álagi við vinnu sína; vegna veðurfars, hávaða, mikilla vinnukrafna, vaktavinnu og langrar fjarveru frá fjölskyldu og vinum sem getur reynt verulega á andlega heilsu þeirra.heimild: Salóme Rut Harðardóttir, Lífsánægja og starfsumhverfi sjómanna, Háskóli Íslands 2015 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira
Einelti um borð í íslenskum fiskiskipum virðist miklu algengara en gengur og gerist hjá öðrum starfsstéttum. Ríflega þriðjungur sjómanna, eða 38,9%, sem tóku þátt í nýlegri rannsókn sögðust hafa orðið fyrir eða upplifað einelti eða áreitni um borð á síðastliðnum sex mánuðum áður en rannsóknin var gerð. Þetta er meðal niðurstaðna Salóme Rutar Harðardóttur, íþrótta- og heilsufræðings, í meistaraverkefni hennar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem fjallar um lífsánægju og starfsumhverfi sjómanna. Salóme, sem starfar sem íþróttakennari og forvarnarfulltrúi Verkmenntaskóla Austurlands, segir niðurstöðurnar gefa vísbendingar sem verði að taka alvarlega, en 132 sjómenn víða af landinu á aldrinum 21-70 ára tóku þátt í rannsókninni – þar af tvær konur. Þá kom einnig í ljós að lífsánægja og heilsa þeirra sjómanna sem höfðu upplifað eða orðið fyrir eineltinu var marktækt minni en þeirra sem höfðu það ekki.Salóme Rut HarðardóttirSalóme setur þessar tölur í samhengi við aðrar rannsóknir um efnið – innlendar sem erlendar. Er þetta hlutfall með því hæsta sem hún hefur séð. Sé hlutfallið yfirfært á alla sjómenn á Íslandi, eða þá 4.100 sem störfuðu á sjó á árunum 2013 til 2014, má áætla að tæplega 1.600 þeirra hafi orðið fyrir eða upplifað einelti eða áreitni á vinnustað sínum. Til samanburðar segir Salóme að nákvæmlega sömu spurningar voru lagðar fyrir starfsmenn stórs verslunarfyrirtækis hér á landi, þar sem rúmlega 200 manns svöruðu, og þar voru tölurnar sláandi mikið lægri – eða 4,4% samanborið við 38,9% hjá sjómönnunum. Salóme segir að niðurstöðurnar er varða einelti um borð í skipunum hafi komið henni á óvart, og eftir á að hyggja hefði hún viljað að rannsóknin tæki á þessum þætti með nákvæmari hætti. Hins vegar var nákvæmlega útlistað í rannsókninni til hvers væri verið að vísa til þegar spurt var um einelti. Þess vegna gefi niðurstöðurnar mikilvægar upplýsingar um þætti í starfsumhverfi sjómanna sem hafa neikvæð áhrif á andlega heilsu þeirra og líðan. Salóme bendir á að það sé vitað mál að afleiðingar eineltis geti verið mjög alvarlegar. Það ætti að vera forgangsmál sjávarútvegsfyrirtækja, eins og annarra fyrirtækja, að taka rétt á einelti og sporna gegn því. „Einelti getur haft áhrif á öryggi á vinnustöðum og valdið samskiptaörðugleikum milli starfsmanna þegar hættuástand skapast, sem óvíða eru verri fréttir en um borð í skipi,“ segir Salóme.Finna fyrir stöðugu andlegu álagi - Einelti á vinnustað hefur verið skilgreint sem áreitni, móðgun, útilokun, særandi sérmeðferð eða neikvæð áhrif á vinnu annarra starfsmanna. - Einelti er ákveðið ferli sem stigmagnast og veldur mjög mikilli andlegri vanlíðan þolandans þar sem honum finnst hann ekki geta varið sig fyrir stanslausu neikvæðu athæfi gerandans. Þetta neikvæða athæfi á sér þá stað oft og reglulega og yfir langt tímabil. Ekki er um einelti að ræða ef jafnokar eigast við eða ef um einstakan atburð er að ræða. - Rannsóknir sýna að margir sjómenn finna fyrir stöðugu andlegu álagi við vinnu sína; vegna veðurfars, hávaða, mikilla vinnukrafna, vaktavinnu og langrar fjarveru frá fjölskyldu og vinum sem getur reynt verulega á andlega heilsu þeirra.heimild: Salóme Rut Harðardóttir, Lífsánægja og starfsumhverfi sjómanna, Háskóli Íslands 2015
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira