Sigurður Ingi undrast illmælgi í garð Framsóknarflokksins sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. september 2016 14:06 Sigurður Ingi ræddi málin við Snærós Sindradóttur blaðamann á Fundi fólksins í dag. Vísir/eyþór Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra undrast það hversu illa sé talað um flokk sinn, Framsóknarflokkinn, í samfélaginu. Um sé að ræða elsta flokk landsins sem hafi gert marga góða hluti. Þetta sagði hann á Fundi fólksins, lýðræðishátíð, í dag. Hann sagðist hafa verið spurður að því í viðtali á dögunum hvort honum þyki það sanngjarnt hversu illa sé talað um Framsóknarflokkinn. „Þetta er elsti flokkur landsins. Hann hefur komið mörgum af bestu málum sem hafa verið gerð hér á Íslandi, til dæmis fæðingarorlofssjóði, svo dæmi séu tekin. Af hverju er þá alltaf verið að tala svona neikvætt og niður til Framsóknarflokksins?“ sagði Sigurður. Hann sagði að inni á bloggsíðum sé oftar en ekki talað afar illa um flokkinn, og tók dæmi um síðuna „Framsóknarlaust Ísland“. Sigurður sagði, léttur í bragði, að fylgi Framsóknarflokksins sé lítið, um níu prósent, og því sé jafnvel hægt að tala um flokkinn sem minnihlutahóp. Hann spurði því hvort það yrði viðurkennt að tala með sambærilegum hætti um aðra minnihlutahópa. „Ef þú setur eitthvað annað orð inn fyrir Framsókn. [...] Hvernig myndi það hljóma? Það er um þrettán þúsund manns í þessum flokki, sem er samvinnufólk, sem er félagshyggjufólk, sem er heiðarlegt fólk, hvernig það er talað um það í þessum miðlum. Er það óeðlilegt? Já, ég held það sé óeðlilegt.“ Sigurður var jafnframt spurður út í komandi alþingiskosningar og hvort hann ætli að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hefur áður sagt að hann muni ekki bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, en dró þó heldur í land með þau orð á fundinum í dag þegar hann sagðist ekki útiloka neitt í þeim efnum. „Ég hef sagt það að ég muni ekki bjóða mig fram gegn sitjandi formanni. En ég sagði jafnframt að ég hef tekið að mér öll þau verkefni sem flokkurinn hefur falið mér,“ sagði hann. Aðspurður hvort þetta Sigmundur Davíð þurfi að hætta við formannsframboð, svo hann bjóði sig fram, sagðist hann ekki vilja ræða það í fjölmiðlum. „Okkar flokkur hefur þær aðferðir að við erum ekki að skylmast í fjölmiðlum. Í sumum flokkum hafa menn gengið dálítið langt í að ráðast hver á annan í forystu flokksins. En það gerum við ekki í Framsóknarflokknum. Við fjöllum bara um þetta á okkar vettvangi og það munum við gera.“Viðtalið við Sigurð Inga á Fundi fólksins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Það hefst þegar um fjórar klukkustundir og sautján mínútur eru liðnar af upptökunni. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra undrast það hversu illa sé talað um flokk sinn, Framsóknarflokkinn, í samfélaginu. Um sé að ræða elsta flokk landsins sem hafi gert marga góða hluti. Þetta sagði hann á Fundi fólksins, lýðræðishátíð, í dag. Hann sagðist hafa verið spurður að því í viðtali á dögunum hvort honum þyki það sanngjarnt hversu illa sé talað um Framsóknarflokkinn. „Þetta er elsti flokkur landsins. Hann hefur komið mörgum af bestu málum sem hafa verið gerð hér á Íslandi, til dæmis fæðingarorlofssjóði, svo dæmi séu tekin. Af hverju er þá alltaf verið að tala svona neikvætt og niður til Framsóknarflokksins?“ sagði Sigurður. Hann sagði að inni á bloggsíðum sé oftar en ekki talað afar illa um flokkinn, og tók dæmi um síðuna „Framsóknarlaust Ísland“. Sigurður sagði, léttur í bragði, að fylgi Framsóknarflokksins sé lítið, um níu prósent, og því sé jafnvel hægt að tala um flokkinn sem minnihlutahóp. Hann spurði því hvort það yrði viðurkennt að tala með sambærilegum hætti um aðra minnihlutahópa. „Ef þú setur eitthvað annað orð inn fyrir Framsókn. [...] Hvernig myndi það hljóma? Það er um þrettán þúsund manns í þessum flokki, sem er samvinnufólk, sem er félagshyggjufólk, sem er heiðarlegt fólk, hvernig það er talað um það í þessum miðlum. Er það óeðlilegt? Já, ég held það sé óeðlilegt.“ Sigurður var jafnframt spurður út í komandi alþingiskosningar og hvort hann ætli að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hefur áður sagt að hann muni ekki bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, en dró þó heldur í land með þau orð á fundinum í dag þegar hann sagðist ekki útiloka neitt í þeim efnum. „Ég hef sagt það að ég muni ekki bjóða mig fram gegn sitjandi formanni. En ég sagði jafnframt að ég hef tekið að mér öll þau verkefni sem flokkurinn hefur falið mér,“ sagði hann. Aðspurður hvort þetta Sigmundur Davíð þurfi að hætta við formannsframboð, svo hann bjóði sig fram, sagðist hann ekki vilja ræða það í fjölmiðlum. „Okkar flokkur hefur þær aðferðir að við erum ekki að skylmast í fjölmiðlum. Í sumum flokkum hafa menn gengið dálítið langt í að ráðast hver á annan í forystu flokksins. En það gerum við ekki í Framsóknarflokknum. Við fjöllum bara um þetta á okkar vettvangi og það munum við gera.“Viðtalið við Sigurð Inga á Fundi fólksins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Það hefst þegar um fjórar klukkustundir og sautján mínútur eru liðnar af upptökunni.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira