Pólitíski pókerinn Ívar Halldórsson skrifar 22. nóvember 2016 10:54 Það var vilji þjóðarinnar að ganga fyrr að kjörkössunum. Skjótt var brugðist við og blásið til kosninga fyrr en ella. Loks þegar vilji þjóðarinnar kom upp úr kjörkössunum virtist vilji þjóðarinnar litlu máli skipta. Það hentaði ekki ákveðnum flokkum að starfa með meirihlutaflokknum sem hlaut þó um þriðjung atkvæða. Á þeim forsendum var rödd þjóðarinnar í raun þögguð niður og með pólitísku handafli hafa nú þingmenn sveiflað stöðunni frá hægri til vinstri. Ég velti fyrir mér af hverju Íslendingar voru látnir ganga til kosninga um daginn. Af hverju voru ekki bara formennirnir látnir berjast um stjórnartaumana án aðkomu okkar hinna. Af hverju að kosta til milljónum í fokdýra kosningaumgjörð þegar niðurstaðan skiptir á endanum litlu máli? Þegar niðurstöður kannanna voru bornar saman við úrslit kosninganna kom í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn var með meira fylgi en búið var að spá fyrir og Píratarnir með minna. Samfylkingin fékk lítinn sem engan stuðning landsmanna þegar niðurstöður leiddu í ljós að flokkurinn náði bara einum þingmanni inn. Engu að síður lítur út fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn viki fyrir flokkum sem fengu minna eða áberandi lítið fylgi. Endanleg stjórn mun ekki endurspegla þann lýðræðislega vilja þjóðarinnar sem kom greinilega í ljós við lok talningar á atkvæðum landsmanna. Og einhverra hluta vegna virðast stjórnmálaflokkar ekki þurfa að beygja sig undir ósk meirihlutans þegar öllu er á botninn hvolft. Þeir geta að eigin geðþótta sameinast um að starfa ekki með meirihlutaflokki í tráss við vilja þjóðar. Ekki geta þó vinstri sinnaðir landsmenn neitað að beygja sig undir kjörna stjórn hægri manna, né hægri sinnaðir landsmenn undir kjörna vinstri stjórn. Vilji þjóðarinnar er í baksýnisspeglinum í dag og nú hafa valdafúsir þingmenn spilað sinn pólitíska póker á bak við tjöldin, og eflaust ýmislegt lagt undir til að ná fram flokkssigrum. Ég heyri á mörgum Íslendingum í dag að þeim finnst þeir hafa verið hafðir að fíflum í nýlega afstöðnum kosningum. Ég er nokkuð viss um að þetta pólitíska leikrit hafi ekki haft jákvæð áhrif á kjörsókn til framtíðar. Það er heldur fátt eins pirrandi og þegar einhver spyr um álit manns í einhvers konar yfirborðs einlægni, en svo kemur á daginn að viðkomandi var alveg sama um hvað þér fannst eftir allt saman. Þér átti bara að líða vel með að hafa verið spurður....og áttir svo ekki að skipta þér meira af. Láta heldur þá sem eiga að vita betur taka stóru ákvarðanirnar. Mér finnst umboð forseta til stjórnarmyndunar ekki hljóta næga virðingu í dag. Sér í lagi ekki þegar það er notað sem leyfi til að hlusta ekki á þjóðina. Mér er misboðið fyrir hönd allra þeirra sem fóru út í vonda veðrið til að greiða sitt atkvæði og hafa áttað sig á þeir hefðu líklega alveg eins getað skilað inn auðum seðli. Nú er hætt við að þegar þingmenn segja að þeir vilji hlusta á vilja þjóðarinnar, að fólk fái óbragð í munninn og fyllist efasemdum. Peningum og tíma var eytt í það sem nú virðist, þegar uppi er staðið, hafa verið einhvers konar sýndarkosning sem allir eiga að vera sáttir við - og þjóðin einhvers konar fyrirstaða og lýðræðisleg truflun. Ég hélt ekki að svona "Jókerar" væru leyfilegir í þessum einkennilega pólitíska póker sem þingmenn spila hérlendis. Hvernig væri bara að sleppa milliliðnum í næstu kosningum - okkur kjósendunum, sem virðumst standa í vegi fyrir einbeittum vilja stjórnarflokkanna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það var vilji þjóðarinnar að ganga fyrr að kjörkössunum. Skjótt var brugðist við og blásið til kosninga fyrr en ella. Loks þegar vilji þjóðarinnar kom upp úr kjörkössunum virtist vilji þjóðarinnar litlu máli skipta. Það hentaði ekki ákveðnum flokkum að starfa með meirihlutaflokknum sem hlaut þó um þriðjung atkvæða. Á þeim forsendum var rödd þjóðarinnar í raun þögguð niður og með pólitísku handafli hafa nú þingmenn sveiflað stöðunni frá hægri til vinstri. Ég velti fyrir mér af hverju Íslendingar voru látnir ganga til kosninga um daginn. Af hverju voru ekki bara formennirnir látnir berjast um stjórnartaumana án aðkomu okkar hinna. Af hverju að kosta til milljónum í fokdýra kosningaumgjörð þegar niðurstaðan skiptir á endanum litlu máli? Þegar niðurstöður kannanna voru bornar saman við úrslit kosninganna kom í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn var með meira fylgi en búið var að spá fyrir og Píratarnir með minna. Samfylkingin fékk lítinn sem engan stuðning landsmanna þegar niðurstöður leiddu í ljós að flokkurinn náði bara einum þingmanni inn. Engu að síður lítur út fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn viki fyrir flokkum sem fengu minna eða áberandi lítið fylgi. Endanleg stjórn mun ekki endurspegla þann lýðræðislega vilja þjóðarinnar sem kom greinilega í ljós við lok talningar á atkvæðum landsmanna. Og einhverra hluta vegna virðast stjórnmálaflokkar ekki þurfa að beygja sig undir ósk meirihlutans þegar öllu er á botninn hvolft. Þeir geta að eigin geðþótta sameinast um að starfa ekki með meirihlutaflokki í tráss við vilja þjóðar. Ekki geta þó vinstri sinnaðir landsmenn neitað að beygja sig undir kjörna stjórn hægri manna, né hægri sinnaðir landsmenn undir kjörna vinstri stjórn. Vilji þjóðarinnar er í baksýnisspeglinum í dag og nú hafa valdafúsir þingmenn spilað sinn pólitíska póker á bak við tjöldin, og eflaust ýmislegt lagt undir til að ná fram flokkssigrum. Ég heyri á mörgum Íslendingum í dag að þeim finnst þeir hafa verið hafðir að fíflum í nýlega afstöðnum kosningum. Ég er nokkuð viss um að þetta pólitíska leikrit hafi ekki haft jákvæð áhrif á kjörsókn til framtíðar. Það er heldur fátt eins pirrandi og þegar einhver spyr um álit manns í einhvers konar yfirborðs einlægni, en svo kemur á daginn að viðkomandi var alveg sama um hvað þér fannst eftir allt saman. Þér átti bara að líða vel með að hafa verið spurður....og áttir svo ekki að skipta þér meira af. Láta heldur þá sem eiga að vita betur taka stóru ákvarðanirnar. Mér finnst umboð forseta til stjórnarmyndunar ekki hljóta næga virðingu í dag. Sér í lagi ekki þegar það er notað sem leyfi til að hlusta ekki á þjóðina. Mér er misboðið fyrir hönd allra þeirra sem fóru út í vonda veðrið til að greiða sitt atkvæði og hafa áttað sig á þeir hefðu líklega alveg eins getað skilað inn auðum seðli. Nú er hætt við að þegar þingmenn segja að þeir vilji hlusta á vilja þjóðarinnar, að fólk fái óbragð í munninn og fyllist efasemdum. Peningum og tíma var eytt í það sem nú virðist, þegar uppi er staðið, hafa verið einhvers konar sýndarkosning sem allir eiga að vera sáttir við - og þjóðin einhvers konar fyrirstaða og lýðræðisleg truflun. Ég hélt ekki að svona "Jókerar" væru leyfilegir í þessum einkennilega pólitíska póker sem þingmenn spila hérlendis. Hvernig væri bara að sleppa milliliðnum í næstu kosningum - okkur kjósendunum, sem virðumst standa í vegi fyrir einbeittum vilja stjórnarflokkanna?
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar