Biskup um kirkjuheimsóknir barna: „Í hæsta máta undarlegt ef kirkjan myndi ekki sinna fræðsluhlutverki sínu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. desember 2016 13:44 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. vísir/anton brink Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, var tíðrætt um kirkjuheimsóknir skólabarna í jólapredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. Hún sagði að skírninni og kennslunni sé ekki þvingað upp á fólk. „Menningararfur okkar Íslendinga byggist meðal annars á kristinni trú. Það er því í hæsta máta undarlegt ef sá arfur væri útilokaður frá næstu kynslóðum. Í ljósi orða Jesús, þar sem hann sendi lærisveinana út í heiminn til að skýra og kenna, væri það líka í hæsta máta undarlegt ef kirkjan myndi ekki sinna fræðsluhlutverki sínu,“ sagði Agnes í predikun sinni. Nokkuð hefur verið rætt um kirkjuheimsóknir skólabarna að undanförnu, en Píratar fyrst og fremst vilja ekki að börn fari í kirkju á skólatíma og segja það trúboð. Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hafa deilt mjög um málið síðustu vikur. „Skoðun felur í sér vald þegar hún er farin að stýra því sem gert er eða sagt. Það er enginn Ágústus hér á landi árið 2016 sem segir fólki hvað það á að gera heldur ríkir hér tjáningarfrelsi. Leyfi til að hafa ýmsar skoðanir og láta þær í ljós,“ sagði Agnes og vísaði í kjölfarið í stjórnarskrána. „Það er meira að segja stjórnarskrárvarið frelsi því í 73. grein stjórnarskrárinnar segir: Allir menn eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi.“ Tengdar fréttir Snörp orðaskipti í Bítinu um kirkjuheimsóknir barna: „Helgi er ekki nógu gamall, hann á eftir að fatta þetta“ Helgi Hrafn vill meina að um hreint og klárt trúboð sé að ræða en Ásmundur er ekki á sama máli. 12. desember 2016 14:30 Helgi Hrafn svarar Ásmundi: „Þetta snýst um trúboð og ekkert annað“ „Hvers vegna telur kristnin sig, ein allra trúarbragða á Íslandi, þurfa að blanda sér í lögbundna skólaskyldu til að breiða út sína trú?“ spyr Helgi Hrafn Gunnarsson. 9. desember 2016 12:47 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, var tíðrætt um kirkjuheimsóknir skólabarna í jólapredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. Hún sagði að skírninni og kennslunni sé ekki þvingað upp á fólk. „Menningararfur okkar Íslendinga byggist meðal annars á kristinni trú. Það er því í hæsta máta undarlegt ef sá arfur væri útilokaður frá næstu kynslóðum. Í ljósi orða Jesús, þar sem hann sendi lærisveinana út í heiminn til að skýra og kenna, væri það líka í hæsta máta undarlegt ef kirkjan myndi ekki sinna fræðsluhlutverki sínu,“ sagði Agnes í predikun sinni. Nokkuð hefur verið rætt um kirkjuheimsóknir skólabarna að undanförnu, en Píratar fyrst og fremst vilja ekki að börn fari í kirkju á skólatíma og segja það trúboð. Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hafa deilt mjög um málið síðustu vikur. „Skoðun felur í sér vald þegar hún er farin að stýra því sem gert er eða sagt. Það er enginn Ágústus hér á landi árið 2016 sem segir fólki hvað það á að gera heldur ríkir hér tjáningarfrelsi. Leyfi til að hafa ýmsar skoðanir og láta þær í ljós,“ sagði Agnes og vísaði í kjölfarið í stjórnarskrána. „Það er meira að segja stjórnarskrárvarið frelsi því í 73. grein stjórnarskrárinnar segir: Allir menn eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi.“
Tengdar fréttir Snörp orðaskipti í Bítinu um kirkjuheimsóknir barna: „Helgi er ekki nógu gamall, hann á eftir að fatta þetta“ Helgi Hrafn vill meina að um hreint og klárt trúboð sé að ræða en Ásmundur er ekki á sama máli. 12. desember 2016 14:30 Helgi Hrafn svarar Ásmundi: „Þetta snýst um trúboð og ekkert annað“ „Hvers vegna telur kristnin sig, ein allra trúarbragða á Íslandi, þurfa að blanda sér í lögbundna skólaskyldu til að breiða út sína trú?“ spyr Helgi Hrafn Gunnarsson. 9. desember 2016 12:47 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Snörp orðaskipti í Bítinu um kirkjuheimsóknir barna: „Helgi er ekki nógu gamall, hann á eftir að fatta þetta“ Helgi Hrafn vill meina að um hreint og klárt trúboð sé að ræða en Ásmundur er ekki á sama máli. 12. desember 2016 14:30
Helgi Hrafn svarar Ásmundi: „Þetta snýst um trúboð og ekkert annað“ „Hvers vegna telur kristnin sig, ein allra trúarbragða á Íslandi, þurfa að blanda sér í lögbundna skólaskyldu til að breiða út sína trú?“ spyr Helgi Hrafn Gunnarsson. 9. desember 2016 12:47