Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum Birgir Olgeirsson skrifar 7. desember 2016 13:17 "Við erum farin að sjá brum þrútna, sem við sjáum yfirleitt alltaf í febrúar.“ Vísir/Valli „Ef hlýindin halda áfram fer maður að klóra sér í höfðinu,“ segir Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslu- og verkefnisstjóri hjá Garðyrkjufélagi Íslands, um hlýindin sem eru yfir landinu. Þetta milda loft sem er yfir landinu er engin óska staða fyrir garðyrkjufólk. „Við vonum að það fari kólnandi og helst vildum við sjá smá snjó yfir jörðinni,“ segir Kristinn en snjórinn verndar gróður fyrir frostskemmdum. „Hann verndar að klaki hlaupi ekki niður í jörðina og fer betur með ræturnar,“ segir Kristinn. Þó svo að hann hafi ekki áhyggjur af ástandinu enn sem komið er þá er ákveðin óvissa sem fylgir svona mildu veðri um vetur. „Við erum farin að sjá brum þrútna, sem við sjáum yfirleitt alltaf í febrúar,“ segir Kristinn en þegar gróðurinn nær slíku ástandi getur hann orðið illa úti ef það snögg kólnar og frystir. „Áhyggjur okkar eru ekkert mjög stórar. Plöntur hafa mjög mikinn sveigjanleika gagnvart svona löguðu. Ljós vekur þær upp á vorin og við erum að fara inn í skammdegið. En við vitum ekki nákvæmlega hvað getur gerst. Við óskum þess að hitastig lækki, ekki endilega að það komi frost en það fari kannski niður í tvær til þrjár gráður,“ segir Kristinn. Hann bendir á að árið 2014 kom vetur sem garðyrkjufólk taldi mjög hagstæðan öllum gróðri en engu að síður komu margar plöntur illa undan vetri. Kristinn segir ástæðuna ekki liggja fyrir og þetta sýni að það sé alltaf eitthvað nýtt að læra þegar kemur að náttúrunni. Hann bendir á að vorið og sumarið hafi verið afar gott, og naut gróðurinn góðs af því og fór fyrir vikið afar þroskaður inn í veturinn. Veður Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
„Ef hlýindin halda áfram fer maður að klóra sér í höfðinu,“ segir Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslu- og verkefnisstjóri hjá Garðyrkjufélagi Íslands, um hlýindin sem eru yfir landinu. Þetta milda loft sem er yfir landinu er engin óska staða fyrir garðyrkjufólk. „Við vonum að það fari kólnandi og helst vildum við sjá smá snjó yfir jörðinni,“ segir Kristinn en snjórinn verndar gróður fyrir frostskemmdum. „Hann verndar að klaki hlaupi ekki niður í jörðina og fer betur með ræturnar,“ segir Kristinn. Þó svo að hann hafi ekki áhyggjur af ástandinu enn sem komið er þá er ákveðin óvissa sem fylgir svona mildu veðri um vetur. „Við erum farin að sjá brum þrútna, sem við sjáum yfirleitt alltaf í febrúar,“ segir Kristinn en þegar gróðurinn nær slíku ástandi getur hann orðið illa úti ef það snögg kólnar og frystir. „Áhyggjur okkar eru ekkert mjög stórar. Plöntur hafa mjög mikinn sveigjanleika gagnvart svona löguðu. Ljós vekur þær upp á vorin og við erum að fara inn í skammdegið. En við vitum ekki nákvæmlega hvað getur gerst. Við óskum þess að hitastig lækki, ekki endilega að það komi frost en það fari kannski niður í tvær til þrjár gráður,“ segir Kristinn. Hann bendir á að árið 2014 kom vetur sem garðyrkjufólk taldi mjög hagstæðan öllum gróðri en engu að síður komu margar plöntur illa undan vetri. Kristinn segir ástæðuna ekki liggja fyrir og þetta sýni að það sé alltaf eitthvað nýtt að læra þegar kemur að náttúrunni. Hann bendir á að vorið og sumarið hafi verið afar gott, og naut gróðurinn góðs af því og fór fyrir vikið afar þroskaður inn í veturinn.
Veður Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira