Lífið

Sjáðu hvað gerist ef iPhone 7 er hent fram af hæstu byggingu heims

Stefán Árni Pálsson skrifar
Byggingin er svakalegt mannvirki.
Byggingin er svakalegt mannvirki. vísir
Tæknirisinn Apple kynnti til sögunnar iPhone 7 símann í byrjun síðasta mánaðar og fer sala símans vel af stað í heiminum.

Þegar nýir símar frá Apple koma á markað keppast margir við að gera allskonar tilraunir á símanum. Umræddur sími er til að mynda vatnsheldur og hafa verið gerðar allskonar prófanir á því.

Sjá einnig: iPhone 7 gegn Galaxy S7 – Hvor þolir meira dýpi?

YouTube síðan TechRax gerði ákveðna tilraun með iPhone 7 plus en tilraunin gekk út á það að sjá hvað myndi gerast ef símanum yrði hent niður af hæstu byggingu heims, Burj Khalifa í Dubai. Byggingin er 830 metra há. Hér að neðan má sjá útkomuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×