Skömminni skilað Anna Lára Pálsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 10:49 Nýútskrifuð, með sjóðheitt prófskírteinið upp á vasann, réði ég mig sem kennara í þorpi úti á landi. Þar hitti ég konu sem tjáði mér, kinnroðalaust, að þeir sem leggðu fyrir sig kennslu væri fólkið sem væri ekki nógu gáfað til að læra eitthvað annað. Ég fór í bókabúðina til að kaupa mér ritföng og afgreiðslumaðurinn frussaði út úr sér „Hana, reiknaðu hvað þú átt að borga, ertu ekki kennari?“ svo hló hann stórkarlalega meðan mér svelgdist á munnvatninu, ég hef aldrei verið sleip í hugarreikningi. Þarna fór það að síast inn að ekki þykir öllum starf kennarans vera eins stórkostlegt og virðingarvert og mér. Ef ég hraðspóla í gegnum næstu tuttugu árin í starfi kennarans fæ ég óbragð í munninn. Ég sé líf mitt renna hjá á leifturhraða þar sem ég stend sveitt og frústreruð, í fjölskylduboðum, í Kaupfélaginu, heita pottinum, erfidrykkjum....já bara allstaðar þar sem skólastarf ber á góma, og reyna af veikum mætti að verja starf mitt, vinnuframlag og fagmennsku. Ég rembist eins og rjúpan við að leiðrétta allskyns fordóma og mýtur og ég sé mig kyngja niðurlægingunni sem beið mín í launaumslaginu um hver mánaðarmót. Þegar ég hugsa til baka þá er það kannski þjóðaríþrótt Íslendinga að tala niður kennara og störf þeirra. Þess vegna var mér líka svolítið brugðið þegar ég, um miðbik kennsluferilsins, fór að kenna í Danmörku. Þar var viðhorfið annað og ég fann greinilega að starfið var metið mikils í samfélaginu. Ég þurfti aldrei að taka nein samtöl í vörn en fékk þvert á móti hrós og fann fyrir virðingu. Svo ekki sé nú talað um þá umbun sem launaumslagið veitti. Ég hef mikið velt því fyrir mér hvers vegna svo er komið fyrir íslenska kennaranum, kennaranum sem áður skipaði sér í flokk með alþingismönnum m.t.t. virðingarstöðu og launa. Eiríkur Jónsson fyrrverandi formaður KÍ bendir á að þegar sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólanna árið 1995 var varað við því að yfirfærslunni fylgdi ekki nægilegt fé. Sá snjóbolti hefur nú rúllað í tuttugu ár með víðtækum og afar neikvæðum afleiðingum fyrir allt skólastarf. Stoðþjónusta hefur verið skorin gríðarlega niður, uppbrot eins og vettvangsferðir eru ekki í boði nema fjármagn komi úr vösum foreldra, búið er að smætta allt starf kennarans niður í tímamældar stimilklukkueiningar og skólastarfið allt er rígbundið í einhverju leiðinda excelskjali. Árið 2006 er hugtakið Skóli án aðgreiningar skrifað inn í nýja aðalnámskrá og hugmyndafræðin verður að lögum árið 2008. Afskaplega falleg sýn á skólastarf en að sama skapi erfið í útfærslu. Prófessor John MacBeath segir skýrslu sem hann skrifaði fyrir OECD árið 2012 (Future of Teaching Profession) að ef ekki fylgi nægilegt fjármagn við innleiðingu skóla án aðgreiningar sé verr af stað farið en heima setið. Það þarf ekkert að taka það fram að við innleiðingu á Íslandi fylgdi lítið fé og einhvernveginn var kennurum bara ætlað að finna út úr þessu. Þeir eru ennþá að klóra sér í hausnum. Til að gefa smá innsýn í verkefnið skal ég draga upp mynd af einum nemendahóp sem ég kenndi. Ég var með 29 nemendur í umsjón. Í hópnum voru þrír lesblindir nemendur, þrír með annað tungumál en íslensku (þar af einn alveg ómælandi á íslenska tungu), einn nemandi á einhverfurófinu, tveir við neðri mörk meðalgreindar, einn með kvíðaröskun og mikla mótþróaþrjóskuröskun, tveir greindir með ADHD og einn með afburðargreind. Fyrir utan þessa þrettán nemendur voru svo hinir sem einnig áttu skilið eftirtekt, alúð og umhyggju af hálfu kennarans. Einhverjir af þessum nemendum fóru í sérkennslu og þá eingöngu í samræmduprófsfögunum, íslensku og stærðfræði. Búið var að spara þroskaþjálfa, sérkennara og nýbúafræðslu út úr kerfinu. Grunnskólum er skylt að mennta öll börn á árangursríkan hátt og sú ábyrgð hvílir að sjálfsögðu aðallega á kennaranum enda er hann fagmaður á því sviði. Ég kenndi þessum nemendahóp átta mismunandi námsgreinar og á mína ábyrgð var að hver einasti einstaklingur þessa fjölbreytta og stóra hóps fengi nám og kennslu við sitt hæfi. Slíkt er ógjörningur. Jafnvel þótt ég hefði verið ógift, barnlaus og vinalaus og legði nótt við nýtan dag þá hefði ég aldrei getað staðið undir þeirri kröfu. Það var heldur ekkert að hjálpa hvað ég fékk voðalega nauman tíma til þess að sinna kennslunni og því sem að henni sneri. Topparnir í skólakerfinu voru nefnilega líka að klóra sér í hausnum því íslensku börnin voru ekki að koma nógu vel út í alþjóðlegum samanburðarkönnunum, læsi var á undanhaldi og allskyns merki um að ekki væri allt með felldu. Þá er brugðið á það ráð að veita kennurum meira aðhald, þetta er jú á þeirra ábyrgð. Skrifuð er ný og ákaflega metnaðarfull aðalnámsskrá sem kennurum er ætlað að innleiða. Þar fylgdi sá böggull skammrifi að námsskráin var skrifuð á útópísku. Kennarar hafa lagt á sig ómælda vinnu og fundarsetur til þess að aðlaga hana að því skólastarfi sem fer fram í raunveruleikanum á Íslandi. Þá var einnig ákveðið að innleiða nýjan námsmatskvarða, nú eru bókstafir málið. Kennarar fá að glíma við hvernig því skal komið við, með ómældum tíma í fundarsetur. Allt innan vinnuramma kennarans engu að síður og kostar sveitarfélögin ekki krónu aukalega. Einhvernveginn virðist endalaust hægt að bæta verkefnum inn í vinnurammann án þess að á móti komi meiri tími eða jafnvel yfirvinnulaun. Kennarinn hleypur bara hraðar og hugsar hraðar. Það kemur örugglega ekkert niður á kennslunni eða hefur áhrif á alþjóðlegu samanburðarkannanirnar. Menntamálaráðherra hefur líka áhyggjur af blessuðu læsinu og hrindir af stað Þjóðarsáttmála um læsi, flugeldasýningu sem að mínu mati er enn eitt dæmið um hvernig fagmennska kennara er töluð niður. Kennarar kunna alveg að setja af stað lestrarátök, þeir gera það árlega. Kennarar vita alveg hvernig á að kenna börnum að lesa og kennarar vita alveg hvaða börn ná ekki tökum á lestri. Við þurfum ekkert að finna þessi börn enda hafa þau aldrei verið týnd. Kennara skortir úrræði fyrir þau börn sem þurfa aukinn stuðning. Það gefur auga leið að einn kennari lætur ekki 29 börn lesa fyrir sig daglega. Kennara skortir tíma til að sinna kennslunni, kennarar þurfa frið fyrir gæluverkefnum menntamálaráðherra sem skella á af fullum þunga á fjögurra ára fresti. Í stað þess að demba sífellt fleiri verkefnum yfir kennara mætti beina sjónum að því hvernig styrkja mætti þá í starfi og veita fjármagni og mannauð í að standa undir því metnaðarfulla skólastarfi sem er svo fallega orðað á pappírum. Skóla- og fræðimaðurinn Andy Hargreaves skrifar um sektarkennd kennara í bók sinni Changing teachers, changing times. Rannsóknir hafa sýnt að sektarkennd er tilfinning sem kennarar glíma við daglega. Sektarkennd yfir því að geta aldrei uppfyllt almennilega þær kröfur sem gerðar eru til þeirra í starfi. Kennurum er meira að segja stundum ætlað að ganga inn á verksvið annarra sérfræðinga s.s. sálfræðinga og geðlækna. Þarna tengi ég alveg rosalega. Þegar ég hugsa til baka yfir kennsluferil minn þá hef ég einmitt verið að glíma við tilfinningar eins og sektarkennd og skömm. Ég hef allan minn kennsluferil þurft að verja fagmennsku mína og mér hefur liðið illa yfir því að geta ekki uppfyllt allar þarfir allra nemenda minna. Skólamál á Íslandi eru í algjörum ólestri og hverjir eru andlit skólanna – jú, kennararnir. Fólk talar kennara og störf þeirra niður meðan skömmin á í rauninni heima hjá rekstraraðilum skólanna. Sveitarfélögin eru vanhæf til þess að reka skóla svo sómi sé að og hafa ekki burði til þess að standa við bakið á kennurum. Kennurum er ætlað að berjast í mótsagnakenndu starfsumhverfi sem svo algjörlega óviðunandi að það jaðrar við ofbeldi. Ég las einu sinni grein í Lærerbladet þar sem fyrirsögnin var: ,, En god lærer er en ædru lærer“ og fjallaði hún um skólamál á Grænlandi. Ég held, í alvöru, að í huga þeirra sem reka íslensku skólana hljómaði fyrirsögnin eitthvað á þessa leið: ,,Góður kennari er kúgaður og bældur kennari sem efast um fagmennsku sína“. Þannig má halda launum þessarar stéttar, sem þar að auki er nánast orðin hrein kvennastétt áfram í lágmarki. Ég skila hér með skömminni, sektarkenndinni og óbragðinu til föðurhúsanna með kæru vanþakklæti fyrir lánið. Ég ákvað í haust að stytta tímann sem ég er í skóla - um svona tuttugu ár. Ég er hætt að kenna og starfa nú í ferðamannabransanum, þar er líka fullt af peningum og allskonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nýútskrifuð, með sjóðheitt prófskírteinið upp á vasann, réði ég mig sem kennara í þorpi úti á landi. Þar hitti ég konu sem tjáði mér, kinnroðalaust, að þeir sem leggðu fyrir sig kennslu væri fólkið sem væri ekki nógu gáfað til að læra eitthvað annað. Ég fór í bókabúðina til að kaupa mér ritföng og afgreiðslumaðurinn frussaði út úr sér „Hana, reiknaðu hvað þú átt að borga, ertu ekki kennari?“ svo hló hann stórkarlalega meðan mér svelgdist á munnvatninu, ég hef aldrei verið sleip í hugarreikningi. Þarna fór það að síast inn að ekki þykir öllum starf kennarans vera eins stórkostlegt og virðingarvert og mér. Ef ég hraðspóla í gegnum næstu tuttugu árin í starfi kennarans fæ ég óbragð í munninn. Ég sé líf mitt renna hjá á leifturhraða þar sem ég stend sveitt og frústreruð, í fjölskylduboðum, í Kaupfélaginu, heita pottinum, erfidrykkjum....já bara allstaðar þar sem skólastarf ber á góma, og reyna af veikum mætti að verja starf mitt, vinnuframlag og fagmennsku. Ég rembist eins og rjúpan við að leiðrétta allskyns fordóma og mýtur og ég sé mig kyngja niðurlægingunni sem beið mín í launaumslaginu um hver mánaðarmót. Þegar ég hugsa til baka þá er það kannski þjóðaríþrótt Íslendinga að tala niður kennara og störf þeirra. Þess vegna var mér líka svolítið brugðið þegar ég, um miðbik kennsluferilsins, fór að kenna í Danmörku. Þar var viðhorfið annað og ég fann greinilega að starfið var metið mikils í samfélaginu. Ég þurfti aldrei að taka nein samtöl í vörn en fékk þvert á móti hrós og fann fyrir virðingu. Svo ekki sé nú talað um þá umbun sem launaumslagið veitti. Ég hef mikið velt því fyrir mér hvers vegna svo er komið fyrir íslenska kennaranum, kennaranum sem áður skipaði sér í flokk með alþingismönnum m.t.t. virðingarstöðu og launa. Eiríkur Jónsson fyrrverandi formaður KÍ bendir á að þegar sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólanna árið 1995 var varað við því að yfirfærslunni fylgdi ekki nægilegt fé. Sá snjóbolti hefur nú rúllað í tuttugu ár með víðtækum og afar neikvæðum afleiðingum fyrir allt skólastarf. Stoðþjónusta hefur verið skorin gríðarlega niður, uppbrot eins og vettvangsferðir eru ekki í boði nema fjármagn komi úr vösum foreldra, búið er að smætta allt starf kennarans niður í tímamældar stimilklukkueiningar og skólastarfið allt er rígbundið í einhverju leiðinda excelskjali. Árið 2006 er hugtakið Skóli án aðgreiningar skrifað inn í nýja aðalnámskrá og hugmyndafræðin verður að lögum árið 2008. Afskaplega falleg sýn á skólastarf en að sama skapi erfið í útfærslu. Prófessor John MacBeath segir skýrslu sem hann skrifaði fyrir OECD árið 2012 (Future of Teaching Profession) að ef ekki fylgi nægilegt fjármagn við innleiðingu skóla án aðgreiningar sé verr af stað farið en heima setið. Það þarf ekkert að taka það fram að við innleiðingu á Íslandi fylgdi lítið fé og einhvernveginn var kennurum bara ætlað að finna út úr þessu. Þeir eru ennþá að klóra sér í hausnum. Til að gefa smá innsýn í verkefnið skal ég draga upp mynd af einum nemendahóp sem ég kenndi. Ég var með 29 nemendur í umsjón. Í hópnum voru þrír lesblindir nemendur, þrír með annað tungumál en íslensku (þar af einn alveg ómælandi á íslenska tungu), einn nemandi á einhverfurófinu, tveir við neðri mörk meðalgreindar, einn með kvíðaröskun og mikla mótþróaþrjóskuröskun, tveir greindir með ADHD og einn með afburðargreind. Fyrir utan þessa þrettán nemendur voru svo hinir sem einnig áttu skilið eftirtekt, alúð og umhyggju af hálfu kennarans. Einhverjir af þessum nemendum fóru í sérkennslu og þá eingöngu í samræmduprófsfögunum, íslensku og stærðfræði. Búið var að spara þroskaþjálfa, sérkennara og nýbúafræðslu út úr kerfinu. Grunnskólum er skylt að mennta öll börn á árangursríkan hátt og sú ábyrgð hvílir að sjálfsögðu aðallega á kennaranum enda er hann fagmaður á því sviði. Ég kenndi þessum nemendahóp átta mismunandi námsgreinar og á mína ábyrgð var að hver einasti einstaklingur þessa fjölbreytta og stóra hóps fengi nám og kennslu við sitt hæfi. Slíkt er ógjörningur. Jafnvel þótt ég hefði verið ógift, barnlaus og vinalaus og legði nótt við nýtan dag þá hefði ég aldrei getað staðið undir þeirri kröfu. Það var heldur ekkert að hjálpa hvað ég fékk voðalega nauman tíma til þess að sinna kennslunni og því sem að henni sneri. Topparnir í skólakerfinu voru nefnilega líka að klóra sér í hausnum því íslensku börnin voru ekki að koma nógu vel út í alþjóðlegum samanburðarkönnunum, læsi var á undanhaldi og allskyns merki um að ekki væri allt með felldu. Þá er brugðið á það ráð að veita kennurum meira aðhald, þetta er jú á þeirra ábyrgð. Skrifuð er ný og ákaflega metnaðarfull aðalnámsskrá sem kennurum er ætlað að innleiða. Þar fylgdi sá böggull skammrifi að námsskráin var skrifuð á útópísku. Kennarar hafa lagt á sig ómælda vinnu og fundarsetur til þess að aðlaga hana að því skólastarfi sem fer fram í raunveruleikanum á Íslandi. Þá var einnig ákveðið að innleiða nýjan námsmatskvarða, nú eru bókstafir málið. Kennarar fá að glíma við hvernig