Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 13:47 Katrín Jakobsdóttir vísar öllum ásökunum um hótanir á bug. vísir/eyþór Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir það ekki nýmæli að flokkurinn tali fyrir því að skattkerfið sé jöfnunartæki. Hún þvertekur fyrir að flokkurinn hafi í hótunum um stefnu flokksins í skattamálum eins og haldið er fram í Morgunblaðinu í dag. „Við höfum að sjálfsögðu talað fyrir tekjuöflun annars vegar, enda lofuðu allir flokkar mjög miklum – allir flokkar ekki bara þessir fimm – voru með mjög mikil loforð um það að bæta verulega í heilbrigðiskerfi, skólakerfi, samgöngur, fjarskipti og það liggur auðvitað fyrir að þær umbætur verða ekki gerðar nema með því að afla tekna. Það sögðum við mjög skýrt fyrir kosningar,“ segir Katrín í samtali við Vísi. „Að sjálfsögðu höldum við því til haga að ný ríkisstjórn á að geta ráðist í myndarlegar umbætur og úrbætur í velferðarkerfinu. Þá þarf það að sjálfsögðu að vera gert með ábyrgum hætti. Við sjáum ekki að það sé hægt að skera niður annars staðar í innviðunum til þess að fjármagna þær umbætur.“Viðræðurnar gengið vel Katrín segir jafnframt að viðræðurnar við hina flokkana fjóra, Samfylkingu, Bjarta framtíð, Pírata og Viðreisn, hafi gengið vel. „Við höfum auðvitað verið mjög opin með þetta en erum síðan bara að sjálfsögðu í vðræðum um það hvernig aðrir flokkar sjá fyrir sér þessa tekjuöflun. Og það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið eða neitt slíkt. Heldur er fólk að fara yfir málin og ég veit ekki betur en að það hafi bara gengið ágætlega. Það liggur fyrir að staða ríkissjóðs býður ekki upp á það að hér sé ráðist í umfangsmiklar viðbætur í útgjöldum án þess að það sé aflað tekna.“ Hún segir jafnframt að stefna flokksins um skattkerfi sem jöfnunartæki eigi ekki að koma fólki á óvart. „Við höfum að sjálfsögðu alltaf talað fyrir því að skattkerfi sé jöfnunartæki og það sé eðlilegt að sækja skattana þar sem fjármagnið er en ekki til lág- og millitekjuhópa eins og síðasta ríkisstjórn gerði, til dæmis með því að hækka matarskattinn. Þetta kemur nú ekki á óvart að okkar stefna sé með þeim hætti að við viljum bara ákveðnar kerfisbreytingar í tekjuöflunarkerfi ríkisins til að hlýfa lág- og millitekjuhópum en sækja frekar hlutfallslega meira til þeirra sem mestar tekjur hafa eða eiga mestan auðæfi.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir það ekki nýmæli að flokkurinn tali fyrir því að skattkerfið sé jöfnunartæki. Hún þvertekur fyrir að flokkurinn hafi í hótunum um stefnu flokksins í skattamálum eins og haldið er fram í Morgunblaðinu í dag. „Við höfum að sjálfsögðu talað fyrir tekjuöflun annars vegar, enda lofuðu allir flokkar mjög miklum – allir flokkar ekki bara þessir fimm – voru með mjög mikil loforð um það að bæta verulega í heilbrigðiskerfi, skólakerfi, samgöngur, fjarskipti og það liggur auðvitað fyrir að þær umbætur verða ekki gerðar nema með því að afla tekna. Það sögðum við mjög skýrt fyrir kosningar,“ segir Katrín í samtali við Vísi. „Að sjálfsögðu höldum við því til haga að ný ríkisstjórn á að geta ráðist í myndarlegar umbætur og úrbætur í velferðarkerfinu. Þá þarf það að sjálfsögðu að vera gert með ábyrgum hætti. Við sjáum ekki að það sé hægt að skera niður annars staðar í innviðunum til þess að fjármagna þær umbætur.“Viðræðurnar gengið vel Katrín segir jafnframt að viðræðurnar við hina flokkana fjóra, Samfylkingu, Bjarta framtíð, Pírata og Viðreisn, hafi gengið vel. „Við höfum auðvitað verið mjög opin með þetta en erum síðan bara að sjálfsögðu í vðræðum um það hvernig aðrir flokkar sjá fyrir sér þessa tekjuöflun. Og það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið eða neitt slíkt. Heldur er fólk að fara yfir málin og ég veit ekki betur en að það hafi bara gengið ágætlega. Það liggur fyrir að staða ríkissjóðs býður ekki upp á það að hér sé ráðist í umfangsmiklar viðbætur í útgjöldum án þess að það sé aflað tekna.“ Hún segir jafnframt að stefna flokksins um skattkerfi sem jöfnunartæki eigi ekki að koma fólki á óvart. „Við höfum að sjálfsögðu alltaf talað fyrir því að skattkerfi sé jöfnunartæki og það sé eðlilegt að sækja skattana þar sem fjármagnið er en ekki til lág- og millitekjuhópa eins og síðasta ríkisstjórn gerði, til dæmis með því að hækka matarskattinn. Þetta kemur nú ekki á óvart að okkar stefna sé með þeim hætti að við viljum bara ákveðnar kerfisbreytingar í tekjuöflunarkerfi ríkisins til að hlýfa lág- og millitekjuhópum en sækja frekar hlutfallslega meira til þeirra sem mestar tekjur hafa eða eiga mestan auðæfi.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47