,,Þetta má rekja til aukins áhuga á Íslandi og norðurslóðum. Þetta er mjög spennandi þróun og það er okkar mat og sýn að þarna séu mikil tækifæri,“ segir Björn.

Með snekkjunum og lúxusskipunum koma oft mjög efnaðir ferðamenn sem dvelja á landinu lengur en gengur og gerist hjá ferðamönnum á skemmtiferðaskipum, sem stoppa oft aðeins í átta til tíu tíma. Einnig hafa snekkjurnar viðkomu í fleiri höfnum landsins.
Snekkja auðkýfingsins
Stærðarsnekkja, sem sjá má hér að ofan, lá á Pollinum við Akureyri í apríl en hún er í eigu hvítrússneska auðkýfingsins Andrey Melnichenko. Nafn snekkjunnar er það eina sem lítið fer fyrir í tengslum við hana en hún heitir einfaldlega A.
- Snekkjan er metin á 323 milljónir bandaríkjadala
- Hún er 120 metrar að lengd
- Rúmar 14 gesti og 42 manna áhöfn
- 3 sundlaugar á hverju dekki og horft upp í eina þeirra í gegn um gler.
- Ein mastersvíta og sex gestasvítur.

Lúxusskemmtiferðaskipið Le Boreal siglir með tiltölulega fáa farþega miðað við mörg stærri og almennari skemmtiferðaskip. Gestir eiga að upplifa að þeir séu um borð í einkasnekkju þrátt fyrir að fjárútlát heimilisins geti ekki alveg leyft slíkan munað. Le Boreal siglir um öll heimsins höf, allt frá Miðjarðarhafi til Norður-Íshafsins.
- 132 herbergi og svítur
- Líkamsræktarstöð
- Einkasvalir frá herbergjum
- 2 veitingastaðir
- Leikjatölvuherbergi
- Snyrtistofa
- Bókasafn
- Bíósalur
- Sundlaug

Snekkjan Cloudbreak er glæný, smíðuð árið 2016, og var í Reykjavík í nokkra daga í júní.
- Snekkjan rúmar 12 gesti og 22 manna áhöfn
- Sjö herbergi fyrir gesti eru á snekkjunni
- Hún er 72,5 metrar á lengd
- Á henni er líkamsræktarstöð
- Heitur pottur
- Þyrlupallur
- Smábátaskýli
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu