Lífið

Þingmaður selur slotið í Grindavík: Tækifæri til að búa í draumasveitarfélagi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sérstaklega falleg eign.
Sérstaklega falleg eign.
Þingmaðurinn Vilhjálmur Árnason og eiginkona hans Sigurlaug Pétursdóttir hafa sett einbýlishús sitt í Grindavík á sölu en Sjálfstæðismaðurinn greinir frá þessu á Facebook.

Þar segir hann;„Hér er tækifæri sem er ekki annað hægt en að skoða. Okkar yndislega hús komið á sölu. Því er gullið tækifæri fyrir ykkur að koma með fjölskylduna í Grindavík og búa í sveitarfélagi sem er eitt af draumasveitarfélögunum og eitt það áhugaverðasta samkvæmt úttektum. P.s. og þetta er mun ódýrara en íbúð á höfuðborgarsvæðinu.“

Kaupverðið á eigninni er 36,9 milljónir og er húsið 175 fermetrar að stærð og stendur það við Selsvelli 16 í Grindavík.

Í húsinu eru 4 svefnherbergi, stofa, borðstofa, eldhús, þvottahús, góður bílskúr, geymsla og stór gróinn garður með sólpalli og heitum potti í bakgarði.

Húsið var byggt árið 1974 en hér að neðan má sjá fallegar myndir innan úr einbýlishúsi Sjálfstæðishjónanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×