Hinir nýju eigendur UFC eru búnir að selja fjölmörgum stórstjörnum hlut í fyrirtækinu.
Stjörnurnar sem keyptu í UFC eiga það allar sameiginlegt að vera viðskiptavinir fyrirtækisins sem keypti UFC, WME-IMG.
Þetta eru allt litlir hlutir í fyrirtækinu en það kostaði að lágmarki 28 milljónir króna að vera með.
Þetta er ótrúlega fjölbreyttur listi af hluthöfum. Á listanum eru meðal annars Sylvester Stallone, Tom Brady, Serena Williams, Maria Sharapova og Mark Wahlberg.
Nýju eigendurnir koma með mikla þekkingu og sterkt tengslanet inn í UFC. Þau munu síðan hjálpa til við að auglýsa fyrirtækið og það mun gera mikið fyrir UFC að hafa slíkt bakland.
Hérna er listinn yfir nýju hluthafana.
Adam Levine
Ben Affleck
Calvin Harris
Cam Newton
Serena Williams
Tom Brady
Maria Sharapova
Jimmy Kimmel
LL Cool J
Guy Fieri
Mark Wahlberg
Michael Bay
Robert Kraft
Conan O´Brien
Sylvester Stallone
Trey Parker
Tyler Perry
Li Na
Sly, Serena og Tom Brady keyptu í UFC
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti





Fleiri fréttir
