Krafa um að flýta landsfundi Samfylkingar hávær Sveinn Arnarsson skrifar 3. febrúar 2016 07:00 Flokksfélagar á Akureyri vilja álykta gegn sitjandi stjórn Samfylkingin á Akureyri hefur boðað til félagsfundar í kvöld vegna stöðunnar í flokknum. Kannanir hafa mælt flokkinn undir tíu prósenta fylgi í nokkurn tíma og er hljóðið þungt meðal Samfylkingarfólks. Lögð verður fram bókun á fundinum um að flýta aðalfundi svo hægt verði að kjósa nýjan formann í flokknum. Ólína Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi, lét hafa eftir sér í gær að staða flokksins væri ótæk og það þyrfti að flýta fundi fram í maí. Björk Vilhelmsdóttir, fyrrum borgarfulltrúi flokksins í Reykjavík, og Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður flokksins, hafa viðrað þá skoðun að sameina félagshyggjuöfl á vinstri vængnum svo þau megi ná vopnum sínum á ný. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru margir orðnir þreyttir á stöðu flokksins og vilja breytingar. Þær raddir heyrist jafnt úr þingflokk og framkvæmdastjórn eins og úr grasrót flokksins.Árni Páll ÁrnasonÍ ályktun sem lögð verður fyrir félagsfund á Akureyri í kvöld segir að núverandi forysta hafi ekki tekist að skapa traust kjósenda á flokknum og því þurfi að flýta landsfundi og boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um formann flokksins. „Í stöðu eins og nú er uppi verða almennir flokksmenn að láta til sín taka þegar forystunni hefur mistekist að halda baráttumálunum á lofti og knýja fram nauðsynlegar þjóðfélagsbreytingar fyrir almenning á Íslandi,“ segir í drögunum að ályktuninni. Árni Páll Árnason, formaður flokksins, segir það ekki í hans valdi að boða til landsfundar. Það sé í höndum stofnana flokksins að boða til fundar og þar með atkvæðagreiðslu um formann flokksins. „Ég hef sagt það að ég mun ekki standa í vegi fyrir því að landsfundi verði flýtt og er tilbúinn í formannskosningu hvenær sem er,“ segir Árni Páll. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Samfylkingin á Akureyri hefur boðað til félagsfundar í kvöld vegna stöðunnar í flokknum. Kannanir hafa mælt flokkinn undir tíu prósenta fylgi í nokkurn tíma og er hljóðið þungt meðal Samfylkingarfólks. Lögð verður fram bókun á fundinum um að flýta aðalfundi svo hægt verði að kjósa nýjan formann í flokknum. Ólína Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi, lét hafa eftir sér í gær að staða flokksins væri ótæk og það þyrfti að flýta fundi fram í maí. Björk Vilhelmsdóttir, fyrrum borgarfulltrúi flokksins í Reykjavík, og Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður flokksins, hafa viðrað þá skoðun að sameina félagshyggjuöfl á vinstri vængnum svo þau megi ná vopnum sínum á ný. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru margir orðnir þreyttir á stöðu flokksins og vilja breytingar. Þær raddir heyrist jafnt úr þingflokk og framkvæmdastjórn eins og úr grasrót flokksins.Árni Páll ÁrnasonÍ ályktun sem lögð verður fyrir félagsfund á Akureyri í kvöld segir að núverandi forysta hafi ekki tekist að skapa traust kjósenda á flokknum og því þurfi að flýta landsfundi og boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um formann flokksins. „Í stöðu eins og nú er uppi verða almennir flokksmenn að láta til sín taka þegar forystunni hefur mistekist að halda baráttumálunum á lofti og knýja fram nauðsynlegar þjóðfélagsbreytingar fyrir almenning á Íslandi,“ segir í drögunum að ályktuninni. Árni Páll Árnason, formaður flokksins, segir það ekki í hans valdi að boða til landsfundar. Það sé í höndum stofnana flokksins að boða til fundar og þar með atkvæðagreiðslu um formann flokksins. „Ég hef sagt það að ég mun ekki standa í vegi fyrir því að landsfundi verði flýtt og er tilbúinn í formannskosningu hvenær sem er,“ segir Árni Páll.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira