Lífið

Bítlasonurinn sækir um skilnað frá Sólveigu Kára

Stefán Árni Pálsson skrifar
Parið kynntist árið 2007.
Parið kynntist árið 2007.
Dhani Harrison, sonur George Harrison, hefur sótt um skilnað frá fatahönnuðinum Sólveigu Káradóttur. Þetta kemur fram í frétt TMZ.

Parið gekk í það heilaga árið 2012 en þau kynntust árið 2007 þegar Harrisson og Sólveig störfuðu saman.

Harrison mun hafa sótt um skilnað í síðustu viku, en fram kemur í frétt TMZ að þau hafi verið með kaupmála svo að skilnaðurinn ætti að ganga smurt fyrir sig.

Lögmaður Harrison er Laura Wasser, sem er einnig lögmaður leikkonunnar Angelina Jolie, en Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt fyrir ekki svo löngu.

Sjá einnig: Lögfræðingurinn Laura Wasser er leynivopn Angelinu Jolie

Brúðkaup Dhani og Sólveigar var hið glæsilegasta og fór það fram í Bretlandi í maí árið 2012. Sólveig var þá í brúðarkjól eftir fatahönnuðinn Stellu McCartney og var fjallað um brúðkaupið í Vouge á sínum tíma.

Harrison og Sólveig hafa verið búsett í Los Angeles. Sólveig er fyrrum fyrirsæta og menntaður sálfræðingur frá Háskólanum í Boston en Harrison er tónlistarmaður og meðlimur sveitarinnar Thenewno2. Sólveig hefur undanfarin ár starfað við fatahönnun.


Tengdar fréttir

Sólveig Káradóttir: Mætti með bítlasoninn Dhani til Yoko

„Ég vil ekkert tjá mig um þetta og ætli ég haldi mig ekki bara við aðstoðarmanna-söguna,“ segir fyrirsætan og sálfræðineminn Sólveig Káradóttir. Sólveig, sem er dóttir Kára Stefánssonar, forstjóra deCODE, hefur þráfaldlega verið orðuð við Dhani Harrison, son Bítilsins George Harrison og Oliviu Harrison. Þær sögusagnir fengu byr undir báða vængi þegar þau mættu saman í móttöku borgarstjóra Reykjavíkur í Hafnarhúsinu eftir að hafa fylgst með ekkju Johns Lennon, Yoko Ono, kveikja á Friðarsúlunni úti í Viðey.

Stella McCartney hannar brúðarkjól Sólveigar Kára

Fatahönnuðurinn Stella McCartney hannar brúðarkjól Sólveigar Káradóttur en hún gengur að eiga tónlistarmanninn Dhani Harrison í næstu viku. Harrison er sonur Bítilsins sáluga George Harrison en parið hefur verið saman í nokkur ár og býr saman í Los Angeles.

Sonur Bítils aðstoðarmaður Sólveigar Kára

Fyrirsætan Sólveig Káradóttir, dóttir Kára Stefánssonar forstjóra íslenskrar erfðagreiningar, er um þessar mundir stödd hér á landi ásamt Dhani nokkrum Harrison sem er enginn annar en sonur Bítilsins sáluga, Georges Harrison.

Synir Bítlanna leggja drög að hljómsveit

Sonur Paul McCartney opinberaði í dag að Bítlarnir muni brátt snúa aftur. Hann hefur í hyggju að stofna hljómsveit með sonum John Lennons og George Harrison. Hann vonast til að hljómsveitin eigi eftir að höfða til nýrrar kynslóðar.

Framtíðin í tísku hjá Sólveigu

Sólveig Káradóttir, fyrirsæta og sálfræðingur, segir í viðtali við vefsíðuna Shopghost.com að hana langi til að reyna fyrir sér í tískubransanum í framtíðinni. Viðtalið er tekið að því tilefni að Sólveig giftist syni bítilsins George Harrison, Dhani Harrison, í byrjun júní. Þá segir Sólveig að hún hafi haft taugar til tískuheimsins síðan hún vann í versluninni 17 þegar hún var unglingur. Einnig uppljóstar Sólveig að um leið og hún sé snúin aftur frá brúðakaupsferðalaginu sínu ætli hún að einbeita sér að nokkrum spennandi verkefnum tengdum tísku en vill ekki fara nánar út í þá sálma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×