Innlent

Prufa myndavél í Ölfusá og leita Guðmundar Geirs

Bjarki Ármannsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa
Leitað er í ánni á þeim stað þar sem Guðmundur Geir fór ofan í hana á annan dag jóla 2015.
Leitað er í ánni á þeim stað þar sem Guðmundur Geir fór ofan í hana á annan dag jóla 2015. Vísir/Magnús Hlynur
Björgunarfélag Árborgar prufar um þessar mundir tvær djúpsjávarmyndavélar slysavarnafélagsins Landsbjargar í Ölfusá.

„Þetta er partur af því að æfa og þekkja þann búnað sem við höfum aðgang að,“ segir Tryggvi Hjörtur Oddsson, formaður björgunarfélagsins.

Leit stendur enn yfir að Guðmundi Geir Sveinssyni, karlmanni sem féll í ána um síðustu jól og talinn er af. Leitað er í ánni á þeim stað þar sem Guðmundur Geir fór ofan í hana.

„Það hefur verið leitað að honum þegar tækifæri gefst til,“ segir Tryggvi. „Við erum auðvitað alltaf að því.“

Myndavélarnar sem verið er að prufa geta farið niður á 300 metra dýpi, þola mikinn þrýsting og taka mjög góðar myndir. Ekki var vitað fyrirfram hvort eitthvað myndi sjást en að sögn Tryggva virkar myndavélin vel.

Guðbrandur Örn við aðra myndavélina.Vísir/Magnús Hlynur
Björgunarsveitarmenn að störfum í Ölfusá með djúpsjávarmyndavélarnar.Vísir/Magnús Hlynur
Myndirnar af botni árinnar sjást mjög skýrt á tölvuskjá björgunarsveitarmanna.Vísir/Magnús Hlynur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×