Hjónin eru að öllum líkindum búsett í Bandaríkjunum en komu til Íslands í jólafrí. Þau ætla að sækja peningana til lögreglunnar á morgun. Hinn fundvísi og strangheiðarlegi maður sem fann umslagið og kom því til starfsmanna við öryggisgæslu í flugstöðinni í gær er hins vegar ófundinn. Óhætt er að segja að sá sé með hinn sanna jólaanda að vopni.
„Sá strangheiðarlegi borgari sem fann seðlana og kom þeim hingað er svo sannarlega maður dagsins í dag,“ segir í Facebook-færslu Lögreglunnar á Suðurnesjum.
Hafi einhver upplýsingar um hver hinn fundvísi og heiðarlegi maður vill ritstjórn Vísis endilega ná af honum tali. Senda má ábendingar á ritstjorn@visir.is.