Erlent

Svíar íhuga aðild að NATO

Samúel Karl Ólason skrifar
Hingað til hafa Svíar treyst á tvíhliða varnarsáttmála sinn við Bandaríkin í stað aðildar að NATO.
Hingað til hafa Svíar treyst á tvíhliða varnarsáttmála sinn við Bandaríkin í stað aðildar að NATO. Vísir/AFP
Enn og aftur er umræðan um að ganga inn í Atlantshafsbandalagið komin af stað í Svíþjóð. Sigur Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum mun hafa endurvakið umræðuna og ýtt undir líkurnar á því að Svíþjóð gangi í NATO.

Hægri flokkurinn Moderaterna og bandamenn þeirra hafa allir heitið því að sækja um aðild og þar með binda enda á rúmlega hundrað ára tímabil þar sem Svíþjóð hefur staðið utan hernaðarbandalaga.

Hingað til hafa Svíar treyst á tvíhliða varnarsáttmála sinn við Bandaríkin, en talsmaður varnarmálastefnumótunar Moderaterna segir erfitt að lesa Trump og óttast hann að varnarsáttmálinn muni veikjast í forsetatíð hans.

„Rökin fyrir aðild Svíþjóðar eru því hærri í dag. Það er betra að við sækjumst eftir samvinnu við 28 ríki í stað einnar þjóðar,“ er haft eftir Hans Wallmark, á vef Financial Times.

Peter Hultqvist, varnarmála ríkisstjórnar Svíþjóðar, segist hins vegar vera andsnúinn aðild að NATO. Hann segist þó átta sig á aukinni hættu frá Rússlandi.

„Hvað sem gerist þurfa ríkin við Eystrasaltshafið að standa þétt saman. Lausnin fyrir okkur er hins vegar ekki aðilda að NATO.“ Svíþjóð og Finnland eru einu ríkin, fyrir utan Rússland, sem Eystrasaltshafið sem ekki eru í NATO.

Þess í stað segir Hultqvist að Svíar muni auka samastarf sitt við Þýskaland og Pólland og auka hernaðargetu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×