því skal komið við, með ómældum tíma í fundarsetur. Allt innan vinnuramma kennarans engu að síður og kostar sveitarfélögin ekki krónu aukalega. Einhvernveginn virðist endalaust hægt að bæta verkefnum inn í vinnurammann án þess að á móti komi meiri tími eða jafnvel yfirvinnulaun. Kennarinn hleypur bara hraðar og hugsar hraðar. Það kemur örugglega ekkert niður á kennslunni eða hefur áhrif á alþjóðlegu samanburðarkannanirnar. Menntamálaráðherra hefur líka áhyggjur af blessuðu læsinu og hrindir af stað Þjóðarsáttmála um læsi, flugeldasýningu sem að mínu mati er enn eitt dæmið um hvernig fagmennska kennara er töluð niður. Kennarar kunna alveg að setja af stað lestrarátök, þeir gera það árlega. Kennarar vita alveg hvernig á að kenna börnum að lesa og kennarar vita alveg hvaða börn ná ekki tökum á lestri. Við þurfum ekkert að finna þessi börn enda hafa þau aldrei verið týnd. Kennara skortir úrræði fyrir þau börn sem þurfa aukinn stuðning. Það gefur auga leið að einn kennari lætur ekki 29 börn lesa fyrir sig daglega. Kennara skortir tíma til að sinna kennslunni, kennarar þurfa frið fyrir gæluverkefnum menntamálaráðherra sem skella á af fullum þunga á fjögurra ára fresti. Í stað þess að demba sífellt fleiri verkefnum yfir kennara mætti beina sjónum að því hvernig styrkja mætti þá í starfi og veita fjármagni og mannauð í að standa undir því metnaðarfulla skólastarfi sem er svo fallega orðað á pappírum. Skóla- og fræðimaðurinn Andy Hargreaves skrifar um sektarkennd kennara í bók sinni Changing teachers, changing times. Rannsóknir hafa sýnt að sektarkennd er tilfinning sem kennarar glíma við daglega. Sektarkennd yfir því að geta aldrei uppfyllt almennilega þær kröfur sem gerðar eru til þeirra í starfi. Kennurum er meira að segja stundum ætlað að ganga inn á verksvið annarra sérfræðinga s.s. sálfræðinga og geðlækna. Þarna tengi ég alveg rosalega. Þegar ég hugsa til baka yfir kennsluferil minn þá hef ég einmitt verið að glíma við tilfinningar eins og sektarkennd og skömm. Ég hef allan minn kennsluferil þurft að verja fagmennsku mína og mér hefur liðið illa yfir því að geta ekki uppfyllt allar þarfir allra nemenda minna. Skólamál á Íslandi eru í algjörum ólestri og hverjir eru andlit skólanna – jú, kennararnir. Fólk talar kennara og störf þeirra niður meðan skömmin á í rauninni heima hjá rekstraraðilum skólanna. Sveitarfélögin eru vanhæf til þess að reka skóla svo sómi sé að og hafa ekki burði til þess að standa við bakið á kennurum. Kennurum er ætlað að berjast í mótsagnakenndu starfsumhverfi sem svo algjörlega óviðunandi að það jaðrar við ofbeldi. Ég las einu sinni grein í Lærerbladet þar sem fyrirsögnin var: ,, En god lærer er en ædru lærer“ og fjallaði hún um skólamál á Grænlandi. Ég held, í alvöru, að í huga þeirra sem reka íslensku skólana hljómaði fyrirsögnin eitthvað á þessa leið: ,,Góður kennari er kúgaður og bældur kennari sem efast um fagmennsku sína“. Þannig má halda launum þessarar stéttar, sem þar að auki er nánast orðin hrein kvennastétt áfram í lágmarki. Ég skila hér með skömminni, sektarkenndinni og óbragðinu til föðurhúsanna með kæru vanþakklæti fyrir lánið. Ég ákvað í haust að stytta tímann sem ég er í skóla - um svona tuttugu ár. Ég er hætt að kenna og starfa nú í ferðamannabransanum, þar er líka fullt af peningum og allskonar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun