Segir markaðshorfur mjög góðar fyrir sólarkísil í Kína Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2016 20:30 Markaðshorfur fyrir sólarkísilframleiðslu á Grundartanga eru mjög góðar, segir forstjóri Silicor Materials, sem vonast til að ljúka fjármögnun slíkrar verksmiðju í sumar. Ráðamenn Silicor stefna að því að geta hafið framkvæmdir í haust við sólarkísilverksmiðju á Grundartanga en fram hefur komið í fréttum að fyrirtækið á eftir að tryggja sér um helming þeirra 80 megavatta raforku sem verksmiðjan þarf. Henni er ætlað að hreinvinna kísil til nota í sólarflögur og er ætlunin að selja megnið af framleiðslunni til Kína. Efnahagssamdráttur í Kína veldur forstjóra Silicor þó ekki áhyggjum. „Sú grein sem sagt er að muni halda áfram að vaxa er sólarkísill. Allt bendir til að ekki verði neinn samdráttur í þessari grein þar og notendahópur okkar er að mestu þar,“ segir Terry Jester, forstjóri Silicor, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Spár geri ráð fyrir að markaður fyrir sólarkísil haldi áfram að vaxa, bæði í Kína sem og annarsstaðar í heiminum. „Þrátt fyrir samdrátt í stáli og öðrum rekstri sem byggist á hrávöru eru menn enn mjög bjartsýnir á sólarkísilinn.“Lóð Silicor á Grundartanga er afmörkuð með gulum lit.Mynd/Silicor Materials.Þá segir Terry Jester að fjármögnun sé á lokastigi. „Við erum að ganga frá stórum hluta fjármögnunarinnar, við erum að vinna í hlutafénu, nokkrir stórir fjárfestar munu skrifa undir lánsloforð á næstu vikum. Um það leyti munum við vinna að því að ganga frá bankaláni frá Þýskalandi.“ Handan fjarðar í Hvalfirði eru margir hins vegar búnir að fá nóg af verksmiðjum, og þótt Silicor sé lýst sem grænni stóriðju sem mengi ekkert, og framleiði efni til að vinna orku úr sólinni, rísa menn samt upp og mótmæla. „Í fyrsta lagi trúi ég á rétt fólks til að gera það. Lönd okkar beggja byggja á rétti fólks til að tjá skoðanir sínar. Þessari verksmiðju fylgir enginn úrgangur, hún er umhverfisvæn, kolefnishlutlaus, þetta er svo gott verkefni, og ég held að þegar fólk skilur hvað við erum að gera þarna, - þá verður kannski enn einhver andstaða, - en ég held að fólk verði hissa á hve gott verkefni þetta er,“ segir Terry Jester. Tengdar fréttir Orkuskortur á suðvestur horninu hamlar vexti atvinnulífs Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. 2. júlí 2015 11:53 Gengur illa að tryggja sér raforku Talsmaður Silicor Materials segir bakslag hafa orðið í viðræðum við Landsvirkjun um kaup á þeirri litlu orku sem sólarkísilverksmiðja fyrirtækisins þarf til að hefja starfsemi. Áhugi á verkefninu hjá nágrannaþjóðum. Þar sé mikill áhugi á umhverfisvænum tækniiðnaði. 3. mars 2016 07:00 Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu. 6. maí 2015 22:30 Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat "Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. 7. ágúst 2015 13:30 Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45 Orka náttúrunnar og Silicor Materials semja um hærra raforkuverð Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári. 17. september 2015 15:36 Faxaflóahafnir semja við Silicor Hefja framkvæmdir í haust. 23. apríl 2015 13:00 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Markaðshorfur fyrir sólarkísilframleiðslu á Grundartanga eru mjög góðar, segir forstjóri Silicor Materials, sem vonast til að ljúka fjármögnun slíkrar verksmiðju í sumar. Ráðamenn Silicor stefna að því að geta hafið framkvæmdir í haust við sólarkísilverksmiðju á Grundartanga en fram hefur komið í fréttum að fyrirtækið á eftir að tryggja sér um helming þeirra 80 megavatta raforku sem verksmiðjan þarf. Henni er ætlað að hreinvinna kísil til nota í sólarflögur og er ætlunin að selja megnið af framleiðslunni til Kína. Efnahagssamdráttur í Kína veldur forstjóra Silicor þó ekki áhyggjum. „Sú grein sem sagt er að muni halda áfram að vaxa er sólarkísill. Allt bendir til að ekki verði neinn samdráttur í þessari grein þar og notendahópur okkar er að mestu þar,“ segir Terry Jester, forstjóri Silicor, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Spár geri ráð fyrir að markaður fyrir sólarkísil haldi áfram að vaxa, bæði í Kína sem og annarsstaðar í heiminum. „Þrátt fyrir samdrátt í stáli og öðrum rekstri sem byggist á hrávöru eru menn enn mjög bjartsýnir á sólarkísilinn.“Lóð Silicor á Grundartanga er afmörkuð með gulum lit.Mynd/Silicor Materials.Þá segir Terry Jester að fjármögnun sé á lokastigi. „Við erum að ganga frá stórum hluta fjármögnunarinnar, við erum að vinna í hlutafénu, nokkrir stórir fjárfestar munu skrifa undir lánsloforð á næstu vikum. Um það leyti munum við vinna að því að ganga frá bankaláni frá Þýskalandi.“ Handan fjarðar í Hvalfirði eru margir hins vegar búnir að fá nóg af verksmiðjum, og þótt Silicor sé lýst sem grænni stóriðju sem mengi ekkert, og framleiði efni til að vinna orku úr sólinni, rísa menn samt upp og mótmæla. „Í fyrsta lagi trúi ég á rétt fólks til að gera það. Lönd okkar beggja byggja á rétti fólks til að tjá skoðanir sínar. Þessari verksmiðju fylgir enginn úrgangur, hún er umhverfisvæn, kolefnishlutlaus, þetta er svo gott verkefni, og ég held að þegar fólk skilur hvað við erum að gera þarna, - þá verður kannski enn einhver andstaða, - en ég held að fólk verði hissa á hve gott verkefni þetta er,“ segir Terry Jester.
Tengdar fréttir Orkuskortur á suðvestur horninu hamlar vexti atvinnulífs Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. 2. júlí 2015 11:53 Gengur illa að tryggja sér raforku Talsmaður Silicor Materials segir bakslag hafa orðið í viðræðum við Landsvirkjun um kaup á þeirri litlu orku sem sólarkísilverksmiðja fyrirtækisins þarf til að hefja starfsemi. Áhugi á verkefninu hjá nágrannaþjóðum. Þar sé mikill áhugi á umhverfisvænum tækniiðnaði. 3. mars 2016 07:00 Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu. 6. maí 2015 22:30 Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat "Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. 7. ágúst 2015 13:30 Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45 Orka náttúrunnar og Silicor Materials semja um hærra raforkuverð Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári. 17. september 2015 15:36 Faxaflóahafnir semja við Silicor Hefja framkvæmdir í haust. 23. apríl 2015 13:00 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Orkuskortur á suðvestur horninu hamlar vexti atvinnulífs Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. 2. júlí 2015 11:53
Gengur illa að tryggja sér raforku Talsmaður Silicor Materials segir bakslag hafa orðið í viðræðum við Landsvirkjun um kaup á þeirri litlu orku sem sólarkísilverksmiðja fyrirtækisins þarf til að hefja starfsemi. Áhugi á verkefninu hjá nágrannaþjóðum. Þar sé mikill áhugi á umhverfisvænum tækniiðnaði. 3. mars 2016 07:00
Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu. 6. maí 2015 22:30
Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat "Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. 7. ágúst 2015 13:30
Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45
Orka náttúrunnar og Silicor Materials semja um hærra raforkuverð Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári. 17. september 2015 15:36