Marel hagnaðist um átta milljarða króna árið 2015 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. febrúar 2016 19:21 Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marel. vísir/valli Marel hagnaðist um 56,7 milljónir evra, rúmlega átta milljarða króna, á síðasta ári. Það er nærri fimmfalt meiri hagnaður heldur en árið 2014. Þetta er meðal þess sem kemur fram í uppgjöri fyrirtækisins fyrir síðasta ársfjórðung síðasta árs en uppgjörið var birt í kvöld. Tekjur Marel á fjórða ársfjórðungi ársins 2015 námu 201,9 milljónum evra sem samsvarar rúmlega 28,8 milljörðum íslenskra króna. Tekjurnar eru tæplega tveimur milljónum evra meiri en á sama tímabili árið 2014. Afkoma fyrirtækisins, áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta, var jákvæð upp á þrjátíu milljónir evra. Hagnaður ársfjórðungsins nam 9,9 milljónum evra, rúmlega 1,4 milljörðum króna, sem er ríflega þrefalt meiri hagnaður en á sama tímabili árið 2014. „2015 var frábært ár fyrir Marel. Tveggja ára áætlun okkar um einfaldara og skilvirkara Marel hefur nú runnið sitt skeið og skilað miklum árangri, sem m.a. má sjá í hagræðingu á vöruframboði og framleiðslu-einingum félagsins auk þess sem reksturinn hefur verið straumlínulagaður,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, í tilkyningu frá fyrirtækinu. Á árinu gekk fyrirtækið meðal annars frá kaupum á fyrirtækinu MPS sem sérhæfir sig í framleiðslu véla fyrir fyrstu stig kjötvinnslu. Með kaupunum styrkti Marel stöðu sína sem leiðandi framleiðandi á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. „Skrefin sem við tökum nú í kjötvinnslunni eru um margt lík þeim sem tekin voru fyrir átta árum í kjúklingavinnslu með yfirtöku Marel á Stork. Við væntum þess að yfirtakan á MPS muni auka hag viðskiptavina og hluthafa félagsins líkt og yfirtakan á Stork hefur gert,“ segir Árni Þórður. Útdrátt úr árfjórðungsuppgjörinu á íslensku má finna hér en hægt er að skoða það í heild sinni á ensku með því að smella hér. Tengdar fréttir Viðskiptamaður ársins: Árni Oddur Þórðarson Gengi hlutabréfa í Marel hafa hækkað yfir 80 prósent á árinu. 30. desember 2015 10:00 Mesta hækkun í langan tíma í kauphöll Íslands Úrvalsvísitalan hefur aðeins í tvígang hækkað meira en hún gerði í dag undanfarin sex ár. Svartsýni síðustu viku að baki í bili. 19. janúar 2016 19:00 Marel undirritar kaup á MPS meat processing system "Kaupin styðja við framboð Marel á heildarlausnum í kjötvinnslu.“ 21. nóvember 2015 13:14 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Marel hagnaðist um 56,7 milljónir evra, rúmlega átta milljarða króna, á síðasta ári. Það er nærri fimmfalt meiri hagnaður heldur en árið 2014. Þetta er meðal þess sem kemur fram í uppgjöri fyrirtækisins fyrir síðasta ársfjórðung síðasta árs en uppgjörið var birt í kvöld. Tekjur Marel á fjórða ársfjórðungi ársins 2015 námu 201,9 milljónum evra sem samsvarar rúmlega 28,8 milljörðum íslenskra króna. Tekjurnar eru tæplega tveimur milljónum evra meiri en á sama tímabili árið 2014. Afkoma fyrirtækisins, áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta, var jákvæð upp á þrjátíu milljónir evra. Hagnaður ársfjórðungsins nam 9,9 milljónum evra, rúmlega 1,4 milljörðum króna, sem er ríflega þrefalt meiri hagnaður en á sama tímabili árið 2014. „2015 var frábært ár fyrir Marel. Tveggja ára áætlun okkar um einfaldara og skilvirkara Marel hefur nú runnið sitt skeið og skilað miklum árangri, sem m.a. má sjá í hagræðingu á vöruframboði og framleiðslu-einingum félagsins auk þess sem reksturinn hefur verið straumlínulagaður,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, í tilkyningu frá fyrirtækinu. Á árinu gekk fyrirtækið meðal annars frá kaupum á fyrirtækinu MPS sem sérhæfir sig í framleiðslu véla fyrir fyrstu stig kjötvinnslu. Með kaupunum styrkti Marel stöðu sína sem leiðandi framleiðandi á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. „Skrefin sem við tökum nú í kjötvinnslunni eru um margt lík þeim sem tekin voru fyrir átta árum í kjúklingavinnslu með yfirtöku Marel á Stork. Við væntum þess að yfirtakan á MPS muni auka hag viðskiptavina og hluthafa félagsins líkt og yfirtakan á Stork hefur gert,“ segir Árni Þórður. Útdrátt úr árfjórðungsuppgjörinu á íslensku má finna hér en hægt er að skoða það í heild sinni á ensku með því að smella hér.
Tengdar fréttir Viðskiptamaður ársins: Árni Oddur Þórðarson Gengi hlutabréfa í Marel hafa hækkað yfir 80 prósent á árinu. 30. desember 2015 10:00 Mesta hækkun í langan tíma í kauphöll Íslands Úrvalsvísitalan hefur aðeins í tvígang hækkað meira en hún gerði í dag undanfarin sex ár. Svartsýni síðustu viku að baki í bili. 19. janúar 2016 19:00 Marel undirritar kaup á MPS meat processing system "Kaupin styðja við framboð Marel á heildarlausnum í kjötvinnslu.“ 21. nóvember 2015 13:14 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Viðskiptamaður ársins: Árni Oddur Þórðarson Gengi hlutabréfa í Marel hafa hækkað yfir 80 prósent á árinu. 30. desember 2015 10:00
Mesta hækkun í langan tíma í kauphöll Íslands Úrvalsvísitalan hefur aðeins í tvígang hækkað meira en hún gerði í dag undanfarin sex ár. Svartsýni síðustu viku að baki í bili. 19. janúar 2016 19:00
Marel undirritar kaup á MPS meat processing system "Kaupin styðja við framboð Marel á heildarlausnum í kjötvinnslu.“ 21. nóvember 2015 13:14