Bankareikningur jarðar Snjólaug Ólafsdóttir skrifar 2. september 2016 11:42 Þann 8. ágúst síðastliðinn var dagur þolmarka jarðar eða „earth overshoot day“ á ensku. Þetta er sá dagur ársins þar sem mannkynið hefur notað þær auðlindir jarðar sem jörðin getur endurnýjað á einu ári. Dagsetningin er fundin af the Global Footprint Network sem hafa þróað aðferðir til að reikna út vistfræðilegt fótspor þjóða og einstaklinga, svo kallað vistspor. Samtökin byggja útreikningana m.a. á notkun mannsins á plöntuafurðum, dýraafurðum o.fl. og svo getu jarðar til að framleiða auðlindir fyrir þá notkun s.s. nýliðun fisks, timbur, upptöku kolvísýrings o.fl. Upp frá þessum degi ársins erum við því farin að lifa á ósjálfbæran hátt alveg fram að áramótum. Þetta er auðvitað myndlíking enda er jörðin ekki banki og gefur ekki vexti bara um áramót. En við getum líkt þessu við að eiga góða upphæð inná bankareikningi og ætla að lifa á vöxtunum. Við erum núna búin með vexti ársins og erum farin að ganga á höfuðstólinn. Það þýðir að á næsta ári munum við fá lægri vexti en í ár og verðum því enn fyrr búin með vextina miðað við sömu neyslu og göngum því enn lengra á höfuðstólinn. Ef ekkert er að gert er þetta vís leið að gjaldþroti, auðlindalegu gjaldþroti. Síðustu ár höfum við verið að auka neysluna og því alltaf að ganga lengra á höfuðstólinn. Þetta endurspeiglast í því að þolmarkadagsetningin í ár er 8. ágúst en var þann 24. ágúst fyrir 10 árum, árið 2006 (reiknuð með sömu aðferð og í ár). Við komumst því styttra og styttra inní árið áður en við förum að taka af „höfuðstólnum“. En hvað getur hinn venjulegi íslendingur gert í þessu? Hvaða kostir eru í stöðunni eins og hún er í dag? Hér eru dæmi um þrjá kosti: a) Leggjast niður í dag og standa upp á nýársdag. Getur vissulega hljómað vel svona rétt eftir sumarfrí en hér er ekki verið að tala um að kúra upp í rúmi með iPadinn og horfa á myndir fram að áramótum. Ó nei! Ef einhver vill framkvæma þessa ógerlegu hugmynd verður viðkomandi að leggjast niður utandyra. Lúxus eins og rafmagn, hiti og matur eru auðlindir og við erum búin með skammtinn fyrir árið. b) Látið sem við vitum ekkert hvað höfuðstóll þýðir og haldið áfram að eyða eins og áður. Það er að halda áfram að nota auðlindir jarðar eins og við höfum verið að gera. Hlusta ekki á aðvaranir og halda áfram eins og ekkert sé. Gerðum við það ekki í hinu svokalla góðæri? Viljum við gera það - aftur? Hér væri ef til vill gagnlegt að stikla á stóru um helstu auðlindir jarðar t.d. hreint vatn, fiskur í sjó, land fyrir ræktun matvæla, skógar heimsins og margt fleira. Hvert leitum við þegar þessir reikningar eru orðnir tómir? Það er enginn yfirdráttur, enginn umboðsmaður skuldara, enginn reddari. Hér er bara einn „banki“, jörðin. Þessi eina sem við eigum. c) Lifa og læra. Sú þekking og tækni sem við þurfum til að geta lifað af þeim auðlindum sem jörðin gefur á sjálfbæran hátt er fyrir hendi. Við þurfum hinsvegar að nota hana og hafa vilja til að nota hana. Líka þú sem þetta lest! Þetta er ekki verkefni fárra útvaldra, ríkra eða pólitíkusa eða á höndum sérstaks áhugafólks um umhverfismál. Þetta er verkefni okkar allra, þetta er jú okkar sameiginlegi bankareikningur sem við erum að nota. Við getum öll lagt okkar af mörkum til að draga úr ósjálfbærri auðlindanotkun í heiminum. Vissulega getum við mismikið gert enda okkar daglegu störf ólík en það gildir hér sem annarsstaðar: Enginn getur allt en allir geta eitthvað. En hvar byrjum við á að leysa svona stóran vanda? Jú, við byrjum heima. Alveg eins og þegar við spörum í heimilisbókhaldinu þá byrjum við á að skoða í hvað við erum að eyða og tökum svo út óþarfa. Mundu að allt sem þú kaupir eða færð gefins hefur verið búið til úr auðlindum sem hafa verið teknar af bankareikningnum okkar góða, og eftir þína notkun mun því vera fargað. Til dæmis gætum við fylgst með höndunum á okkur í nokkra daga. Verið meðvituð um það sem við erum að snerta, taka, kaupa eða nota. Byrjum á að skoða án gagnrýni. Þegar við erum búin að átta okkur á í hvað við erum að eyða, þá getum við skoðað hvað af þessu er óþarfi. Þá er gott að spyrja: Hvað af þessu skiptir mig máli? Hvað er ég að nota, taka eða gera bara af því að það er vani? Hverju gæti ég auðveldlega sleppt án þess að það hafi áhrif á mitt daglega líf? Hvað er einnota sem ég get skipt út fyrir fjölnota? Hverju gæti ég skipt út fyrir umhverfisvænni vöru sem gerir sama gagn? Er ég að henda/flokka vöruna rétt eftir notkun? Er ég að nota efni sem eru skaðleg fyrir umhverfið og fyrir mig? Svörin við þessum spurningum eru ólík milli manna. Sem er í góðu lagi því ekki viljum við öll vera eins. Líklegt er að einhverjir fari að sjá mynstur sem gæti kveikt tilfinningar eins og samviskubit eða hjálparleysi en við ætlum ekki að festa okkur í neinum svoleiðis leiðindum. Látum þá sem völdu a)-lið hér að ofan um samviskubitið, þau hafa ekkert betra að gera næstu mánuði. Þú munt líka reka þig á það að þú veist ekki svarið við öllum spurningunum sem upp koma. Það er allt í lagi, forvitni er forboði fróðleiks. Hér ætlum við bara að gera okkar besta. Þegar við erum komin með mynd af stöðunni og búin að velta fyrir okkur hvað það er sem skiptir okkur máli þá getum við farið að breyta. Breyta því sem við viljum breyta, breyta fyrir okkur sjálf af því að við viljum lifa af vöxtunum. Við viljum ekki bara arfleiða næstu kynslóð af góðum höfuðstól við viljum líka eiga eitthvað til okkar efri ára. Þetta gerum við fyrir okkur sjálf og þau sem okkur þykir vænt um munu njóta ágóðans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 8. ágúst síðastliðinn var dagur þolmarka jarðar eða „earth overshoot day“ á ensku. Þetta er sá dagur ársins þar sem mannkynið hefur notað þær auðlindir jarðar sem jörðin getur endurnýjað á einu ári. Dagsetningin er fundin af the Global Footprint Network sem hafa þróað aðferðir til að reikna út vistfræðilegt fótspor þjóða og einstaklinga, svo kallað vistspor. Samtökin byggja útreikningana m.a. á notkun mannsins á plöntuafurðum, dýraafurðum o.fl. og svo getu jarðar til að framleiða auðlindir fyrir þá notkun s.s. nýliðun fisks, timbur, upptöku kolvísýrings o.fl. Upp frá þessum degi ársins erum við því farin að lifa á ósjálfbæran hátt alveg fram að áramótum. Þetta er auðvitað myndlíking enda er jörðin ekki banki og gefur ekki vexti bara um áramót. En við getum líkt þessu við að eiga góða upphæð inná bankareikningi og ætla að lifa á vöxtunum. Við erum núna búin með vexti ársins og erum farin að ganga á höfuðstólinn. Það þýðir að á næsta ári munum við fá lægri vexti en í ár og verðum því enn fyrr búin með vextina miðað við sömu neyslu og göngum því enn lengra á höfuðstólinn. Ef ekkert er að gert er þetta vís leið að gjaldþroti, auðlindalegu gjaldþroti. Síðustu ár höfum við verið að auka neysluna og því alltaf að ganga lengra á höfuðstólinn. Þetta endurspeiglast í því að þolmarkadagsetningin í ár er 8. ágúst en var þann 24. ágúst fyrir 10 árum, árið 2006 (reiknuð með sömu aðferð og í ár). Við komumst því styttra og styttra inní árið áður en við förum að taka af „höfuðstólnum“. En hvað getur hinn venjulegi íslendingur gert í þessu? Hvaða kostir eru í stöðunni eins og hún er í dag? Hér eru dæmi um þrjá kosti: a) Leggjast niður í dag og standa upp á nýársdag. Getur vissulega hljómað vel svona rétt eftir sumarfrí en hér er ekki verið að tala um að kúra upp í rúmi með iPadinn og horfa á myndir fram að áramótum. Ó nei! Ef einhver vill framkvæma þessa ógerlegu hugmynd verður viðkomandi að leggjast niður utandyra. Lúxus eins og rafmagn, hiti og matur eru auðlindir og við erum búin með skammtinn fyrir árið. b) Látið sem við vitum ekkert hvað höfuðstóll þýðir og haldið áfram að eyða eins og áður. Það er að halda áfram að nota auðlindir jarðar eins og við höfum verið að gera. Hlusta ekki á aðvaranir og halda áfram eins og ekkert sé. Gerðum við það ekki í hinu svokalla góðæri? Viljum við gera það - aftur? Hér væri ef til vill gagnlegt að stikla á stóru um helstu auðlindir jarðar t.d. hreint vatn, fiskur í sjó, land fyrir ræktun matvæla, skógar heimsins og margt fleira. Hvert leitum við þegar þessir reikningar eru orðnir tómir? Það er enginn yfirdráttur, enginn umboðsmaður skuldara, enginn reddari. Hér er bara einn „banki“, jörðin. Þessi eina sem við eigum. c) Lifa og læra. Sú þekking og tækni sem við þurfum til að geta lifað af þeim auðlindum sem jörðin gefur á sjálfbæran hátt er fyrir hendi. Við þurfum hinsvegar að nota hana og hafa vilja til að nota hana. Líka þú sem þetta lest! Þetta er ekki verkefni fárra útvaldra, ríkra eða pólitíkusa eða á höndum sérstaks áhugafólks um umhverfismál. Þetta er verkefni okkar allra, þetta er jú okkar sameiginlegi bankareikningur sem við erum að nota. Við getum öll lagt okkar af mörkum til að draga úr ósjálfbærri auðlindanotkun í heiminum. Vissulega getum við mismikið gert enda okkar daglegu störf ólík en það gildir hér sem annarsstaðar: Enginn getur allt en allir geta eitthvað. En hvar byrjum við á að leysa svona stóran vanda? Jú, við byrjum heima. Alveg eins og þegar við spörum í heimilisbókhaldinu þá byrjum við á að skoða í hvað við erum að eyða og tökum svo út óþarfa. Mundu að allt sem þú kaupir eða færð gefins hefur verið búið til úr auðlindum sem hafa verið teknar af bankareikningnum okkar góða, og eftir þína notkun mun því vera fargað. Til dæmis gætum við fylgst með höndunum á okkur í nokkra daga. Verið meðvituð um það sem við erum að snerta, taka, kaupa eða nota. Byrjum á að skoða án gagnrýni. Þegar við erum búin að átta okkur á í hvað við erum að eyða, þá getum við skoðað hvað af þessu er óþarfi. Þá er gott að spyrja: Hvað af þessu skiptir mig máli? Hvað er ég að nota, taka eða gera bara af því að það er vani? Hverju gæti ég auðveldlega sleppt án þess að það hafi áhrif á mitt daglega líf? Hvað er einnota sem ég get skipt út fyrir fjölnota? Hverju gæti ég skipt út fyrir umhverfisvænni vöru sem gerir sama gagn? Er ég að henda/flokka vöruna rétt eftir notkun? Er ég að nota efni sem eru skaðleg fyrir umhverfið og fyrir mig? Svörin við þessum spurningum eru ólík milli manna. Sem er í góðu lagi því ekki viljum við öll vera eins. Líklegt er að einhverjir fari að sjá mynstur sem gæti kveikt tilfinningar eins og samviskubit eða hjálparleysi en við ætlum ekki að festa okkur í neinum svoleiðis leiðindum. Látum þá sem völdu a)-lið hér að ofan um samviskubitið, þau hafa ekkert betra að gera næstu mánuði. Þú munt líka reka þig á það að þú veist ekki svarið við öllum spurningunum sem upp koma. Það er allt í lagi, forvitni er forboði fróðleiks. Hér ætlum við bara að gera okkar besta. Þegar við erum komin með mynd af stöðunni og búin að velta fyrir okkur hvað það er sem skiptir okkur máli þá getum við farið að breyta. Breyta því sem við viljum breyta, breyta fyrir okkur sjálf af því að við viljum lifa af vöxtunum. Við viljum ekki bara arfleiða næstu kynslóð af góðum höfuðstól við viljum líka eiga eitthvað til okkar efri ára. Þetta gerum við fyrir okkur sjálf og þau sem okkur þykir vænt um munu njóta ágóðans.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun