Segir markaðshorfur mjög góðar fyrir sólarkísil í Kína Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2016 20:30 Markaðshorfur fyrir sólarkísilframleiðslu á Grundartanga eru mjög góðar, segir forstjóri Silicor Materials, sem vonast til að ljúka fjármögnun slíkrar verksmiðju í sumar. Ráðamenn Silicor stefna að því að geta hafið framkvæmdir í haust við sólarkísilverksmiðju á Grundartanga en fram hefur komið í fréttum að fyrirtækið á eftir að tryggja sér um helming þeirra 80 megavatta raforku sem verksmiðjan þarf. Henni er ætlað að hreinvinna kísil til nota í sólarflögur og er ætlunin að selja megnið af framleiðslunni til Kína. Efnahagssamdráttur í Kína veldur forstjóra Silicor þó ekki áhyggjum. „Sú grein sem sagt er að muni halda áfram að vaxa er sólarkísill. Allt bendir til að ekki verði neinn samdráttur í þessari grein þar og notendahópur okkar er að mestu þar,“ segir Terry Jester, forstjóri Silicor, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Spár geri ráð fyrir að markaður fyrir sólarkísil haldi áfram að vaxa, bæði í Kína sem og annarsstaðar í heiminum. „Þrátt fyrir samdrátt í stáli og öðrum rekstri sem byggist á hrávöru eru menn enn mjög bjartsýnir á sólarkísilinn.“Lóð Silicor á Grundartanga er afmörkuð með gulum lit.Mynd/Silicor Materials.Þá segir Terry Jester að fjármögnun sé á lokastigi. „Við erum að ganga frá stórum hluta fjármögnunarinnar, við erum að vinna í hlutafénu, nokkrir stórir fjárfestar munu skrifa undir lánsloforð á næstu vikum. Um það leyti munum við vinna að því að ganga frá bankaláni frá Þýskalandi.“ Handan fjarðar í Hvalfirði eru margir hins vegar búnir að fá nóg af verksmiðjum, og þótt Silicor sé lýst sem grænni stóriðju sem mengi ekkert, og framleiði efni til að vinna orku úr sólinni, rísa menn samt upp og mótmæla. „Í fyrsta lagi trúi ég á rétt fólks til að gera það. Lönd okkar beggja byggja á rétti fólks til að tjá skoðanir sínar. Þessari verksmiðju fylgir enginn úrgangur, hún er umhverfisvæn, kolefnishlutlaus, þetta er svo gott verkefni, og ég held að þegar fólk skilur hvað við erum að gera þarna, - þá verður kannski enn einhver andstaða, - en ég held að fólk verði hissa á hve gott verkefni þetta er,“ segir Terry Jester. Tengdar fréttir Orkuskortur á suðvestur horninu hamlar vexti atvinnulífs Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. 2. júlí 2015 11:53 Gengur illa að tryggja sér raforku Talsmaður Silicor Materials segir bakslag hafa orðið í viðræðum við Landsvirkjun um kaup á þeirri litlu orku sem sólarkísilverksmiðja fyrirtækisins þarf til að hefja starfsemi. Áhugi á verkefninu hjá nágrannaþjóðum. Þar sé mikill áhugi á umhverfisvænum tækniiðnaði. 3. mars 2016 07:00 Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu. 6. maí 2015 22:30 Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat "Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. 7. ágúst 2015 13:30 Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45 Orka náttúrunnar og Silicor Materials semja um hærra raforkuverð Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári. 17. september 2015 15:36 Faxaflóahafnir semja við Silicor Hefja framkvæmdir í haust. 23. apríl 2015 13:00 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Markaðshorfur fyrir sólarkísilframleiðslu á Grundartanga eru mjög góðar, segir forstjóri Silicor Materials, sem vonast til að ljúka fjármögnun slíkrar verksmiðju í sumar. Ráðamenn Silicor stefna að því að geta hafið framkvæmdir í haust við sólarkísilverksmiðju á Grundartanga en fram hefur komið í fréttum að fyrirtækið á eftir að tryggja sér um helming þeirra 80 megavatta raforku sem verksmiðjan þarf. Henni er ætlað að hreinvinna kísil til nota í sólarflögur og er ætlunin að selja megnið af framleiðslunni til Kína. Efnahagssamdráttur í Kína veldur forstjóra Silicor þó ekki áhyggjum. „Sú grein sem sagt er að muni halda áfram að vaxa er sólarkísill. Allt bendir til að ekki verði neinn samdráttur í þessari grein þar og notendahópur okkar er að mestu þar,“ segir Terry Jester, forstjóri Silicor, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Spár geri ráð fyrir að markaður fyrir sólarkísil haldi áfram að vaxa, bæði í Kína sem og annarsstaðar í heiminum. „Þrátt fyrir samdrátt í stáli og öðrum rekstri sem byggist á hrávöru eru menn enn mjög bjartsýnir á sólarkísilinn.“Lóð Silicor á Grundartanga er afmörkuð með gulum lit.Mynd/Silicor Materials.Þá segir Terry Jester að fjármögnun sé á lokastigi. „Við erum að ganga frá stórum hluta fjármögnunarinnar, við erum að vinna í hlutafénu, nokkrir stórir fjárfestar munu skrifa undir lánsloforð á næstu vikum. Um það leyti munum við vinna að því að ganga frá bankaláni frá Þýskalandi.“ Handan fjarðar í Hvalfirði eru margir hins vegar búnir að fá nóg af verksmiðjum, og þótt Silicor sé lýst sem grænni stóriðju sem mengi ekkert, og framleiði efni til að vinna orku úr sólinni, rísa menn samt upp og mótmæla. „Í fyrsta lagi trúi ég á rétt fólks til að gera það. Lönd okkar beggja byggja á rétti fólks til að tjá skoðanir sínar. Þessari verksmiðju fylgir enginn úrgangur, hún er umhverfisvæn, kolefnishlutlaus, þetta er svo gott verkefni, og ég held að þegar fólk skilur hvað við erum að gera þarna, - þá verður kannski enn einhver andstaða, - en ég held að fólk verði hissa á hve gott verkefni þetta er,“ segir Terry Jester.
Tengdar fréttir Orkuskortur á suðvestur horninu hamlar vexti atvinnulífs Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. 2. júlí 2015 11:53 Gengur illa að tryggja sér raforku Talsmaður Silicor Materials segir bakslag hafa orðið í viðræðum við Landsvirkjun um kaup á þeirri litlu orku sem sólarkísilverksmiðja fyrirtækisins þarf til að hefja starfsemi. Áhugi á verkefninu hjá nágrannaþjóðum. Þar sé mikill áhugi á umhverfisvænum tækniiðnaði. 3. mars 2016 07:00 Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu. 6. maí 2015 22:30 Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat "Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. 7. ágúst 2015 13:30 Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45 Orka náttúrunnar og Silicor Materials semja um hærra raforkuverð Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári. 17. september 2015 15:36 Faxaflóahafnir semja við Silicor Hefja framkvæmdir í haust. 23. apríl 2015 13:00 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Orkuskortur á suðvestur horninu hamlar vexti atvinnulífs Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. 2. júlí 2015 11:53
Gengur illa að tryggja sér raforku Talsmaður Silicor Materials segir bakslag hafa orðið í viðræðum við Landsvirkjun um kaup á þeirri litlu orku sem sólarkísilverksmiðja fyrirtækisins þarf til að hefja starfsemi. Áhugi á verkefninu hjá nágrannaþjóðum. Þar sé mikill áhugi á umhverfisvænum tækniiðnaði. 3. mars 2016 07:00
Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu. 6. maí 2015 22:30
Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat "Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. 7. ágúst 2015 13:30
Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45
Orka náttúrunnar og Silicor Materials semja um hærra raforkuverð Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári. 17. september 2015 15:36