Vilja kynnast innflytjendum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. október 2016 06:45 Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi vill auka traust innflytjenda á lögreglunni og skapa samtalsvettvang fyrir lögreglumenn og innflytjendur. vísir/ernir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill kynnast innflytjendum betur. Hafið er verkefni innan embættisins þar sem innflytjendur og lögreglumenn embættisins hittast og ræða saman. Í sumar fékk embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu einnar milljónar króna styrk frá þróunarsjóði innflytjendamála til að vinna verkefnið: Lögregla í fjölbreyttu samfélagi. Verkefnið gengur út á það að skapa vettvang þar sem lögreglumenn og innflytjendur, utan Evrópu, eiga samtal með því markmiði að skapa þekkingu, traust og efla menningarlæsi lögreglumanna. Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur sem sér um hatursglæpi og minnihlutatengsl hjá embættinu, stýrir verkefninu. Hún segist vonast til þess að með verkefninu verði til samráðsvettvangur lögreglu og innflytjenda til frambúðar. „Væntingar til verkefnisins eru helst að einhvers konar „afurð“ eins og handbók eða tillögur fyrir lögreglumenn verði til, skrifaðar af hópnum. Einnig að þátttakendur fái jákvæða mynd af lögreglunni og upplifi fagleika lögreglumanna og á hinn bóginn að lögreglumenn upplifi öryggi í starfi sínu gagnvart fjölbreytni samfélagsins. Það er von okkar að þessi jákvæða reynsla skili sér víðar t.d. til annarra lögreglumanna og innflytjenda sem tóku ekki sjálfir þátt í verkefninu. Og að grundvöllur skapist, til að mynda eins konar samráðsvettvangur lögreglu og innflytjenda, sem yrði til frambúðar,“ segir Eyrún. Hún segir að víða erlendis upplifi fólk að það eigi ekki gott aðgengi að lögreglu og leiti ekki til hennar. „Með þessu verkefni viljum við að allir upplifi að lögreglan á Íslandi þjónusti alla þegna samfélagsins,“ segir Eyrún og minnir á að verkefnið snúi ekki síður að því að fá lögreglumenn til að upplifa fjölbreytni samfélagsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir þátttakendum í verkefnið og meðal annars auglýst eftir þátttakendum á Facebook. Eyrún segir marga hafa sýnt áhuga á því að vera með en stefnt sé að því að rúmlega þrjátíu manns taki þátt í verkefninu. „Lögð er áhersla á að þátttakendur endurspegli fjölbreytni m.a. með tilliti til kyns og kynvitundar, aldurs, trúar og uppruna auk þess sem við horfum til skörunar þátta sem byggja upp sjálfsmynd fólks,“ segir Eyrún sem segir að enn sé verið að bæta í hópinn. Kröfurnar séu þær að viðkomandi sé innflytjandi, eigi rætur að rekja til landa utan Evrópu og sé búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Eyrún segir að þörf sé fyrir verkefnið. „Mikil einsleitni er innan lögreglunnar auk þess sem í gegnum tíðina hefur fræðsla um fjölbreytni samfélagsins verið af afar skornum skammti í grunnnámi lögreglumanna og ekki til staðar í framhaldsnámskeiðum sem hafa verið í boði. Þegar lögregla endurspeglar ekki samfélag sitt eða hefur ekki þekkingu á öllum kimum samfélagsins má ætla að hún eigi erfitt með að tengjast samfélaginu í heild sinni og skilja þarfir ólíkra hópa gagnvart þjónustuhlutverki stofnunarinnar,“ segir Eyrún sem segist vona að í nýju lögreglunámi á háskólastigi verði þessi fræðsla efld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill kynnast innflytjendum betur. Hafið er verkefni innan embættisins þar sem innflytjendur og lögreglumenn embættisins hittast og ræða saman. Í sumar fékk embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu einnar milljónar króna styrk frá þróunarsjóði innflytjendamála til að vinna verkefnið: Lögregla í fjölbreyttu samfélagi. Verkefnið gengur út á það að skapa vettvang þar sem lögreglumenn og innflytjendur, utan Evrópu, eiga samtal með því markmiði að skapa þekkingu, traust og efla menningarlæsi lögreglumanna. Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur sem sér um hatursglæpi og minnihlutatengsl hjá embættinu, stýrir verkefninu. Hún segist vonast til þess að með verkefninu verði til samráðsvettvangur lögreglu og innflytjenda til frambúðar. „Væntingar til verkefnisins eru helst að einhvers konar „afurð“ eins og handbók eða tillögur fyrir lögreglumenn verði til, skrifaðar af hópnum. Einnig að þátttakendur fái jákvæða mynd af lögreglunni og upplifi fagleika lögreglumanna og á hinn bóginn að lögreglumenn upplifi öryggi í starfi sínu gagnvart fjölbreytni samfélagsins. Það er von okkar að þessi jákvæða reynsla skili sér víðar t.d. til annarra lögreglumanna og innflytjenda sem tóku ekki sjálfir þátt í verkefninu. Og að grundvöllur skapist, til að mynda eins konar samráðsvettvangur lögreglu og innflytjenda, sem yrði til frambúðar,“ segir Eyrún. Hún segir að víða erlendis upplifi fólk að það eigi ekki gott aðgengi að lögreglu og leiti ekki til hennar. „Með þessu verkefni viljum við að allir upplifi að lögreglan á Íslandi þjónusti alla þegna samfélagsins,“ segir Eyrún og minnir á að verkefnið snúi ekki síður að því að fá lögreglumenn til að upplifa fjölbreytni samfélagsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir þátttakendum í verkefnið og meðal annars auglýst eftir þátttakendum á Facebook. Eyrún segir marga hafa sýnt áhuga á því að vera með en stefnt sé að því að rúmlega þrjátíu manns taki þátt í verkefninu. „Lögð er áhersla á að þátttakendur endurspegli fjölbreytni m.a. með tilliti til kyns og kynvitundar, aldurs, trúar og uppruna auk þess sem við horfum til skörunar þátta sem byggja upp sjálfsmynd fólks,“ segir Eyrún sem segir að enn sé verið að bæta í hópinn. Kröfurnar séu þær að viðkomandi sé innflytjandi, eigi rætur að rekja til landa utan Evrópu og sé búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Eyrún segir að þörf sé fyrir verkefnið. „Mikil einsleitni er innan lögreglunnar auk þess sem í gegnum tíðina hefur fræðsla um fjölbreytni samfélagsins verið af afar skornum skammti í grunnnámi lögreglumanna og ekki til staðar í framhaldsnámskeiðum sem hafa verið í boði. Þegar lögregla endurspeglar ekki samfélag sitt eða hefur ekki þekkingu á öllum kimum samfélagsins má ætla að hún eigi erfitt með að tengjast samfélaginu í heild sinni og skilja þarfir ólíkra hópa gagnvart þjónustuhlutverki stofnunarinnar,“ segir Eyrún sem segist vona að í nýju lögreglunámi á háskólastigi verði þessi fræðsla efld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira