Lystaukandi forréttir Sólveig Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2016 16:00 Parmesanskál með hráskinku, jarðarberjum og pekanhnetum. Mynd/Eyþór Sandra Mjöll er framkvæmdastjóri hjá Platome Líftækni, aðjúnkt við Háskóla Íslands og að klára doktorspróf í líf- og læknavísindum. Matreiðsla er hins vegar eitt af hennar aðaláhugamálum. "Ég notast við matseldina til að fá úSandra Mjöll Jónsdóttir Buch heldur úti vefsíðunni Koparlokkar og kræsingar þar sem hún heldur utan um uppskriftir af ýmsum toga. Hún gefur hér uppskriftir að tveimur ferskum forréttum sem henta vel á undan jólamáltíðinni.Matreiðsla er leið Söndru Mjallar til að fá útrás fyrir sköpun.„Mér finnst mjög gaman að fá fólk í mat og var farin að fá mikið af fyrirspurnum um uppskriftir. Ég var hins vegar ekki dugleg að skrifa niður uppskriftirnar mínar en ákvað að stofna bloggsíðuna www.koparlokkar.wordpress.com til að deila uppskriftum með mínum nánustu.“ Sandra Mjöll segist ekki mikil jólakona en hafi þó ákveðnar hefðir. „Ég vil alltaf fá hamborgarhrygg og svo eru engin jól án hangikjöts.“ Jólin hjá Söndru Mjöll snúast fremur um mat en skreytingar. „Ég legg mikla alúð í að gera margrétta máltíðir og prófa nýja eftirrétti og forrétti.“ Sandra Mjöll gefur hér uppskrift að tveimur léttum og ferskum forréttum sem eiga vel við um jólin. Hún segir einnig hægt að útbúa smárétti úr þessum uppskriftum til að bjóða upp á til dæmis á hlaðborði.Parmesanskál með hráskinku, jarðarberjum og pekanhnetum. Mynd/EyþórParmesanskál með hráskinku, jarðarberjum og pekanhnetum Fyrir 4 Þennan rétt er alveg ótrúlega einfalt að setja saman. Útbúa má parmesanskálarnar og pekanhneturnar fram í tímann og svo er þetta sett saman áður en borðhald hefst. 8 msk. rifinn parmesan ostur 3 dl pekanhnetur ½ tsk. þurrkað timjan 1 askja jarðarber 1 bréf af hráskinku 1 poki klettakál 1 sítróna Ólífuolía Balsamedik HunangParmesanskálar Notið tvær matskeiðar af rifnum parmesanosti fyrir hvern gest. Hitið ofninn í 200°C án þess að nota blásturinn. Breiðið örk af bökunarpappír á bökunarplötu og útbúið fjórar parmesanhrúgur (2 msk. af osti per hrúgu). Dreifið úr parmesanostinum þannig að hver hrúga fletjist út í hringlaga köku sem er sirka 7-8 cm í þvermál. Ekki láta parmesankökurnar snertast. Setjið plötuna inn í ofn í 5 mín og takið svo út. Leyfið ostinum að hætta að bulla og notið síðan góðan málmspaða til að taka bráðinn ostinn upp og setjið yfir glas sem er á hvolfi. Þrýstið brúnunum niður meðfram hliðum glassins og leyfið að standa í smá stund á meðan osturinn storknar. Þannig myndast parmesanskálar. Þær geymast í lokuðu íláti í 2-3 daga.Hunangsgljáðar pekanhnetur með timjan Dreifið úr 3 dl af pekanhnetum á bökunarplötu og ristið í ofninum við 180°C í 12-15 mínútur. Takið úr ofninum og setjið í pott ásamt 1/3 dl af hunangi og ½ tsk. af þurrkuðu timjan. Hafið þetta á vægum hita í 4-6 mín. og hrærið vel í. Að því loknu er gott að klæða eldfast mót með bökunarpappír og setja hneturnar svo í mótið. Reynið að dreifa vel úr þeim og leyfið þeim svo að kólna. Geymast í lokuðu íláti í kæli í nokkra daga. Helst í læstu íláti því þetta er æðislegt nasl!Balsamdressing Blandið saman 1 msk. af hunangi 2 msk. af ferskum sítrónusafa 1 tsk. af ólívuolíu 1 tsk. af balsamediki og hrærið vel. Hægt að geyma í kæli í 2 daga. Rétturinn settur saman: Þegar kemur að því að bera réttinn fram er smá klettakál sett á disk. Parmesanskálinni er komið fyrir ofan á kálinu og 1 hráskinkusneið brotin saman og sett í skálina. Skerið jarðarber í fjóra bita og raðið ofan á hráskinkuna (ca. 2-3 jarðarber) og raðið hunangshnetum með. Dreifið 1 tsk. af dressingu yfir, berið fram og njótið.Mozzarella með eplasalsa. Mynd/EyþórMozzarella með eplasalsaFyrir 4 Þessi forréttur er gífurlega ferskur og ávaxtakenndur. Ef einhverjum finnst græn epli of súr þá má líka nota venjuleg epli. Hægt er að útbúa eplasalsað nokkrum tímum áður en það er borðað og því auðvelt að setja réttinn saman stuttu fyrir borðhald. 2 græn epli 1 vorlaukur 1 límóna (safinn og börkurinn) 1 tsk. hunang 1 tsk. ólífuolía 2 msk. ferskur kóríander ½ grænt chilli ½ granatepli Valhnetur Mozzarella (í rúllu) Rífið börkinn af límónunni. Kreistið safann úr og blandið saman við börkinn. Bætið við hunangi, ólífuolíu og kóríander sem búið er að saxa. Sneiðið vorlaukinn og saxið chilli-inn smátt og bætið við blönduna. Flysjið 1 grænt epli og skerið í smáa bita. Blandið dressingunni við eplið og blandið vel. Fjarlægið fræin úr granateplinu og bætið við eplablönduna. Til að setja réttinn saman skal skera eina sneið af grænu epli (2-4 mm að þykkt) og setja eina væna sneið af mozzarella þar ofan á (5-8 mm að þykkt). Síðan er eplasalsanu mokað duglega ofan á ostinn. Að lokum er gott að mylja 2-4 valhnetur yfir og bera svo fram með bros á vör. Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Sálmur 75 - Ó, Jesúbarn, þú kemur nú í nótt Jól Fékk vitringa að gjöf í erfiðum veikindum Jól Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól Ódýrar og einfaldar gjafir frá hjartanu Jólin Hollar karamellur og rommkúlur Jól Nótur fyrir píanó: Bráðum koma blessuð jólin Jól Jólin í fangelsinu Jól Hvít jól Jól Jólakort er hlý og fögur gjöf Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 21. desember Jól
Sandra Mjöll er framkvæmdastjóri hjá Platome Líftækni, aðjúnkt við Háskóla Íslands og að klára doktorspróf í líf- og læknavísindum. Matreiðsla er hins vegar eitt af hennar aðaláhugamálum. "Ég notast við matseldina til að fá úSandra Mjöll Jónsdóttir Buch heldur úti vefsíðunni Koparlokkar og kræsingar þar sem hún heldur utan um uppskriftir af ýmsum toga. Hún gefur hér uppskriftir að tveimur ferskum forréttum sem henta vel á undan jólamáltíðinni.Matreiðsla er leið Söndru Mjallar til að fá útrás fyrir sköpun.„Mér finnst mjög gaman að fá fólk í mat og var farin að fá mikið af fyrirspurnum um uppskriftir. Ég var hins vegar ekki dugleg að skrifa niður uppskriftirnar mínar en ákvað að stofna bloggsíðuna www.koparlokkar.wordpress.com til að deila uppskriftum með mínum nánustu.“ Sandra Mjöll segist ekki mikil jólakona en hafi þó ákveðnar hefðir. „Ég vil alltaf fá hamborgarhrygg og svo eru engin jól án hangikjöts.“ Jólin hjá Söndru Mjöll snúast fremur um mat en skreytingar. „Ég legg mikla alúð í að gera margrétta máltíðir og prófa nýja eftirrétti og forrétti.“ Sandra Mjöll gefur hér uppskrift að tveimur léttum og ferskum forréttum sem eiga vel við um jólin. Hún segir einnig hægt að útbúa smárétti úr þessum uppskriftum til að bjóða upp á til dæmis á hlaðborði.Parmesanskál með hráskinku, jarðarberjum og pekanhnetum. Mynd/EyþórParmesanskál með hráskinku, jarðarberjum og pekanhnetum Fyrir 4 Þennan rétt er alveg ótrúlega einfalt að setja saman. Útbúa má parmesanskálarnar og pekanhneturnar fram í tímann og svo er þetta sett saman áður en borðhald hefst. 8 msk. rifinn parmesan ostur 3 dl pekanhnetur ½ tsk. þurrkað timjan 1 askja jarðarber 1 bréf af hráskinku 1 poki klettakál 1 sítróna Ólífuolía Balsamedik HunangParmesanskálar Notið tvær matskeiðar af rifnum parmesanosti fyrir hvern gest. Hitið ofninn í 200°C án þess að nota blásturinn. Breiðið örk af bökunarpappír á bökunarplötu og útbúið fjórar parmesanhrúgur (2 msk. af osti per hrúgu). Dreifið úr parmesanostinum þannig að hver hrúga fletjist út í hringlaga köku sem er sirka 7-8 cm í þvermál. Ekki láta parmesankökurnar snertast. Setjið plötuna inn í ofn í 5 mín og takið svo út. Leyfið ostinum að hætta að bulla og notið síðan góðan málmspaða til að taka bráðinn ostinn upp og setjið yfir glas sem er á hvolfi. Þrýstið brúnunum niður meðfram hliðum glassins og leyfið að standa í smá stund á meðan osturinn storknar. Þannig myndast parmesanskálar. Þær geymast í lokuðu íláti í 2-3 daga.Hunangsgljáðar pekanhnetur með timjan Dreifið úr 3 dl af pekanhnetum á bökunarplötu og ristið í ofninum við 180°C í 12-15 mínútur. Takið úr ofninum og setjið í pott ásamt 1/3 dl af hunangi og ½ tsk. af þurrkuðu timjan. Hafið þetta á vægum hita í 4-6 mín. og hrærið vel í. Að því loknu er gott að klæða eldfast mót með bökunarpappír og setja hneturnar svo í mótið. Reynið að dreifa vel úr þeim og leyfið þeim svo að kólna. Geymast í lokuðu íláti í kæli í nokkra daga. Helst í læstu íláti því þetta er æðislegt nasl!Balsamdressing Blandið saman 1 msk. af hunangi 2 msk. af ferskum sítrónusafa 1 tsk. af ólívuolíu 1 tsk. af balsamediki og hrærið vel. Hægt að geyma í kæli í 2 daga. Rétturinn settur saman: Þegar kemur að því að bera réttinn fram er smá klettakál sett á disk. Parmesanskálinni er komið fyrir ofan á kálinu og 1 hráskinkusneið brotin saman og sett í skálina. Skerið jarðarber í fjóra bita og raðið ofan á hráskinkuna (ca. 2-3 jarðarber) og raðið hunangshnetum með. Dreifið 1 tsk. af dressingu yfir, berið fram og njótið.Mozzarella með eplasalsa. Mynd/EyþórMozzarella með eplasalsaFyrir 4 Þessi forréttur er gífurlega ferskur og ávaxtakenndur. Ef einhverjum finnst græn epli of súr þá má líka nota venjuleg epli. Hægt er að útbúa eplasalsað nokkrum tímum áður en það er borðað og því auðvelt að setja réttinn saman stuttu fyrir borðhald. 2 græn epli 1 vorlaukur 1 límóna (safinn og börkurinn) 1 tsk. hunang 1 tsk. ólífuolía 2 msk. ferskur kóríander ½ grænt chilli ½ granatepli Valhnetur Mozzarella (í rúllu) Rífið börkinn af límónunni. Kreistið safann úr og blandið saman við börkinn. Bætið við hunangi, ólífuolíu og kóríander sem búið er að saxa. Sneiðið vorlaukinn og saxið chilli-inn smátt og bætið við blönduna. Flysjið 1 grænt epli og skerið í smáa bita. Blandið dressingunni við eplið og blandið vel. Fjarlægið fræin úr granateplinu og bætið við eplablönduna. Til að setja réttinn saman skal skera eina sneið af grænu epli (2-4 mm að þykkt) og setja eina væna sneið af mozzarella þar ofan á (5-8 mm að þykkt). Síðan er eplasalsanu mokað duglega ofan á ostinn. Að lokum er gott að mylja 2-4 valhnetur yfir og bera svo fram með bros á vör.
Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Sálmur 75 - Ó, Jesúbarn, þú kemur nú í nótt Jól Fékk vitringa að gjöf í erfiðum veikindum Jól Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól Ódýrar og einfaldar gjafir frá hjartanu Jólin Hollar karamellur og rommkúlur Jól Nótur fyrir píanó: Bráðum koma blessuð jólin Jól Jólin í fangelsinu Jól Hvít jól Jól Jólakort er hlý og fögur gjöf Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 21. desember Jól