Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 3. október 2016 17:49 Pólverjar fjölmenntu á mótmæli í dag. MYND/AFP Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata hefur skrifað opið bréf til þingmanna pólska þingsins vegna fyrirhugaðrar lagasetningar þar í landi sem gerir fóstureyðingar ólöglegar og gengur þannig gróflega gegn mannréttindum. Mikil mótmæli hafa geysað meðal Pólverja í dag vegna frumvarpsins en Íslendingar sýndu Pólverjum samstöðu með mótmælum á Austurvelli í dag. Þrjátíu þingmenn hafa þegar skrifað undir bréfið og koma þeir úr öllum flokkum á Alþingi. Í tilkynningu frá Pírötum segir að fleiri undirskriftir eigi mögulega eftir að bætast við. Í bréfinu eru þingmenn í Póllandi hvattir til þess að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt kvenna, kvenréttindi og jafnrétti til heibrigðisþjónustu, þar með talið skipulags á fjölskylduhögum. Íslensku þingmennirnir lýsa í bréfinu þungum áhyggjum af lagafrumvarpinu og skora á pólska þingmenn að afturkalla það. „Við viljum minna pólska þingið á hina sameiginlegu alþjóðlegu ábyrgð og skyldu sem bæði Ísland og Pólland bera til þess að útrýma öllu misrétti gagnvart konum,“ segir meðal annars í bréfinu. „...við höfum hug á því að koma á framfæri viðhorfum okkar þess efnis að öruggar fóstureyðingar eru nauðsynlegur þáttur í rétti kvenna til andlegs og líkamlegs sjálfræðis,“ segir enn fremur. Þeir þingmenn sem undirrituðu bréfið voru: Ásta Guðrún Helgadóttir, (P) Svandís Svavarsdóttir, (V) Oddný Harðardóttir, (S) Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, (S) Guðmundur Steingrímsson, (A) Björt Ólafsdóttir, (A) Brynhildur Pétursdóttir, (A) Ögmundur Jónasson, (V) Jóhanna María Sigmundsdóttir, (B) Össur Skarphéðinsson, (S) Helgi Hrafn Gunnarsson, (P) Katrín Jakobsdóttir, (V) Óttarr Proppé, (Æ) Birgitta Jónsdóttir, (P) Katrín Júlíusdóttir, (S) Ólína Kjerúlf Þórðardóttir, (S) Árni Páll Árnason, (S) Elsa Lára Arnardóttir, (B) Líneik Anna Sævarsdóttir, (B) Karl Garðarsson, (B) Páll Valur Björnsson, (A) Steinunn Þóra Árnadóttir, (V) Helgi Hjörvar, (S) Róbert Marshall, (A) Birgir Ármansson, (B) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, (V) Steingrímur J. Sigfússon, (V) Silja Dögg Gunnarsdóttir, (B) Kristján L. Möller, (S) Unnur Brá Konráðsdóttir, (D) Tengdar fréttir Svartur mánudagur innblásinn af kvennafrídeginum Tæplega sex hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan hálf sex síðdegis í dag. 3. október 2016 10:13 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata hefur skrifað opið bréf til þingmanna pólska þingsins vegna fyrirhugaðrar lagasetningar þar í landi sem gerir fóstureyðingar ólöglegar og gengur þannig gróflega gegn mannréttindum. Mikil mótmæli hafa geysað meðal Pólverja í dag vegna frumvarpsins en Íslendingar sýndu Pólverjum samstöðu með mótmælum á Austurvelli í dag. Þrjátíu þingmenn hafa þegar skrifað undir bréfið og koma þeir úr öllum flokkum á Alþingi. Í tilkynningu frá Pírötum segir að fleiri undirskriftir eigi mögulega eftir að bætast við. Í bréfinu eru þingmenn í Póllandi hvattir til þess að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt kvenna, kvenréttindi og jafnrétti til heibrigðisþjónustu, þar með talið skipulags á fjölskylduhögum. Íslensku þingmennirnir lýsa í bréfinu þungum áhyggjum af lagafrumvarpinu og skora á pólska þingmenn að afturkalla það. „Við viljum minna pólska þingið á hina sameiginlegu alþjóðlegu ábyrgð og skyldu sem bæði Ísland og Pólland bera til þess að útrýma öllu misrétti gagnvart konum,“ segir meðal annars í bréfinu. „...við höfum hug á því að koma á framfæri viðhorfum okkar þess efnis að öruggar fóstureyðingar eru nauðsynlegur þáttur í rétti kvenna til andlegs og líkamlegs sjálfræðis,“ segir enn fremur. Þeir þingmenn sem undirrituðu bréfið voru: Ásta Guðrún Helgadóttir, (P) Svandís Svavarsdóttir, (V) Oddný Harðardóttir, (S) Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, (S) Guðmundur Steingrímsson, (A) Björt Ólafsdóttir, (A) Brynhildur Pétursdóttir, (A) Ögmundur Jónasson, (V) Jóhanna María Sigmundsdóttir, (B) Össur Skarphéðinsson, (S) Helgi Hrafn Gunnarsson, (P) Katrín Jakobsdóttir, (V) Óttarr Proppé, (Æ) Birgitta Jónsdóttir, (P) Katrín Júlíusdóttir, (S) Ólína Kjerúlf Þórðardóttir, (S) Árni Páll Árnason, (S) Elsa Lára Arnardóttir, (B) Líneik Anna Sævarsdóttir, (B) Karl Garðarsson, (B) Páll Valur Björnsson, (A) Steinunn Þóra Árnadóttir, (V) Helgi Hjörvar, (S) Róbert Marshall, (A) Birgir Ármansson, (B) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, (V) Steingrímur J. Sigfússon, (V) Silja Dögg Gunnarsdóttir, (B) Kristján L. Möller, (S) Unnur Brá Konráðsdóttir, (D)
Tengdar fréttir Svartur mánudagur innblásinn af kvennafrídeginum Tæplega sex hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan hálf sex síðdegis í dag. 3. október 2016 10:13 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira
Svartur mánudagur innblásinn af kvennafrídeginum Tæplega sex hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan hálf sex síðdegis í dag. 3. október 2016 10:13