Erlent

Fyrsti kvenforseti Eistlands

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kersti Kaljulaid
Kersti Kaljulaid Vísir/AFP
Eistneska þingið kaus í dag Kersti Kaljulaid til embættis forseta landsins. Er hún fyrsta konan til þess að verða forseti Eistlands.

Kaljulaid, 46 ára gömul, starfaði áður sem endurskoðandi reikninga Evrópusambandsins, en hún hlaut 81 atkvæði, vel yfir þeim 68 atkvæðum sem hún þurfti á að halda.

Kjörtímabil hennar er fimm ár en embætti forseta Eistlands er að mestu táknrænt. Völd þess hafa þó aukist undanfarin ár eftir að forveri Kaljulaid í starfo, Toomas Hendrik, nýtti sér embættið til þess að gagnrýna Rússland harðlega fyrir framgöngu sína á alþjóðavettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×