Rodrigo Rato, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur verið ákærður fyrir að nýta fyrirtækjagreiðslukort í eigin þágu á meðan hann starfaði við spænskan banka.
Auk Ratos eru 65 aðrir ákærðir. Hinir ákærðu eru sakaðir um að hafa varið 15,5 milljónum evra (um tveimur milljörðum króna) í eigin þágu, svo sem til kaupa á skartgripum og skemmtiferðum. Þar á Rata að hafa dregið sér 44 þúsund evrur (rúmar sex milljónir króna).
Brotin eru sögð hafa átt sér stað á árunum 1999-2012. Rata var framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 2004-2007. Hann tók síðan við sem stjórnarformaður Caja Banka og síðan Bankia Conglomerate frá stofnun og þar til hann féll.

