Stuðningsmenn íslenska landsliðsins í fótbolta voru þeir bestu á árinu að mati Four Four Two, stærsta fótboltatímarits heims, en þetta kemur fram í uppgjöri tímaritsins á fótboltaárinu 2016.
Tólfan og hinir íslensku stuðningsmennirnir vöktu verðskuldaða athygli á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem Íslendingar létu vel í sér heyra þrátt fyrir að vera alltaf yfirmannaðir í stúkunni.
Víkingaklappið einfaldlega sigraði heiminn og er nú notað út um allan heim við allskonar tilefni. Það er erfitt að mótmæla vali Four Four Two á bestu stuðningsmönnunum en í umsögn um Íslendingana segir:
„Enginn gaf liðinu þeirra séns á EM 2016 en íslensku stuðningsmennirnir studdu við bakið á sínu liði sem uppskar kraftaverkið sem það átti skilið. Það er ef það má kallað það kraftaverk að vinna England.“
Í spilaranum hér að ofan má sjá Aron Einar Gunnarsson stýra Víkingaklappinu eftir sigurinn á Englandi í Hreiðrinu í Nice með bestu stuðningsmönnum ársins 2016.
Ísland á stuðningsmenn ársins hjá stærsta fótboltatímariti heims
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið





Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun
Enski boltinn




Gunnar tekur aftur við Haukum
Handbolti

Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu
Enski boltinn