Fjárlagafrumvarp vonbrigði að mati starfsfólks Landspítalans Sveinn Arnarsson skrifar 7. desember 2016 07:00 Læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH gagnrýnir fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar harðlega. „Þetta eru óraunhæf viðbrögð við margumræddri aukningu á eftirspurn og mun augljóslega leiða að óbreyttu til skerðingar á þjónustu. Við treystum því að ný ríkisstjórn muni bæta um betur. Að öðrum kosti bíður nýs ráðherra það erfiða og óvinsæla verkefni að ákveða hvaða þjónusta skuli falla niður. Það væri þvert á þau loforð allra flokka sem voru gefin fyrir kosningar,“ segir María Heimisdóttir, læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, þegar hún er innt eftir svörum um nýtt fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar. Fyrir kosningar þann 29. október síðastliðinn voru allir flokkar á einu máli um að nú væri komið að því að efla heilbrigðiskerfið og veita meira fé en áður til Landspítala-Háskólasjúkrahúss. María sagði í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2, ekki alls fyrir löngu, að ef vel ætti að vera þyrfti spítalinn um 12 milljarða innspýtingu til rekstrarins. Spítalinn, sem flaggskip íslenskrar heilbrigðisþjónustu, hefur á síðustu árum þurft að skera niður í rekstri sínum og sýna aðhald sem væri komið að þolmörkum.María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala.„Þetta eru mikil vonbrigði, ekki síst vegna þess að frumvarpið er í andstöðu við þau orð sem stjórnmálaflokkarnir höfðu uppi fyrir kosningar. Þetta frumvarp horfir þannig við okkur á Landspítalanum,“ segir María „Stærstur hluti þeirra viðbótar sem þarna eru sýndar fyrir Landspítalann er vegna launa og verðlagsbóta. Hækkun vegna launa skýrist nánast alfarið vegna kjarasamninga sem fjármálaráðuneytið hefur gert við stéttarfélögin.“ Um það bil fjórir milljarðar aukalega eru lagðir í heilbrigðisþjónustuna. Samkvæmt varfærnum útreikningum gætu um þrír fjórðu þess fjármagns farið einvörðungu í laun. Því er einn milljarður sem eftir stendur sem mun dreifast á heilbrigðisþjónustu landsins. María segir að nú sé lag. Nýtt þing gangi óbundið að vinnu við fjárlögin. Enginn meirihluti hefur myndast og því leikur einn að ná samstöðu um að bæta fé inn í heilbrigðisþjónustuna. „Við treystum því að þingmenn taki ákvarðanir í takt við það sem fram kom hjá stjórnmálaflokkum fyrir kosningar. Þar var uppi sterkur, samróma vilji til að efla heilbrigðiskerfið og þar með talið Landspítalann.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
„Þetta eru óraunhæf viðbrögð við margumræddri aukningu á eftirspurn og mun augljóslega leiða að óbreyttu til skerðingar á þjónustu. Við treystum því að ný ríkisstjórn muni bæta um betur. Að öðrum kosti bíður nýs ráðherra það erfiða og óvinsæla verkefni að ákveða hvaða þjónusta skuli falla niður. Það væri þvert á þau loforð allra flokka sem voru gefin fyrir kosningar,“ segir María Heimisdóttir, læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, þegar hún er innt eftir svörum um nýtt fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar. Fyrir kosningar þann 29. október síðastliðinn voru allir flokkar á einu máli um að nú væri komið að því að efla heilbrigðiskerfið og veita meira fé en áður til Landspítala-Háskólasjúkrahúss. María sagði í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2, ekki alls fyrir löngu, að ef vel ætti að vera þyrfti spítalinn um 12 milljarða innspýtingu til rekstrarins. Spítalinn, sem flaggskip íslenskrar heilbrigðisþjónustu, hefur á síðustu árum þurft að skera niður í rekstri sínum og sýna aðhald sem væri komið að þolmörkum.María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala.„Þetta eru mikil vonbrigði, ekki síst vegna þess að frumvarpið er í andstöðu við þau orð sem stjórnmálaflokkarnir höfðu uppi fyrir kosningar. Þetta frumvarp horfir þannig við okkur á Landspítalanum,“ segir María „Stærstur hluti þeirra viðbótar sem þarna eru sýndar fyrir Landspítalann er vegna launa og verðlagsbóta. Hækkun vegna launa skýrist nánast alfarið vegna kjarasamninga sem fjármálaráðuneytið hefur gert við stéttarfélögin.“ Um það bil fjórir milljarðar aukalega eru lagðir í heilbrigðisþjónustuna. Samkvæmt varfærnum útreikningum gætu um þrír fjórðu þess fjármagns farið einvörðungu í laun. Því er einn milljarður sem eftir stendur sem mun dreifast á heilbrigðisþjónustu landsins. María segir að nú sé lag. Nýtt þing gangi óbundið að vinnu við fjárlögin. Enginn meirihluti hefur myndast og því leikur einn að ná samstöðu um að bæta fé inn í heilbrigðisþjónustuna. „Við treystum því að þingmenn taki ákvarðanir í takt við það sem fram kom hjá stjórnmálaflokkum fyrir kosningar. Þar var uppi sterkur, samróma vilji til að efla heilbrigðiskerfið og þar með talið Landspítalann.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira