Erlent

Farþegaflugvél með 72 innanborðs fórst í Kólumbíu

Gunnar Reynir Valþórsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa
Talið er að 6-10 manns hafi lifað af. Meðal farþega voru allir meðlimir brasilíska knattspyrnuliðsins Chapecoense Real.
Talið er að 6-10 manns hafi lifað af. Meðal farþega voru allir meðlimir brasilíska knattspyrnuliðsins Chapecoense Real. Skjáskot/360 radio columbia
Farþegaflugvél með 72 innanborðs, þar á meðal alla meðlimi brasilísks knattspyrnuliðs Chapecoense Real, fórst í Kólombíu snemma í morgun.

Vélin var í aðflugi að flugvellinum í Medellin þegar eitthvað fór úrskeiðis en óljóst er enn hvað kom fyrir. Talið er að sex til tíu manns hafi lifað slysið af.

Vélin var að koma frá Bólivíu en fótboltaliðið Chapocoense var á leiðinni að keppa við kólombískt lið í úrslitum Suðurameríkubikars félagsliða. Vélin hrapaði í fjallendi rétt utan við borgina um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×