Við höfum fengið nóg Meistaraflokkur Fram í knattspyrnu kvenna skrifar 22. nóvember 2016 15:23 Eftir að tímabili meistaraflokks kvenna í Fram lauk í ágúst var það orðið ljóst að þjálfarinn myndi ekki halda áfram með liðið þar sem hans samningur var útrunnin og hann tók við öðrum spennandi verkefnum. Við tók hlé á æfingartíma eins og gengur og gerist og við átti að taka leit að nýjum þjálfara. Þegar þessi grein er rituð er kominn 22. nóvember og enn er engin niðurstaða komin í málið. Kjarninn sem hefur áhuga á að halda áfram eru um 10 leikmenn og því orðnir verulega þreyttir að fá engin svör. Ítrekað hafa leikmenn óskað eftir svörum um framhaldið en lítil sem engin svör að fá. Vandamálið er þó ekki að engan þjálfara sé að finna en að vitund leikmanna hafa nú þegar tveir þjálfarar sýnt starfinu áhuga. Það er greinilegt að forgangsatriði félagsins sé á meistaraflokk karla en þar er þjálfari, aðstoðarþjálfari og hefur liðið verið að sanka að sér leikmönnum fyrir næsta tímabil ásamt því að liðið er komið á fullt í æfingum og nú þegar búið að skipuleggja æfingaleiki. Á meðan situr meistaraflokkur kvenna á hakanum og kjarninn sem vill ekki gefa upp bátinn mætir og reynir að halda hópnum saman tvo daga í viku. Áhugi stjórnarmanna virðist lítill sem enginn og hafa leikmenn það á tilfinninguni að kvennaboltinn sé ekki það sem félagið leggur áherslu á. Fyrir jafn stórt félag og Fram er hefði maður ætlað að þeir vilji vera með gott starf í meistaraflokki kvenna þar sem yngri leikmenn hafa að einhverju að stefna og líta upp til en sú er ekki raunin í dag. Eins og staðan er í dag hefur meirihluti leikmanna leitað á önnur mið og fundið sér ný félög. Árið er 2016, kjarninn af stelpum sem vilja spila saman er til staðar en áhugi félagsins er enginn. Þetta höfum við því miður fundið alltof mikið fyrir og farið versnandi eftir því sem líður á. Munurinn á umgjörð meistaraflokkanna er gríðarlegur en á meðan allir leikmenn meistaraflokks karla eru með samninga, þvott á æfingafatnaði, sjúkraþjálfara á æfingum, tvo þjálfara auk markmannsþjálfara eru aðeins nokkrar í meistaraflokki kvenna með samning, voru með einn þjálfara en eins og er engan og einn sjúkraþjálfara aðeins á leikjum yfir sumartímann. Eins og við höfum nefnt hafa leikmenn mætt sjálfar á æfingar frá því í október og stjórnað þeim, án þess að nokkur stjórnarmaður félagsins hafi sett út á það eða fengið nokkurn mann til aðstoðar á þessu „tímabundna” ástandi. Leikmönnum meistaraflokks er nóg boðið og viljum við vekja athygli á þessu. Ef fáar sem engar stelpur hefðu áhuga á að æfa væri skilningurinn meiri en það sorglega er að svo er ekki. Hver er framtíð félagsins og hver er framtíð ungra og efnilegra kvenna í félaginu. Kveðja Mfl. Kvk Fram Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Eftir að tímabili meistaraflokks kvenna í Fram lauk í ágúst var það orðið ljóst að þjálfarinn myndi ekki halda áfram með liðið þar sem hans samningur var útrunnin og hann tók við öðrum spennandi verkefnum. Við tók hlé á æfingartíma eins og gengur og gerist og við átti að taka leit að nýjum þjálfara. Þegar þessi grein er rituð er kominn 22. nóvember og enn er engin niðurstaða komin í málið. Kjarninn sem hefur áhuga á að halda áfram eru um 10 leikmenn og því orðnir verulega þreyttir að fá engin svör. Ítrekað hafa leikmenn óskað eftir svörum um framhaldið en lítil sem engin svör að fá. Vandamálið er þó ekki að engan þjálfara sé að finna en að vitund leikmanna hafa nú þegar tveir þjálfarar sýnt starfinu áhuga. Það er greinilegt að forgangsatriði félagsins sé á meistaraflokk karla en þar er þjálfari, aðstoðarþjálfari og hefur liðið verið að sanka að sér leikmönnum fyrir næsta tímabil ásamt því að liðið er komið á fullt í æfingum og nú þegar búið að skipuleggja æfingaleiki. Á meðan situr meistaraflokkur kvenna á hakanum og kjarninn sem vill ekki gefa upp bátinn mætir og reynir að halda hópnum saman tvo daga í viku. Áhugi stjórnarmanna virðist lítill sem enginn og hafa leikmenn það á tilfinninguni að kvennaboltinn sé ekki það sem félagið leggur áherslu á. Fyrir jafn stórt félag og Fram er hefði maður ætlað að þeir vilji vera með gott starf í meistaraflokki kvenna þar sem yngri leikmenn hafa að einhverju að stefna og líta upp til en sú er ekki raunin í dag. Eins og staðan er í dag hefur meirihluti leikmanna leitað á önnur mið og fundið sér ný félög. Árið er 2016, kjarninn af stelpum sem vilja spila saman er til staðar en áhugi félagsins er enginn. Þetta höfum við því miður fundið alltof mikið fyrir og farið versnandi eftir því sem líður á. Munurinn á umgjörð meistaraflokkanna er gríðarlegur en á meðan allir leikmenn meistaraflokks karla eru með samninga, þvott á æfingafatnaði, sjúkraþjálfara á æfingum, tvo þjálfara auk markmannsþjálfara eru aðeins nokkrar í meistaraflokki kvenna með samning, voru með einn þjálfara en eins og er engan og einn sjúkraþjálfara aðeins á leikjum yfir sumartímann. Eins og við höfum nefnt hafa leikmenn mætt sjálfar á æfingar frá því í október og stjórnað þeim, án þess að nokkur stjórnarmaður félagsins hafi sett út á það eða fengið nokkurn mann til aðstoðar á þessu „tímabundna” ástandi. Leikmönnum meistaraflokks er nóg boðið og viljum við vekja athygli á þessu. Ef fáar sem engar stelpur hefðu áhuga á að æfa væri skilningurinn meiri en það sorglega er að svo er ekki. Hver er framtíð félagsins og hver er framtíð ungra og efnilegra kvenna í félaginu. Kveðja Mfl. Kvk Fram
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar