Allir sem aðhyllast grunnstefnu Pírata velkomnir í flokkinn Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2016 18:24 Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata. Vísir Allir eru velkomnir í Pírataflokkinn, svo lengi sem þeir aðhyllast grunnstefnu flokksins. Þetta kom fram í svari Helga Hrafns Gunnarssonar, kafteins Pírata, við fyrirspurn Elínar Hirst, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Elín bað um orðið undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag þar sem hún sagðist vilja eiga orðastað við Birgittu Jónsdóttir, þingmann Pírata, en þar sem hún var veik þá beindi Elín orðum sínum til Helga Hrafns. Elín óskaði Pírötum til hamingju með það mikla fylgi flokkurinn hefur mælst með í skoðanakönnunum. „Ég neita því ekki að ég vildi heldur sjá Sjálfstæðisflokkinn með 40 prósent í könnunum, en við skulum bíða og sjá hvað kemur upp úr kjörkössum á næsta ári,“ sagði Elín. Hún sagði tilefni þessara orðaskipta vera ummæli Birgittu Jónsdóttur sem hún birti á Facebook-síðu sinni nýlega þar sem hún sagðist ekki vilja frjálshyggjumenn í Pírata. „Ég veit um frjálshyggjumenn sem geta vel hugsað sér að styðja Pírata í næstu kosningum, því velti ég fyrir mér hvaða skilaboð þetta eru til þeirra. Er sem sagt verið að afþakka stuðning þeirra? Mundu þeir líka vera útilokaðir úr flokksstarfinu? Hefði nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman, ef hann hefði verið Íslendingur, ekki verið velkominn í Pírataflokkinn,“ spurði Elín. Hún sagðist vera þeirrar skoðunar að þetta væri sérkennileg pólitík því hún taldi Pírata vera breiðfylkingu fólks sem vildi breytingar, virkara lýðræði og gagnsæi og svo framvegis. En samkvæmt þessu eru bara sumir velkomnir að leggja gott til málanna en ekki allir,“ sagði Elín. Helgi Hrafn sagði svarið vera afdráttarlaust „já“ þegar hann var spurður hvort frjálshyggjumenn væru velkomnir í Pírata. Flokkurinn leggi áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Í því felst að Píratar móti stefnu sína í ljósi gagna og þekkingar sem er aflað óháð því hvort tillaga virðist í fyrstu æskileg eða ekki. Afstaða Pírata til hugmynda er óháð því hverjir fortalsmenn hennar eru. Sagði Helgi Hrafn alla velkomna í Pírata sem aðhyllast þessari grunnstefnu flokksins. Elín spurði Helga Hrafn einni út í Evrópustefnu flokksins. Sagði Elín nýlega könnun Gallup sýna að meiri hluti kjósenda Pírata, 67 prósent, myndi sennilega eða örugglega greiða atkvæði með aðild Íslands að Evrópusambandinu ef gengið yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Helgi Hrafn sagði afstöðu Pírata til Evrópusambandsins vera þá að ákvörðunin eigi að liggja hjá þjóðinni. Það sé ekki hlutverk stjórnmálamanna að taka ákvörðunin hvort málið farið fyrir þjóðina, þjóðin eigi að hafa valið. Hann sagði Pírata vera þeirrar skoðunar að þjóðin eigi að greiða atkvæði um hvort halda eigi áfram samningaviðræðum við Evrópusambandið og svo greiða atkvæði um fulla aðild að samningaviðræðum. Tengdar fréttir Píratar fara yfir 40 prósenta markið Píratar mælast með tæplega 42 prósenta fylgi í nýrri skoðanakönnun. Þingmaður flokksins segist auðmjúkur. Það sé umhugsunarefni hvers vegna Píratar mælist ítrekað stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í könnunum. Sjálfstæðisflokkuri 28. janúar 2016 07:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Herða reglur til að „kæla aðeins niður hitann“ í Rauða þræðinum Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Sjá meira
Allir eru velkomnir í Pírataflokkinn, svo lengi sem þeir aðhyllast grunnstefnu flokksins. Þetta kom fram í svari Helga Hrafns Gunnarssonar, kafteins Pírata, við fyrirspurn Elínar Hirst, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Elín bað um orðið undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag þar sem hún sagðist vilja eiga orðastað við Birgittu Jónsdóttir, þingmann Pírata, en þar sem hún var veik þá beindi Elín orðum sínum til Helga Hrafns. Elín óskaði Pírötum til hamingju með það mikla fylgi flokkurinn hefur mælst með í skoðanakönnunum. „Ég neita því ekki að ég vildi heldur sjá Sjálfstæðisflokkinn með 40 prósent í könnunum, en við skulum bíða og sjá hvað kemur upp úr kjörkössum á næsta ári,“ sagði Elín. Hún sagði tilefni þessara orðaskipta vera ummæli Birgittu Jónsdóttur sem hún birti á Facebook-síðu sinni nýlega þar sem hún sagðist ekki vilja frjálshyggjumenn í Pírata. „Ég veit um frjálshyggjumenn sem geta vel hugsað sér að styðja Pírata í næstu kosningum, því velti ég fyrir mér hvaða skilaboð þetta eru til þeirra. Er sem sagt verið að afþakka stuðning þeirra? Mundu þeir líka vera útilokaðir úr flokksstarfinu? Hefði nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman, ef hann hefði verið Íslendingur, ekki verið velkominn í Pírataflokkinn,“ spurði Elín. Hún sagðist vera þeirrar skoðunar að þetta væri sérkennileg pólitík því hún taldi Pírata vera breiðfylkingu fólks sem vildi breytingar, virkara lýðræði og gagnsæi og svo framvegis. En samkvæmt þessu eru bara sumir velkomnir að leggja gott til málanna en ekki allir,“ sagði Elín. Helgi Hrafn sagði svarið vera afdráttarlaust „já“ þegar hann var spurður hvort frjálshyggjumenn væru velkomnir í Pírata. Flokkurinn leggi áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Í því felst að Píratar móti stefnu sína í ljósi gagna og þekkingar sem er aflað óháð því hvort tillaga virðist í fyrstu æskileg eða ekki. Afstaða Pírata til hugmynda er óháð því hverjir fortalsmenn hennar eru. Sagði Helgi Hrafn alla velkomna í Pírata sem aðhyllast þessari grunnstefnu flokksins. Elín spurði Helga Hrafn einni út í Evrópustefnu flokksins. Sagði Elín nýlega könnun Gallup sýna að meiri hluti kjósenda Pírata, 67 prósent, myndi sennilega eða örugglega greiða atkvæði með aðild Íslands að Evrópusambandinu ef gengið yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Helgi Hrafn sagði afstöðu Pírata til Evrópusambandsins vera þá að ákvörðunin eigi að liggja hjá þjóðinni. Það sé ekki hlutverk stjórnmálamanna að taka ákvörðunin hvort málið farið fyrir þjóðina, þjóðin eigi að hafa valið. Hann sagði Pírata vera þeirrar skoðunar að þjóðin eigi að greiða atkvæði um hvort halda eigi áfram samningaviðræðum við Evrópusambandið og svo greiða atkvæði um fulla aðild að samningaviðræðum.
Tengdar fréttir Píratar fara yfir 40 prósenta markið Píratar mælast með tæplega 42 prósenta fylgi í nýrri skoðanakönnun. Þingmaður flokksins segist auðmjúkur. Það sé umhugsunarefni hvers vegna Píratar mælist ítrekað stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í könnunum. Sjálfstæðisflokkuri 28. janúar 2016 07:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Herða reglur til að „kæla aðeins niður hitann“ í Rauða þræðinum Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Sjá meira
Píratar fara yfir 40 prósenta markið Píratar mælast með tæplega 42 prósenta fylgi í nýrri skoðanakönnun. Þingmaður flokksins segist auðmjúkur. Það sé umhugsunarefni hvers vegna Píratar mælist ítrekað stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í könnunum. Sjálfstæðisflokkuri 28. janúar 2016 07:00