Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 13:47 Katrín Jakobsdóttir vísar öllum ásökunum um hótanir á bug. vísir/eyþór Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir það ekki nýmæli að flokkurinn tali fyrir því að skattkerfið sé jöfnunartæki. Hún þvertekur fyrir að flokkurinn hafi í hótunum um stefnu flokksins í skattamálum eins og haldið er fram í Morgunblaðinu í dag. „Við höfum að sjálfsögðu talað fyrir tekjuöflun annars vegar, enda lofuðu allir flokkar mjög miklum – allir flokkar ekki bara þessir fimm – voru með mjög mikil loforð um það að bæta verulega í heilbrigðiskerfi, skólakerfi, samgöngur, fjarskipti og það liggur auðvitað fyrir að þær umbætur verða ekki gerðar nema með því að afla tekna. Það sögðum við mjög skýrt fyrir kosningar,“ segir Katrín í samtali við Vísi. „Að sjálfsögðu höldum við því til haga að ný ríkisstjórn á að geta ráðist í myndarlegar umbætur og úrbætur í velferðarkerfinu. Þá þarf það að sjálfsögðu að vera gert með ábyrgum hætti. Við sjáum ekki að það sé hægt að skera niður annars staðar í innviðunum til þess að fjármagna þær umbætur.“Viðræðurnar gengið vel Katrín segir jafnframt að viðræðurnar við hina flokkana fjóra, Samfylkingu, Bjarta framtíð, Pírata og Viðreisn, hafi gengið vel. „Við höfum auðvitað verið mjög opin með þetta en erum síðan bara að sjálfsögðu í vðræðum um það hvernig aðrir flokkar sjá fyrir sér þessa tekjuöflun. Og það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið eða neitt slíkt. Heldur er fólk að fara yfir málin og ég veit ekki betur en að það hafi bara gengið ágætlega. Það liggur fyrir að staða ríkissjóðs býður ekki upp á það að hér sé ráðist í umfangsmiklar viðbætur í útgjöldum án þess að það sé aflað tekna.“ Hún segir jafnframt að stefna flokksins um skattkerfi sem jöfnunartæki eigi ekki að koma fólki á óvart. „Við höfum að sjálfsögðu alltaf talað fyrir því að skattkerfi sé jöfnunartæki og það sé eðlilegt að sækja skattana þar sem fjármagnið er en ekki til lág- og millitekjuhópa eins og síðasta ríkisstjórn gerði, til dæmis með því að hækka matarskattinn. Þetta kemur nú ekki á óvart að okkar stefna sé með þeim hætti að við viljum bara ákveðnar kerfisbreytingar í tekjuöflunarkerfi ríkisins til að hlýfa lág- og millitekjuhópum en sækja frekar hlutfallslega meira til þeirra sem mestar tekjur hafa eða eiga mestan auðæfi.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir það ekki nýmæli að flokkurinn tali fyrir því að skattkerfið sé jöfnunartæki. Hún þvertekur fyrir að flokkurinn hafi í hótunum um stefnu flokksins í skattamálum eins og haldið er fram í Morgunblaðinu í dag. „Við höfum að sjálfsögðu talað fyrir tekjuöflun annars vegar, enda lofuðu allir flokkar mjög miklum – allir flokkar ekki bara þessir fimm – voru með mjög mikil loforð um það að bæta verulega í heilbrigðiskerfi, skólakerfi, samgöngur, fjarskipti og það liggur auðvitað fyrir að þær umbætur verða ekki gerðar nema með því að afla tekna. Það sögðum við mjög skýrt fyrir kosningar,“ segir Katrín í samtali við Vísi. „Að sjálfsögðu höldum við því til haga að ný ríkisstjórn á að geta ráðist í myndarlegar umbætur og úrbætur í velferðarkerfinu. Þá þarf það að sjálfsögðu að vera gert með ábyrgum hætti. Við sjáum ekki að það sé hægt að skera niður annars staðar í innviðunum til þess að fjármagna þær umbætur.“Viðræðurnar gengið vel Katrín segir jafnframt að viðræðurnar við hina flokkana fjóra, Samfylkingu, Bjarta framtíð, Pírata og Viðreisn, hafi gengið vel. „Við höfum auðvitað verið mjög opin með þetta en erum síðan bara að sjálfsögðu í vðræðum um það hvernig aðrir flokkar sjá fyrir sér þessa tekjuöflun. Og það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið eða neitt slíkt. Heldur er fólk að fara yfir málin og ég veit ekki betur en að það hafi bara gengið ágætlega. Það liggur fyrir að staða ríkissjóðs býður ekki upp á það að hér sé ráðist í umfangsmiklar viðbætur í útgjöldum án þess að það sé aflað tekna.“ Hún segir jafnframt að stefna flokksins um skattkerfi sem jöfnunartæki eigi ekki að koma fólki á óvart. „Við höfum að sjálfsögðu alltaf talað fyrir því að skattkerfi sé jöfnunartæki og það sé eðlilegt að sækja skattana þar sem fjármagnið er en ekki til lág- og millitekjuhópa eins og síðasta ríkisstjórn gerði, til dæmis með því að hækka matarskattinn. Þetta kemur nú ekki á óvart að okkar stefna sé með þeim hætti að við viljum bara ákveðnar kerfisbreytingar í tekjuöflunarkerfi ríkisins til að hlýfa lág- og millitekjuhópum en sækja frekar hlutfallslega meira til þeirra sem mestar tekjur hafa eða eiga mestan auðæfi.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47