Segir vísbendingum um sakleysi Sævars vísvitandi hafa verið ýtt til hliðar Una Sighvatsdóttir skrifar 3. ágúst 2016 18:59 Jón Daníelsson var blaðamaður á Helgarpóstinum árið 1997, þegar Sævar Cicielski krafðist þess að mál hans yrði endurupptekið. Þá kviknaði áhugi hans á því að leggjast yfir hið gríðarlega gagnamagn sem tengdist Guðmundar -og Geirfinnsmálunum og er sú tómstundaiðja nú orðin að bók þar sem Jón gerir ítarlega grein fyrir rannsókn málanna.Vísbendingar hrönnuðust upp „Það væri rangt að segja að rannsóknin hafi ekki skilað neinu, þvert á móti þá hrönnuðust upp vísbendingar. Sumar svo öflugar að þær það jaðraði við að væri hægt að kalla sönnunargögn, en allar þessar vísbendingar áttu það sameiginilegt að þær bentu í öfugu átt. Þær bentu til þess að sakborningar væru saklausir og þessu var öllu saman vísvitandi ýtt til hliðar,“ segir Jón. Meðal þessara vísbendinga er bréf sem Sævar skrifaði sjálfur, þar sem hann lýsir erlendri fréttaskýringu sem hann segist hafa horft á í sjónvarpinu kvöldið sem honum var ætlað að hafa myrt Geirfinn. Frásögn Sævars var aldrei sannreynd af lögreglu, en grúsk Jóns mörgum árum síðar leiddi hann að blaði í skjalasafni Ríkisútvarpsins. Það sýnir að á dagskránni þetta kvöld var þáttur um rauðvínshneyksli í Frakklandi sem samræmist frásögn Sævars.Jón Daníelsson hefur unnið markvisst að bók um Guðmundar- og Geirfinnsmálin undanfarin 5 ár.RIGHTStendur ekki steinn yfir steini „Þetta bréf sem Sævar skrifaði til dómsins í september 1977, það í sjálfu sér sannar ekki neitt eitt út af fyrir sig. En þetta blað sem fannst í Efstaleitinu það í rauninni finnst mér taka af öll tvímæli. Þessi mynd var sýnd þetta kvöld nákvæmlega eins og segir í þessu bréfi. Og þetta bréf Sævars hefur legið þarna í tæp 40 ár." Mál Guðmundar og Geirfinns hafa legið eins og mara á íslensku þjóðinni í áratugi. Jón segir þótt hvörf þeirra verði eflaust aldrei upplýst megi þó líta svo á að ákveðin niðurstaða sé komin í málin. „Mín niðurstaða er allavega sú að það stendur ekki steinn yfir steini í þessum rannsóknum, það er alveg óhætt að fullyrða að sakborningarnir voru allir saklausir og dómarnir voru rangir." Bók Jóns, Sá sem flýr undan dýri, er væntanleg í haust en Jón ákvað að gefa hana út á eigin vegum og safnar fyrir útgáfunni á síðunni Karolinafund. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Jón Daníelsson var blaðamaður á Helgarpóstinum árið 1997, þegar Sævar Cicielski krafðist þess að mál hans yrði endurupptekið. Þá kviknaði áhugi hans á því að leggjast yfir hið gríðarlega gagnamagn sem tengdist Guðmundar -og Geirfinnsmálunum og er sú tómstundaiðja nú orðin að bók þar sem Jón gerir ítarlega grein fyrir rannsókn málanna.Vísbendingar hrönnuðust upp „Það væri rangt að segja að rannsóknin hafi ekki skilað neinu, þvert á móti þá hrönnuðust upp vísbendingar. Sumar svo öflugar að þær það jaðraði við að væri hægt að kalla sönnunargögn, en allar þessar vísbendingar áttu það sameiginilegt að þær bentu í öfugu átt. Þær bentu til þess að sakborningar væru saklausir og þessu var öllu saman vísvitandi ýtt til hliðar,“ segir Jón. Meðal þessara vísbendinga er bréf sem Sævar skrifaði sjálfur, þar sem hann lýsir erlendri fréttaskýringu sem hann segist hafa horft á í sjónvarpinu kvöldið sem honum var ætlað að hafa myrt Geirfinn. Frásögn Sævars var aldrei sannreynd af lögreglu, en grúsk Jóns mörgum árum síðar leiddi hann að blaði í skjalasafni Ríkisútvarpsins. Það sýnir að á dagskránni þetta kvöld var þáttur um rauðvínshneyksli í Frakklandi sem samræmist frásögn Sævars.Jón Daníelsson hefur unnið markvisst að bók um Guðmundar- og Geirfinnsmálin undanfarin 5 ár.RIGHTStendur ekki steinn yfir steini „Þetta bréf sem Sævar skrifaði til dómsins í september 1977, það í sjálfu sér sannar ekki neitt eitt út af fyrir sig. En þetta blað sem fannst í Efstaleitinu það í rauninni finnst mér taka af öll tvímæli. Þessi mynd var sýnd þetta kvöld nákvæmlega eins og segir í þessu bréfi. Og þetta bréf Sævars hefur legið þarna í tæp 40 ár." Mál Guðmundar og Geirfinns hafa legið eins og mara á íslensku þjóðinni í áratugi. Jón segir þótt hvörf þeirra verði eflaust aldrei upplýst megi þó líta svo á að ákveðin niðurstaða sé komin í málin. „Mín niðurstaða er allavega sú að það stendur ekki steinn yfir steini í þessum rannsóknum, það er alveg óhætt að fullyrða að sakborningarnir voru allir saklausir og dómarnir voru rangir." Bók Jóns, Sá sem flýr undan dýri, er væntanleg í haust en Jón ákvað að gefa hana út á eigin vegum og safnar fyrir útgáfunni á síðunni Karolinafund.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira