Forsetinn spyr hvort ekki sé hægt að sameinast um ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. september 2016 12:16 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti Fund fólksins í morgun. vísir/eyþór Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti Fund fólksins klukkan 11 í morgun en hann fer fram í Norræna húsinu og tjaldbúðum sem reistar hafa verið í Vatnsmýrinni. Forsetinn byrjaði á að segja fundargestum frá því að hann hefði haft mjög gaman af sjónvarpsþættinum Vesturálman, eða West Wing, sem fjallar um forseta Bandaríkjanna. „Þar er eitt atriði sem stendur mér fyrir hugskotssjónum núna og það var um það að forsetinn átti að halda ræðu á fundi en fyrir fundinn var tveggja tíma langur um það hvort hann ætti eða vera í jakka eða taka hann af sér og vera óformlegur og þá nær fólkinu,“ sagði Guðni. Hann sagði síðan að hann væri ekki að gefa út neina yfirlýsingu um að virðing hans fyrir embætti forseta Íslands væri ekki sú sama og áður; honum væri bara dálítið heitt og því næst fór forsetinn úr jakkanum. Í ávarpi sínu lagði Guðni út af ákalli um breytingar á stjórnarskránni en fyrir þinginu liggur núna frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra þar sem lagðar eru fram þrjár tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Forsetinn rakti það að í forsetakosningunum í sumar hefðu allir frambjóðendur verið sammála um að það þyrfti að koma inn ákvæði í stjórnarskrána um að tiltekinn fjöldi kosningabærra manna gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál, en málskotsrétturinn er nú aðeins á hendi forseta eins og kunnugt er. Guðni minntist síðan á það að allir stjórnmálaflokkar sem nú eiga sæti á þingi séu sama sinnis en þó væri staðan sú að ólíklegt væri að sátt myndi nást á þingi um þær tillögur sem nú liggja fyrir Alþingi um breytingar á stjórnarskrá. „Hér hefur verið bent á þau sannindi að allir stjórnmálaflokkar vilja að kjósendur geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. Einnig að allir frambjóðendur í forsetakjöri í sumar voru sama sinnis og loks að fyrir þinginu liggur frumvarp um efnið. Að vísu felur í sér aðrar breytingar en kannski væri einmitt ráð að einblína núna á einn afmarkaðan þátt? Þá stjórnarbót sem lýtur að beinu lýðræði og rétti fólks til að segja hug sinn milliliðalaust í mikilvægustu málum,“ sagði forsetinn. Fundur fólksins er tveggja daga hátíð um samfélagsmál og stjórnmál og stendur yfir í dag og á morgun. Dagskrá fundarins er fjölbreytt en hana má nálgast hér. Tengdar fréttir Bein útsending: Fundur fólksins Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. 2. september 2016 09:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti Fund fólksins klukkan 11 í morgun en hann fer fram í Norræna húsinu og tjaldbúðum sem reistar hafa verið í Vatnsmýrinni. Forsetinn byrjaði á að segja fundargestum frá því að hann hefði haft mjög gaman af sjónvarpsþættinum Vesturálman, eða West Wing, sem fjallar um forseta Bandaríkjanna. „Þar er eitt atriði sem stendur mér fyrir hugskotssjónum núna og það var um það að forsetinn átti að halda ræðu á fundi en fyrir fundinn var tveggja tíma langur um það hvort hann ætti eða vera í jakka eða taka hann af sér og vera óformlegur og þá nær fólkinu,“ sagði Guðni. Hann sagði síðan að hann væri ekki að gefa út neina yfirlýsingu um að virðing hans fyrir embætti forseta Íslands væri ekki sú sama og áður; honum væri bara dálítið heitt og því næst fór forsetinn úr jakkanum. Í ávarpi sínu lagði Guðni út af ákalli um breytingar á stjórnarskránni en fyrir þinginu liggur núna frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra þar sem lagðar eru fram þrjár tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Forsetinn rakti það að í forsetakosningunum í sumar hefðu allir frambjóðendur verið sammála um að það þyrfti að koma inn ákvæði í stjórnarskrána um að tiltekinn fjöldi kosningabærra manna gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál, en málskotsrétturinn er nú aðeins á hendi forseta eins og kunnugt er. Guðni minntist síðan á það að allir stjórnmálaflokkar sem nú eiga sæti á þingi séu sama sinnis en þó væri staðan sú að ólíklegt væri að sátt myndi nást á þingi um þær tillögur sem nú liggja fyrir Alþingi um breytingar á stjórnarskrá. „Hér hefur verið bent á þau sannindi að allir stjórnmálaflokkar vilja að kjósendur geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. Einnig að allir frambjóðendur í forsetakjöri í sumar voru sama sinnis og loks að fyrir þinginu liggur frumvarp um efnið. Að vísu felur í sér aðrar breytingar en kannski væri einmitt ráð að einblína núna á einn afmarkaðan þátt? Þá stjórnarbót sem lýtur að beinu lýðræði og rétti fólks til að segja hug sinn milliliðalaust í mikilvægustu málum,“ sagði forsetinn. Fundur fólksins er tveggja daga hátíð um samfélagsmál og stjórnmál og stendur yfir í dag og á morgun. Dagskrá fundarins er fjölbreytt en hana má nálgast hér.
Tengdar fréttir Bein útsending: Fundur fólksins Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. 2. september 2016 09:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira
Bein útsending: Fundur fólksins Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. 2. september 2016 09:00