Enski boltinn

Messan: Gylfa finnst gott að hafa mikla pressu á sér

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Messan hitti Gylfa Þór Sigurðsson að máli fyrir síðustu helgi. Gummi Ben ræddi meðal annars um ábyrgðina að þurfa að bera lið Swansea á bakinu.

„Mér finnst ekkert of mikið lagt á mínar herðar. Það gekk mjög vel eftir áramót. Ég skoraði mikið af mikilvægum mörkum sem hjálpuðu okkur að vinna. Það þýðir nú samt ekki að mörkin hafi haldið okkur uppi,“ sagði Gylfi Þór um þá fullyrðingu Gumma Ben að hans ábyrgð væri gríðarleg. Það þyrfti allt að fara í gegnum Gylfa hjá Swansea.

„Mér finnst persónulega fínt að hafa mikla pressu á mér. Það heldur mér einbeittum og gangandi. Ég set mér markmið fyrir bæði mörk og stoðsendingar fyrir hverja leiktíð. Ég er á betri leið með að ná þeim markmiðum heldur en í janúar í fyrra.“

Messan talaði einnig við stjóra Swansea, Bob Bradley, og Bandaríkjamaðurinn fór fögrum orðum um okkar mann. Hjörvar Hafliðason færði honum svo eina Brennivínsflösku eftir viðtalið.

Sjá má viðtölin við Gylfa og Bradley sem og umræðu Messudrengja um Gylfa hér að ofan.


Tengdar fréttir

Gullinn aukaspyrnufótur Gylfa

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu um helgina og hefur þar með skorað tíu slík mörk á stóra sviðinu í evrópskum fótbolta. Fréttablaðið skoðar þessi tíu eftirminnilegu mörk.

Gylfi fær fullkomna einkunn hjá ESPN

Max Hicks, sem skrifar um enska úrvalsdeildarliðið Swansea City fyrir ESPN, gefur Gylfa Þór Sigurðssyni fullkomna einkunn fyrir frammistöðu hans í ótrúlegum 5-4 sigri Swansea á Crystal Palace í gær.

Gylfi ausinn lofi í breskum fjölmiðlum

Gylfi Þór Sigurðsson fær mikið lof í fjölmiðlum eftir frábæra frammistöðu í sigri Swansea gegn Crystal Palace í gær. Sigurinn var sá fyrsti undir stjórn Bob Bradley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×