Handbolti

Lærisveinar Patreks lögðu Portúgal

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Patrekur messar hér yfir sínum mönnum.
Patrekur messar hér yfir sínum mönnum. Vísir/getty
Austurríska landsliðið í handbolta undir stjórn Patreks Jóhannessonar vann seinni æfingarleik sinn á æfingarmóti í Túnis 34-30 í dag en austurríska liðið er þessa dagana að undirbúa sig fyrir leiki í undankeppni HM.

Austurríska liðinu tókst ekki að komast inn á EM í Póllandi sem hefst seinna í mánuðinum en liðið tekur þess í stað þátt á fyrsta stigi undankeppni HM 2017 sem fer fram í Frakklandi.

Austurríska liðið byrjaði vel í leiknum í dag líkt og í leiknum gegn Túnis í gær og leiddi í hálfleik 16-14. Það sama var upp á teningunum í seinni hálfleik og lauk leiknum með fjögurra marka sigri austurríska liðsins, 34-30.

Lenti Austurríki því í þriðja sæti á mótinu en úrslitaleikurinn fer fram seinna í dag þegar Túnis mætir Sviss.

Austurríki mætir Ítalíu í Trieste á miðvikudaginn í undankeppni HM en lærisveinar Patreks eru með fullt að tveimur leikjum loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×