Mjög óþægilegt bergmál frá fjórða áratugnum lars christensen skrifar 6. apríl 2016 11:00 Ég reyni af fremsta megni að verða ekki hrakspámaður en ég verð að viðurkenna að ég sé mjög fáar jákvæðar fréttir um þessar mundir og ég sé sífellt þrjú atriði – mistök í peningamálastefnu/lítinn hagvöxt, uppgang öfgamanna í stjórnmálum (Trump, Orban, Erdogan, Pútín, ISIS o.s.frv.) og hraðvaxandi spennu í alþjóðastjórnmálum – sem allt blandast saman í ógeðfelldan kokkteil sem kallar fram minningar um 4. áratuginn og aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari. Það hefur lengi verið tilgáta mín að samdrátturinn í hinu hnattræna hagkerfi í kjölfar kreppunnar miklu 2008 – sem að mínu áliti var aðallega af völdum misheppnaðrar peningamálastefnu – valdi uppgangi pólitískra öfgastefna í Evrópu (Syriza og Gullin dögun í Grikklandi, Orban í Ungverjalandi, Le Pen í Frakklandi o.s.frv.) og Bandaríkjunum (Trump) og einnig uppbroti og klofningi í stjórnmálum hjá venjulegum lýðræðisþjóðum. Þetta leiðir til þess að hægri sinnaðir lýðskrumarar eins og Donald Trump njóta fylgis, en að sama skapi njóta hópar íslamista, eins og ISIS, fylgis á meðal ungra innflytjenda í til dæmis Frakklandi og Belgíu. Þegar hinn lýðræðislegi valkostur missir aðdráttarafl sitt vinna öfgamenn og lýðskrumarar á. Hraðvaxandi stuðningur við þjóðernissinnuð öfl, sérstaklega í Mið- og Austur-Evrópu er að sama skapi áhyggjuefni. Hin landfræðipólitíska útgáfa af þessu er Úkraína og Sýrland (og að vissu leyti Suður-Kínahaf). Með engum hagvexti eykst aðdráttarafl verndarstefnu og að lokum stríðs. Því miður eru hliðstæðurnar við 4. áratuginn mjög skýrar – án þess að ýkja neitt skuluð þið reyna að líta á þetta: 1) Stríðið í Sýrlandi samanborið við spænska borgarastríðið: Bein og óbein aðild erlendra einræðisríkja (Stalín/Hitler og Erdogan/Pútín) 2) Verðhjöðnun evrusvæðisins samanborið við verðhjöðnun gullfótarins. 3) Uppgangur lýðskrumara og öfgamanna: Kommúnistar, nasistar og fasistar samanborið við Syriza, Gullna dögun, Jobbik, Orban, svæðisbundna aðskilnaðarstefnu í Evrópu, andúð á innflytjendum, Trump og ISIS o.s.frv. 4) Veiking (hnignun?) lýðræðisstofnana: Weimar-lýðveldið samanborið við pólitískan klofning í Evrópu – veikar og óvinsælar minnihlutastjórnir með engan „pólitískan styrk“ til að framkvæma efnahagslegar endurbætur í Evrópu. Kannski eru þetta of miklar hrakspár, en maður verður að vera blindur á lexíur sögunnar til að sjá þetta ekki. Það þýðir samt ekki að sagan muni endurtaka sig – það vona ég sannarlega ekki – en ef við hunsum það sem er líkt með 4. áratugnum mun ástandið aðeins versna. Besta leiðin til að komast hjá hryllingi 4. áratugarins er að efla hagvöxt, og hér er bæði þörf á að auka eftirspurn á heimsvísu – frekari og mun stórtækari slökun á peningamálastefnu bæði í Bandaríkjunum og Evrópu – og að koma á gagngerum kerfisumbótum. Ef við grípum ekki til slíkra stefnubreytinga er greinilega hætta á að aðdráttarafl þjóðernissinnaðra lýðskrumara muni aukast og að um leið munum við sjá aukna róttækni á meðal ungra innflytjenda í Evrópu. Svo ef okkur er alvara með að berjast gegn öfgastefnum og hryðjuverkum verðum við að auka verulega viðleitni okkar til að örva hagvöxt, sérstaklega í Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Lars Christensen Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég reyni af fremsta megni að verða ekki hrakspámaður en ég verð að viðurkenna að ég sé mjög fáar jákvæðar fréttir um þessar mundir og ég sé sífellt þrjú atriði – mistök í peningamálastefnu/lítinn hagvöxt, uppgang öfgamanna í stjórnmálum (Trump, Orban, Erdogan, Pútín, ISIS o.s.frv.) og hraðvaxandi spennu í alþjóðastjórnmálum – sem allt blandast saman í ógeðfelldan kokkteil sem kallar fram minningar um 4. áratuginn og aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari. Það hefur lengi verið tilgáta mín að samdrátturinn í hinu hnattræna hagkerfi í kjölfar kreppunnar miklu 2008 – sem að mínu áliti var aðallega af völdum misheppnaðrar peningamálastefnu – valdi uppgangi pólitískra öfgastefna í Evrópu (Syriza og Gullin dögun í Grikklandi, Orban í Ungverjalandi, Le Pen í Frakklandi o.s.frv.) og Bandaríkjunum (Trump) og einnig uppbroti og klofningi í stjórnmálum hjá venjulegum lýðræðisþjóðum. Þetta leiðir til þess að hægri sinnaðir lýðskrumarar eins og Donald Trump njóta fylgis, en að sama skapi njóta hópar íslamista, eins og ISIS, fylgis á meðal ungra innflytjenda í til dæmis Frakklandi og Belgíu. Þegar hinn lýðræðislegi valkostur missir aðdráttarafl sitt vinna öfgamenn og lýðskrumarar á. Hraðvaxandi stuðningur við þjóðernissinnuð öfl, sérstaklega í Mið- og Austur-Evrópu er að sama skapi áhyggjuefni. Hin landfræðipólitíska útgáfa af þessu er Úkraína og Sýrland (og að vissu leyti Suður-Kínahaf). Með engum hagvexti eykst aðdráttarafl verndarstefnu og að lokum stríðs. Því miður eru hliðstæðurnar við 4. áratuginn mjög skýrar – án þess að ýkja neitt skuluð þið reyna að líta á þetta: 1) Stríðið í Sýrlandi samanborið við spænska borgarastríðið: Bein og óbein aðild erlendra einræðisríkja (Stalín/Hitler og Erdogan/Pútín) 2) Verðhjöðnun evrusvæðisins samanborið við verðhjöðnun gullfótarins. 3) Uppgangur lýðskrumara og öfgamanna: Kommúnistar, nasistar og fasistar samanborið við Syriza, Gullna dögun, Jobbik, Orban, svæðisbundna aðskilnaðarstefnu í Evrópu, andúð á innflytjendum, Trump og ISIS o.s.frv. 4) Veiking (hnignun?) lýðræðisstofnana: Weimar-lýðveldið samanborið við pólitískan klofning í Evrópu – veikar og óvinsælar minnihlutastjórnir með engan „pólitískan styrk“ til að framkvæma efnahagslegar endurbætur í Evrópu. Kannski eru þetta of miklar hrakspár, en maður verður að vera blindur á lexíur sögunnar til að sjá þetta ekki. Það þýðir samt ekki að sagan muni endurtaka sig – það vona ég sannarlega ekki – en ef við hunsum það sem er líkt með 4. áratugnum mun ástandið aðeins versna. Besta leiðin til að komast hjá hryllingi 4. áratugarins er að efla hagvöxt, og hér er bæði þörf á að auka eftirspurn á heimsvísu – frekari og mun stórtækari slökun á peningamálastefnu bæði í Bandaríkjunum og Evrópu – og að koma á gagngerum kerfisumbótum. Ef við grípum ekki til slíkra stefnubreytinga er greinilega hætta á að aðdráttarafl þjóðernissinnaðra lýðskrumara muni aukast og að um leið munum við sjá aukna róttækni á meðal ungra innflytjenda í Evrópu. Svo ef okkur er alvara með að berjast gegn öfgastefnum og hryðjuverkum verðum við að auka verulega viðleitni okkar til að örva hagvöxt, sérstaklega í Evrópu.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar