Golden State og San Antonio óstöðvandi á heimavelli | Curry meiddist á ný 3. janúar 2016 11:00 Draymond Green fór á kostum í leiknum í nótt með þrefalda tvennu. Vísir/getty Golden State Warriors og San Antonio Spurs unnu enn einn heimaleikinn í röð í nótt en hvorugt lið hefur tapað á heimavelli á þessu ári í NBA-deildinni. Golden State fékk Denver Nuggets í heimsókn og var Stephen Curry, verðmætasti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili mættur á ný í byrjunarlið Golden State eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum liðsins vegna meiðsla. Meiðslin tóku sig aftur upp hjá Curry sem lék aðeins fjórtán mínútur í leiknum en Golden State þurfti á framlengingu að halda til þess að knýja fram sigur gegn Denver. Draymond Green steig upp í fjarveru Curry og bar lið Golden State til sigurs með þrefaldri tvennu, 29 stig, 17 fráköst og 14 stoðsendingar ásamt 4 stolnum boltum. Hefur Golden State ekki enn tapað á heimavelli í vetur og unnið fyrstu 16 leikina í Oracle Arena en leikmenn San Antonio Spurs unnu 20. leikinn í röð á heimavelli í deildinni í nótt.Tveir góðir, Popovich og Parker.Vísir/gettyHeimamenn í San Antonio gerðu út um leikinn í 3. leikhluta en þeir fóru með 24 stiga forskot inn í fjórða leikhluta og náðu leikmenn Houston Rockets ekki að ógna forskotinu í 4. leikhluta. Afar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Gregg Popovich en þetta var í fyrsta sinn á 19 ára ferlinum sem hinn goðsagnakenndi Tim Duncan skoraði ekki stig í leik sem hann tók þátt í. LeBron James gat leyft sér að taka því rólega og hvíla í fjórða leikhluta í öruggum 25 stiga sigri Cleveland Cavaliers á Orlando Magic í gær en Cleveland náði 20 stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta. Þrátt fyrir að leika ekkert í fjórða leikhlutanum var LeBron atkvæðamestur með 29 stig en Kevin Love bauð upp á tvöfalda tvennu með tíu stig og þrettán fráköst.George Karl komst upp að hlið Phil Jackson með sigrinum í nótt.Vísir/GettyÓhætt er að segja að áhorfendur í leik Sacramento Kings og Phoenix Suns hafi fengið nóg fyrir peninginn í 142-119 sigri Sacramento Kings en þetta var sigurleikur númer 1155 hjá þjálfara Kings, George Karl. Fer Karl upp að hlið hins goðsagnarkennda Phil Jackson með sigrinum í 5. sætið yfir flesta sigra sem þjálfari liðs í NBA-deildinni. Myndband með helstu tilþrifum kvöldsins má sjá hér fyrir neðan en hér má sjá stöðuna í NBA-deildinni.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics 97-100 Brooklyn Nets Sacramento Kings 142-119 Phoenix Suns Charlotte Hornets 90-109 Oklahoma City Thunder Indiana Pacers 94-82 Detroit Pistons Cleveland Cavaliers 104-79 Orlando Magic Minnesota Timberwolves 85-95 Milwaukee Bucks Dallas Mavericks 98-105 New Orleans Pelicans San Antonio Spurs 121-103 Houston Rockets Utah Jazz 92-87 Memphis Grizzlies Golden State Warriors 111-108 Denver Nuggets Los Angeles Clippers 130-99 Philadelphia 76ersBestu tilþrif kvöldsins: Draymond Green fór á kostum: NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Golden State Warriors og San Antonio Spurs unnu enn einn heimaleikinn í röð í nótt en hvorugt lið hefur tapað á heimavelli á þessu ári í NBA-deildinni. Golden State fékk Denver Nuggets í heimsókn og var Stephen Curry, verðmætasti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili mættur á ný í byrjunarlið Golden State eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum liðsins vegna meiðsla. Meiðslin tóku sig aftur upp hjá Curry sem lék aðeins fjórtán mínútur í leiknum en Golden State þurfti á framlengingu að halda til þess að knýja fram sigur gegn Denver. Draymond Green steig upp í fjarveru Curry og bar lið Golden State til sigurs með þrefaldri tvennu, 29 stig, 17 fráköst og 14 stoðsendingar ásamt 4 stolnum boltum. Hefur Golden State ekki enn tapað á heimavelli í vetur og unnið fyrstu 16 leikina í Oracle Arena en leikmenn San Antonio Spurs unnu 20. leikinn í röð á heimavelli í deildinni í nótt.Tveir góðir, Popovich og Parker.Vísir/gettyHeimamenn í San Antonio gerðu út um leikinn í 3. leikhluta en þeir fóru með 24 stiga forskot inn í fjórða leikhluta og náðu leikmenn Houston Rockets ekki að ógna forskotinu í 4. leikhluta. Afar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Gregg Popovich en þetta var í fyrsta sinn á 19 ára ferlinum sem hinn goðsagnakenndi Tim Duncan skoraði ekki stig í leik sem hann tók þátt í. LeBron James gat leyft sér að taka því rólega og hvíla í fjórða leikhluta í öruggum 25 stiga sigri Cleveland Cavaliers á Orlando Magic í gær en Cleveland náði 20 stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta. Þrátt fyrir að leika ekkert í fjórða leikhlutanum var LeBron atkvæðamestur með 29 stig en Kevin Love bauð upp á tvöfalda tvennu með tíu stig og þrettán fráköst.George Karl komst upp að hlið Phil Jackson með sigrinum í nótt.Vísir/GettyÓhætt er að segja að áhorfendur í leik Sacramento Kings og Phoenix Suns hafi fengið nóg fyrir peninginn í 142-119 sigri Sacramento Kings en þetta var sigurleikur númer 1155 hjá þjálfara Kings, George Karl. Fer Karl upp að hlið hins goðsagnarkennda Phil Jackson með sigrinum í 5. sætið yfir flesta sigra sem þjálfari liðs í NBA-deildinni. Myndband með helstu tilþrifum kvöldsins má sjá hér fyrir neðan en hér má sjá stöðuna í NBA-deildinni.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics 97-100 Brooklyn Nets Sacramento Kings 142-119 Phoenix Suns Charlotte Hornets 90-109 Oklahoma City Thunder Indiana Pacers 94-82 Detroit Pistons Cleveland Cavaliers 104-79 Orlando Magic Minnesota Timberwolves 85-95 Milwaukee Bucks Dallas Mavericks 98-105 New Orleans Pelicans San Antonio Spurs 121-103 Houston Rockets Utah Jazz 92-87 Memphis Grizzlies Golden State Warriors 111-108 Denver Nuggets Los Angeles Clippers 130-99 Philadelphia 76ersBestu tilþrif kvöldsins: Draymond Green fór á kostum:
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira