Erlent

Kim Kardashian rænd af vopnuðum mönnum í París

Sunna karen Sigurþórsdóttir skrifar
Kim Kardashian á tískusýningu Balenciaga sem haldin var í París í gær. Talsmaður Kardashian segir að hún sé í miklu áfalli en ómeidd.
Kim Kardashian á tískusýningu Balenciaga sem haldin var í París í gær. Talsmaður Kardashian segir að hún sé í miklu áfalli en ómeidd. vísir/getty
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í nótt. Hún var stödd á lúxushóteli í borginni þegar mennirnir, sem voru íklæddir lögreglubúningum, bönkuðu upp á.

Mennirnir tveir eru sagðir hafa dregið upp byssur og látið greipar sópa um hótelherbergið. Talið er að þýfið sé nokkurra milljóna dollara virði, en aðallega var um skartgripi að ræða. Ræningjanna er nú leitað.

Talsmaður Kardashian segir að hún sé í miklu áfalli en ómeidd.

Kanye West, eiginmaður Kim, var á tónlistarhátíð í New York þegar árásin átti sér stað og var sjálfur að halda tónleika þegar hann fékk fréttirnir. Hann stöðvaði tónleikana í miðju lagi og sagði að neyðartilvik hefði komið upp í fjölskyldunni. „Mér þykir þetta leitt en sýningunni er lokið,“ sagði West, sem hafði þá spilað í um klukkustund. Hann mætti þó á sviðið um einum og hálfum klukkutíma of seint.

Kardashian er nú stödd í París vegna tískuvikunnar sem stendur nú yfir í borginni.

Kardashian er nú stödd í París vegna tískuvikunnar sem stendur nú yfir í borginni. Hún vakti athygli í gær eftir að hún mætti ómáluð á tískusýningu Balenciaga, en Kim lætur nær aldri sjá sig án förðunar. Fetar hún þannig í fótspor söngkonunnar Alicia Keys sem hefur gefið það út að hún ætli að hætta að mála sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×